Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 77-9 77 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafelag Llands og Læknafélag Reykjavikur 79. ARG. - FEBRUAR 1993 Gerð var tvíblind handahófsröðuð rannsókn þar sem allir sjúklingar með grun um kransæðastíflu fengu bæði inndælingu í æð heima og eftir komu á sjúkrahús, en aðeins í öðru tilvikinu var virkt lyf gefið, anistreplasi. Niðurstöður sýndu að lyfjagjöf heima fór fram að meðaltali tæpum tveimur klukkustundum eftir upphaf einkenna, en eftir fjórar klukkustundir á spítala (tafla I). Af 163 sem fengu anistreplasa heima dóu 13 eða 8%, en 23 eða 16% af 148 spítalasjúklingum. Munurinn var 50%. Aðrar Segaleysandi meðferö í dreifbýli Kransæðastífla var fyrir tveimur áratugum mannskætt áfall. Dánartíðni þá var 20-30 af hundraði á bráðastiginu og fjölmargir dóu síðar (1). Á næstsíðasta áratugi tókst með hjartagjörgæslu, meðferð hjartsláttartruflana og notkun betablokka að lækka þessa dánartölu og á síðastliðnum áratugi enn frekar með segaleysandi og blóðflöguvirkri (aspiríni) meðferð (2) (mynd 1). Margar rannsóknir hafa á óyggjandi hátt sýnt fram á bætta lifun ef segalosun og aspiríni er beitt. Svonefnd ISIS 2 rannsókn leiddi í ljós að dánartíðni á bráðastigi kransæðastíflu lækkaði úr 13,2% er lyfleysa var gefin í 10,5% ef annað hvort aspirín eða streptókinasi var gefinn en í 8% ef sjúklingur fékk bæði lyfin (3) (mynd 2). Þeir sem lifa af kransæðastíflu eiga á hættu að hjartabilast og deyja (4). Það sem skiptir sköpum er ástand vinstri slegils. Velheppnuð segalosun virðist bæði koma í veg fyrir vöðvadauða og hindra óhagstæða aðlögun eftirlifandi vöðva að hjartadrepinu. Ein fjölmargra rannsókna á starfsemi vinstri slegils sýndi nálægt 20% betra útstreymisbrot vinstri slegils hjá sjúklingum sem fengu streptókinasa borið saman við lyfleysu og hélst þessi ávinningur allt að þremur árum eftir áfallið (5) (mynd 3). I Grampian, norðausturhluta Skotlands, þurftu heilsugæslulæknar að senda sjúklinga sína 26- 100 km leið til sjúkrahúss í Aberdeen. % Mynd 1. Hugsanlegar ástœður lœkkandi dánartiðni eftir bráða kransæðastíflu á Islandi (1,2). Mynd 2. Dauðsföll af hjarta- og œðasjúkdómum hjá sjúklingum með bráða kransœðastíflu (3).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.