Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 14
56 LÆKNABLAÐIÐ þar að lútandi (2). Kólesteról hækkar með aldri í iðnvæddum þjóðfélögum Vesturlanda, og er það talið vera óæskilegur fylgikvilli lifnaðarhátta á sama hátt og aldursbundin hækkun blóðþrýstings er talin geta skýrst af lifnaðarháttum Vesturlandabúa, til dæmis fæðuvali, hreyfingarleysi og/eða streitu. Eins og að framan segir getur blóðstyrkur blóðfitu verið breytilegur meðal þjóða og jafnframt breyst frá einu tímabili til annars eftir lifnaðarháttum fólks. Ekki er ólíklegt að þetta kunni einnig að eiga við um apólípóprótínin. Mælingar á apólípóprótínum eru ennþá ekki staðlaðar og er unnið að því að koma upp sameiginlegum viðmiðunarstaðli og mun það væntanlega fijótlega gera mælingar sambærilegri á milli rannsóknastofa og mismunandi aðferða, en apo B hefur einkum verið breytilegt (25%) milli þeirra (14-16). Hérlendis hafa áhættuþættir æðasjúkdóma verið kannaðir með nokkurra ára millibili á 20 ára tímabili og hafa nýlega verið birtar greinar um þær kannanir (17-19). Þar kemur fram að á síðustu 20 árum hefur kólesterólstyrkur lækkað í blóði Islendinga, bæði karla og kvenna, en þó einkum hjá yngri aldursflokkum og er breytt mataræði talin líklegasta skýringin. Blóðstyrkur apólípóprótína í Islendingum hefur hins vegar ekkert verið kannaður fyrr en nú alveg nýlega, að grein birtist um það efni (20). 1 eftirfarandi grein segjum við frá aðferðum okkar og niðurstöðum mælinga á þríglýceríðum, kólesteróli, HDL-kólesteróli, LDL-kólesteróli, apólípóprótíni A-I (apo A-l) og apólípóprótíni B (apo B) í sermi heilbrigðra íslendinga, og tengslum þessara þátta innbyrðis og við kyn og aldur. Niðurstöðurnar munu nýtast meðal annars sem viðmiðunargildi fyrir framangreind mæliefni (analytes) í íslendingum nú, svo og til samanburðar við sams konar mælingar síðar meðal Islendinga eða annarra þjóða, þar sem lifnaðarhættir eins og til dæmis hvers kyns neysluvenjur, hreyfing eða annað, sem áhrif hefur á fituhvörf í líkamanum, er skoðað. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Sýni: Blóðsýni voru tekin úr 230 heilbrigðum einstaklingum, 118 körlum og 112 konum, á aldrinum 18 til 85 ára, víðsvegar af stór- Reykjavíkursvæðinu, í apríl- maí 1990. Farið var á nokkra vinnustaði og beðið um sjálfboðaliða og einnig á eitt heimili aldraðra. Fólkið var fastandi og blóðsýnin tekin að morgni úr bláæð í olnbogabót meðan það sat í stól. Nafn og aldur var skráð og spurt um heilsufar og aðeins þeir, sem töldust heilbrigðir (tóku ekki lyf og voru ekki haldnir einhverjum þekktum sjúkdómi), voru teknir með í könnunina. Konum á getnaðarvarnarlyfjum (pillunni) var þó ekki hafnað né var það skráð sérstaklega. Blóðið var skilið innan tveggja klukkustunda og sermið sett í plastglös og geymt við -20°C uns mælingar fóru fram tveimur til 12 mánuðum síðar. Mœlingaraðferðir: Kólesteról og þríglýceríðar voru mæld ineð hvata- (enzym) aðferðum með hvarfefnum frá E. Merck, Þýskalandi, á sjálfvirku mælitæki , RA-XT, frá Technicon Co., N.J., U.S.A. Við mælingu á HDL- kólesteróli voru notuð fellingarefnin phosphotungstic sýra og magnesíum klóríð, sem fella LDL-C og VLDL-C út úr lausninni (Merck aðferð nr. 14210) áður en kólesteról er mælt í floti (supernatant). LDL-kólesteról niðurstöður voru fengnar með Friedewald jöfnunni (21-23), það er LDL-kólesteról (mmol/1) = heildarkólesteról - [þríglýceríðar /2,18 + HDL-kólesteról]. Ómarkvísi (imprecision = CV (coefficient of variation) = staðalfrávik x 100/ meðalgildi endurtekinna mælinga á sama sýninu) mælinga var eftirfarandi: Kólesteról (4,4nmol/L) 1,02% innan keyrslu (within assay) og 1,44% milli keyrslna (between assays), þríglýceríðar (l,2nmol/L) 0,83% og 3,6%, HDL-kólesteról (l,6nmol/L) 4,4% og 13,8%, LDL-kólesteról (l,7nmol/L) 10,4% og 14,8%. Apólípóprótínin apo A-I og apo B voru mæld með hvarfefnum frá Sigma Diagnostics, U.S.A. Byggjast þær á ónæmisútfalli (immunoturbidity) og er styrkur hins mælda efnis í lausninni í réttu hlutfalli við styrk útfallsins, sem síðan er mælt í ljóslitarmæli (colorimeter; spectrophotometer) í útfjólubláu Ijósi við 340 nm og mætti kalla mælinguna ónæmisgruggmælingu á íslensku (immunonturbidimetric assay; ITA). Apólípóprótín mælingarnar voru gerðar með sjálfvirku mælitæki, Cobas Mira, frá Hoffman- La Roche & Co. Ltd, Sviss. Ómarkvísi fyrir Apo A (181 mg/dl) var 4,98% innan keyrslu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.