Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 30
72 LÆKNABLAÐIÐ sé að bera saman mismunandi tímabil, þannig að mannfjöldaforsendur, þar með talin aldurssamsetning, verði stöðugar. Til að auka nákvæmni er mikilvægt að tölur, sem útreikningar byggja á, séu nægjanlega háar, svo að hægt sé að meta breytingar á tíðni í hópum þar sem slíkir atburðir eru sjaldgæfir. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Fengnar voru upplýsingar frá Hagstofunni um fjölda sjálfsvíga, banaslysa í umferð og annarra banaslysa, og heildarfjölda voveiflegra mannsláta, á tímabilinu frá 1951-1990 að báðum árum meðtöldum. Þessar upplýsingar voru flokkaðar fyrir hvert fimm ára tímabil (1951-5 og svo framvegis) í aldurshópa (0-14 ára, 15-24 ára, 25-34 ára og svo framvegis). Samkvæmt upplýsingum úr Hagtíðindum um meðalmannfjölda hvers aldurshóps á hverju fimm ára tímabili var reiknuð tíðni dauðsfalla eftir orsökum (9). Við útreikninga á væntanlegum fjölda dauðsfalla var byggt á meðaltíðni þeirra á síðastliðnum 40 árum. Þessar upplýsingar voru síðan notaðar við útreikninga á stöðluðu dánarhlutfalli (8). Til grundvallar við útreikninga á staðli er notaður meðalmannfjöldi síðastliðinna 40 ára í hverjum aldurshóp. Þetta þýðir, að ef staðlað dánarhlutfall er einn á einhverju tímabili þá dóu hlutfallslega jafn margir og dóu að meðaltali á síðastliðnum 40 árum. Við útreikning á marktækni var byggt á aðferð Vandenbroucke sem er nálgunaraðferð við útreikninga á 95% vikmörkum staðlaðs dánarhlutfalls (10). Jafnframt var tekið tillit til þess, að um fjölda samanburða væri að ræða og leiðrétt samkvæmt því. Með öðrum orðum þar sem átta sinnum er prófuð tilgátan að staðlað dánarhlutfallið sé ekki einn þá þarf að lækka p-gildið úr 0,05 í 0,00625 til þess að hægt sé að segja að það séu innan við 5% líkur á að þessi niðurstaða fáist af tilviljun (11). NIÐURSTÖÐUR Sjálfsvíg meðal karla voru fæst 46 á árabilinu 1956-1960, en flest 128 á árabilinu 1986- 1990, alls 713. Þetta er að meðaltali 85 sjálfsvíg á hverja 100.000 karla fyrir hvert fimm ára tímabil á síðastliðnum 40 árum. Meðal kvenna eru sjálfsvíg til muna sjaldgæfari eða frá 17 á árabilinu 1961-1965 upp í 44 á árabilinu 1986-1990, samtals 210. A hverju fimm ára tímabili voru um 25 sjálfsvíg að meðaltali á hverjar 100.000 konur. Þegar stöðluð dánarhlutföll sjálfsvíga eru skoðuð (Tafia I -a) á þessu 40 ára tímabili er ekki um neina marktæka breytingu að ræða hvorki hjá körlum né konum í heild. Ekki er hægt að finna með fullnægjandi nákvæmni breytingar á sjálfsvígum einstakra aldurshópa kvenna sökum þess hve fátíð sjálfsvíg eru meðal þeirra. Hins vegar virðist vera fjölgun á sjálfsvígum meðal ungra karla 15-24 ára frá 1961-1965 að telja þegar sjálfsvíg voru í lágmarki eða alls fimm upp í 33 talsins á árabilinu 1986-1990. Þetta er meira en sexföldun en stöðlunin leiðir í ljós að á síðasta tímabilinu eru þetta 1,75 sinnum fleiri sjálfsvíg en meðaltal áranna 1951-1990 eins og kemur fram í töflu 1-a. Til að undirstrika hve erfitt er að átta sig á þessum tölum, án þess að tekið sé tillit til mannfjöldabreytinga, er vert að líta á nokkur hlutföll. Staðlað dánarhlutfall karla vegna sjálfsvíga 1966- 1970 var 1,24, en heildarfjöldi sjálfsvíga þau ár var 104. Árin 1981-1985 og 1986-1990 var staðlað dánarhlutfall 1,14 og 1,10, en heildarfjöldi sjálfsvíga karla kominn í 122 og 128 (Tafla I-a). Töflur I-b og I-c sýna dánartíðni á hverja 100.000 karla og konur. Það sem mest er áberandi er mikil sveifla í dánartíðni. Þessar miklu breytingar stafa af því hve fáir einstaklingar eru í hverjum aldurshóp. Þannig skera árin 1981- 1990 sig úr meðal 15 til 24 ára karlmanna en með sönnu má einnig segja að árin 1956-1965 skeri sig einnig nokkuð úr. Vegna þessara miklu sveiflna er staðlaða dánarhlutfallið fyrir konur og karla í heild nákvæmasti mælikvarðinn á breytingar á fjölda sjálfsvíga. Mikilvægi stöðlunar sést enn betur í töflu II þar sem skoðuð eru öll voveifleg mannslát. Á árunum 1951-1955 var fjöldi voveiflegra mannsláta karla 372, en á árabilinu 1986- 1990 var fjöldinn orðinn 444, það er að segja 72 dauðsföllum fleira. Staðlaða dánarhlutfallið fellur þó úr 1,12 á fyrra tímabilinu í 0,75 á því síðara, þannig verða um 30% færri voveifleg mannslát karla á síðara tímabilinu en því fyrra ef tekið er tillit til mannfjöldaþróunar. Tafla II sýnir að voveifleg mannslát náðu hámarki á árabilinu 1971-1975 meðal karla og kvenna. Á síðustu 10 árum hefur þeim

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.