Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 89 Hún var nú lögð inn á lyfjadeild Borgarspítalans þar sem hún fékk kalíumvökva í æð og var sett í lakkrísbindindi. Á fjórða degi innlagnar var kalíum komið í 4,0 mmól/1 og kreatínkínasi 712 U/1 og var hún þá útskrifuð en mætir reglulega í eftirlit. SJÚKRATILFELLIII Ung kona vaknaði um morgun með dofa umhverfis munn, stirðleika í höndum og með vöðvakippi í fingrum. Á meðan á þessu stóð var henni ekki þungt um andardrátt en upp á síðkastið hafði hún fengið hjartsláttarköst og ónot fyrir brjóstið. Konan var nýflutt heim til íslands frá einu Norðurlandanna. Hún hafði alltaf haft eðlilegan blóðþrýsting, líka á meðgöngu og hafði ekki sögu frá öndunarfærum þó hún hafi reykt í rúm sjö ár en væri nú hætt. Skoðun: Hér var um að ræða 22 ára gamla konu með öndunartíðni 24/mín. Vöðvatitringur sást í thenarvöðvum beggja handa. Enginn vöðvaslappleiki eða reflex- breytingar voru fyrir hendi. Blóðþrýstingur mældist 160/100 mmHg og púls 75/mín. Að öðru leyti var skoðun eðlileg. Rannsóknir: Blóðhagur var eðlilegur svo og flest önnur blóðgildi utan kalíum 2,8 mmól/1 (tafla). Kortísól í blóði var eðlilegt eða 387 nmól/1 (eðlilegt 198-711 nmól/1). Blóðgös sýndu efnaskiptablóðlýtingu. Hjartalínurit sýndi U-bylgju en var eðlilegt að öðru leyti (mynd). Gangur og meðferð: Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að konan hafði neytt verulegs magns af lakkrís frá því hún flutti heim um tveimur mánuðum áður og tveimur dögum fyrir innlögn hafði hún borðað sérstaklega mikinn lakkrís. Var hún þó nokkuð tvísaga í sinni sjúkrasögu. Konan var lögð inn á lyfjadeild Borgarspítalans og eftir að hafa fengið tvo lítra af saltvatni lækkaði plasma aldósterón niður fyrir 60 pmól/1 þannig að ekki var hér um frumaldósterónheilkenni að ræða. Konan var þó áfram með háþrýsting og var sett á spírónólaktón 25 mg þrisvar á dag. Við það varð blóðþrýstingur eðlilegur svo og kalíum í blóði og var hún útskrifuð á þeirri meðferð á níunda degi innlagnar en hefur síðan mætt í eftirlit á göngudeild. Blóðþrýstingurinn náðist þó niður og hætti hún fljótlega á spírónólaktón. Þremur mánuðum eftir útskrift var blóðþrýstingur 115/68 mmHg og kalíum 3,9 mmól/1. UMRÆÐA Háþrýstingur samfara kalíumbresti (hypokalemi) er einkennandi fyrir frumaldósterónheilkenni og skýrist af verkunarhætti aldósteróns. Aldósterón eykur viðnám æða og stuðlar þannig að háþrýstingi. Aldósterón eykur enduruppsog nýma á natríum sem síðan leiðir til vægrar aukningar á natríum í blóði (hypernatremíu) annars vegar og hins vegar til aukins útskilnaðar á kalíum. Plasmarúmmálið eykst og stuðlar annars vegar að háþrýstingi og hins vegar að bælingu á renín-angíótensínkerfinu. Háþrýstingurinn einkennist með öðrum orðum af auknu viðnámi æða og auknu plasmarúmmáli. Kalíumbrestur sem hlýst af auknum útskilnaði í nýrum veldur síðan einkennum eins og vöðvaslappleika og jafnvel lömun, efnaskiptablóðlýtingu og ofsamigu (2). Vöðvaslappleikinn er vegna vöðvafrumuskemmdar (rhabdomyolysu), sem kalíumbresturinn veldur og leka þá vöðvafrumurnar enzýmum svo sem kreatínkínasa. Þannig fæst hækkun á kreatínkínasa í blóði eins og fram kemur í fyrra sjúkratilfellinu (5). Frumaldósterónheilkennum fylgir háþrýstingur sem getur verið það hár að af hljótist illvígur háþrýstingur, heilablóðfall eða hjartadrep. Nokkrar undantekningar eru á því að þessir sjúklingar hafi kalíumbrest þó flestar rannsóknir sýni að svo sé. Það er því talið að útilokun á frumaldósterónheilkennum ætti aðeins að fara fram á þeim sjúklingum sem hafi háþrýsting og kalíumbrest (2). Algengasta orsök kalíumbrests samfara háþrýstingi eru hins vegar thíazíð þvagræsilyf. Allt að 10% sjúklinga á þessum lyfjum hafa kalíumbrest og aðeins fáir af þeim hafa frumaldósterónheilkenni. Hins vegar geta sjúklingar með sjúkdóminn fyrst haft kalíumbrest eftir að þeir byrja á thíazíð- þvagræsilyfjum og því ætti að mæla kalíum hjá öllum sjúklingum áður en meðferð með þeim lyfjum er hafin (2).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.