Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 18
60 LÆKNABLAÐIÐ Table IV. Comparison of a few mean (SD) serum concentrations of Apo Al, Apo B and tlte ApoAl/Apo B ratio for various populations measured witli dijferenl methods during the last 16 years. Avg Apo A1 Apo B Apolip Method age n mg/dl mg/dl A1/B References Mert Hjartavernd ’91 ITA 41 151 145 (20) 120 (26) 1,18 20 Pres. study ’91 ITA 37 112 161 (24) 96 (30) 1,68 - Reinhart '90 INA 55 36 121 (27) 88 (17) 1,49 8 Kottke '86 RIA 48 135 160 (25) 89 (23) 1,80 7 Rifai '86 ITA 72 165 115* 1,43 32 Lehtonen '86 RIA 27 115 116 (30) 26 Kukita '85 EIA 50 140 129 (20) 86 (18) 1,5 28 Kukita '84 EIA 51 77 130 (18) 84 (20) 1,59 11 Kwiterovich ’83 RID 53 35 83 (11) 27 DeBacker ’82 INA 50 70 125 (21) 113 (23) 1,11 29 Women Hjartavernd '91 ITA 42 170 162 (24) 112 (29) 1,43 20 Pres. study '91 ITA 39 117 180 (32) 93 (32) 1,93 - Reinhart '90 INA 57 30 140 (26) 89 (27) 1,66 8 Rifai '86 ITA 121 176 115* 1,53 32 Kukita ’84 EIA 36 74 139 (17) 82 (12) 1,70 11 Albers 76 RID 45 27 132 (20) 31 Albers 75 RIA 45 38 82 (21) 30 vegum bandarísku meinafræðingasamtakanna (College of American Pathologists) sem sýndu að niðurstöðum kólesteról mælinga frá bandarískum rannsóknastofum ber sífellt betur saman. Þannig var markvísi (CV=coefficient of variation) kólesterólmælinga milli rannsóknarstofa 23,7% árið 1949, 11,1% árið 1980 og 6,2% árið 1986 (33). Mælingar apólípóprótínanna með ónæmisaðferðum (immunoassays) hefjast á seinni hluta áttunda áratugarins og eru stökk fram á við eins og annars staðar, þar sem unnt hefur verið að taka þessar aðferðir í notkun. Helstu vandamál ónæmisaðferða við apólípóprótínmælingar hafa verið erfiðleikar með stöðugleika staðla (standards) í geymslu svo og önnur vandamál varðandi mælitæknina sjálfa, til dæmis mismunandi aðgengi mótefnis að mótefnavaka (antigen) vegna komastærðar (particle size) í serminu, mismunandi mótefnavekjandi (antigenic) svæði (epitomes) á apólípóprótínunum og svo framvegis. Það sem skiptir oftast mestu máli fyrir sambærilegar niðurstöður er notkun sambærilegra staðla í mælingunum og svipuð mótefni eða mótefnissermi (antisemm). Viðmiðunargildi apólípóprótínanna verður að finna á hverjum stað fyrir sig í úrtaki fólks sem getur kallast dæmigert fyrir heilbrigt fólk. Þetta er einkum nauðsynlegt í fyrstu meðan mælingar efna í sermi, í þessu tilfelli apólípóprótín, eru að festast í sessi og reynsla af notkun þeirra að þróast. Það kann að verða einn af kostum þess að mæla styrk apólípóprótína í blóði frekar en styrk blóðfitu, að styrkur þeirra virðist ekki breytast marktækt eftir máltíðir (8), en frekari könnun þarf að gera til þess að kanna breytileika styrksins við mismunandi aðstæður eins og til dæmis eftir að fólk hættir að reykja eða samfara áreynslu eins og gert hefur verið fyrir fituþætti (34-36). I könnun þessari, sem hér er kynnt, notuðum við prófefni frá Sigma Chem. Co. og þekkt aðkeypt stýrisermi (stýrisýni) til þess að geta dæmt um, hvernig aðferðirnar reyndust í okkar höndum. Eins og sést í töflu 1 ber okkur vel saman við uppgefin gildi stýrisýnanna og má því ætla að aðferðimar séu vel fallnar til þess að nota við að kanna viðmiðunargildi fyrir styrk apólípóprótínanna í sermi. Einnig hafa báðar aðferðirnar viðunandi ómarkvísi (tafla I). Ein íslensk rannsókn á apólípóprótínum (20) hefur verið gerð á vegum Hjartaverndar (HV) og fleiri og hafa niðurstöður verið birtar alveg nýverið (tafla IV). Niðurstöðum úr rannsókn okkar ber almennt vel saman við niðurstöður úr þeirri rannsókn með fáum undantekningum. Meðalstyrkur apo A-I er 10% lægri og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.