Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 42
84 LÆKNABLAÐIÐ klukkustundir ef veruleg einkenni eru enn til staðar, ef magn hvata við komu er ekki mjög hátt (kreatínkínasi <tvöföld normalgildi), verulegar ST breytingar eru enn til staðar og nýir Q takkar ekki komnir í ljós (10,11). Sumir hafa ekki viljað gefa segaleysandi meðferð eftir meira en sex klukkustundir ef kransæðastífla er í afturvegg hjartans, en rannsóknir hafa sýnt lélegri árangur þar en í framvegg (12). Aðrir hafa talið stærð yfirvofandi hjartadreps skipta mestu máli, metið eftir fjölda leiðslna með ST hækkanir í hjartariti (13). Aldur var ekki frábending í rannsókninni en kann að hafa verið það hjá þeint læknum sem stýrðu meðferðinni. Þannig fékk enginn þeirra 35 sjúklinga sem voru 78 ára og eldri segaleysandi meðferð (það er 27% þeirra sem ekki fengu meðferð). Skiptust þeir í óvissa greiningu, frábendingar og of langan tíma í svipuðum hlutföllum og aðrir þeir sem ekki fengu segaleysandi meðferð. Hár aldur var áður talinn frábending fyrir segaleysandi meðferð en nú er sýnt að aldraðir hafi jafnvel meira gagn af meðferðinni en hinir yngri (7,14). Konur fengu sjaldnar meðferð en karlar (18,9% á móti 28,7%). Við aldursstöðlun reyndist munurinn hins vegar íjarri því að vera marktækur (p=0,81; 95% öryggisntörk 0,16-4,15). Hugsanlega var ekki um nægjanlega stórt úrtak að ræða til að fá fram marktækan mun, en erlendar rannsóknir hafa bent til þess að konur með bráða kransæðastíflu fái ekki segaleysandi meðferð í sama mæli og karlar (15,16). Orsakir þess eru ekki að fullu þekktar. Hlutfallslega færri sjúklingar fengu segaleysandi meðferð á Borgarspítala en hinum sjúkrahúsunum (15% á móti 36%) og reyndist munurinn marktækur p=0,025. Hins vegar voru mun fleiri innlagðir á Borgarspítala eða 85 en 90 á hinum sjúkrahúsunum. Niðurstöður rannsóknar okkar benda til þess að of fáir sjúklingar með bráða kransæðastíflu hafi fengið segaleysandi meðferð fyrri hluta ársins 1989 á stóru sjúkrahúsunum á Islandi og eru aldraðir sérstaklega áberandi fáir. Má ætla, að frábendingar hafi verið of rúmar, óviss greining of algeng og tímamörk of ströng. Vafalítið hefur orðið breyting á starfsháttum á sjúkrahúsunum frá því rannsóknin var gerð þannig að hærra hlutfall sjúklinga fær meðferð nú. Sömu sjúkrahús tóku þátt í annarri rannsókn tveimur árum síðar og þá var hlutfall þeirra sem segaleysandi meðferð fengu 56% (17). Líklega eru ennþá allt of margir sem fá meðferðina of seint og verða læknar aldrei nógu oft hvattir til að gefa segaleysandi meðferð eins fljótt og auðið er en það skiptir sköpum fyrir sjúklingana (9). SUMMARY During an approximately 6 months period in 1989, 175 patients with suspected acute myocardial infarction were admitted to the four main hospitals in Iceland. The patients were 122 men and 53 women, 25-100 years old. Only a quarter (25.7%) received thrombolytic therapy. The reasons for not administering thrombolytics were contraindications (33%), uncertain diagnosis (28.5%) and duration of symptoms exceeding 6 hours (38.5%). All the patients except one proved to have myocardial infarction verified by serum enzyme (CK) elevation. No patient 79 years or older received thrombolytic therapy although age was not a contraindication for treatment. The difference between sexes was non-significant. ÞAKKIR Þakkir fá Asgeir Jónsson, Guðmundur Oddsson og Jón Þór Sverrisson fyrir aðgang að gögnum og Helgi Tómasson fyrir veitta tölfræðiaðstoð. HEIMILDIR 1. GISSI. Effectiveness of intravenous thrombolytic treatment in acute myocardial infarction. Lancel 1986; 327: 397-402. 2. ISAM Study Group. A prospective trial of intravenous streptokinase in acute myocardial infarction (ISAM). Mortality, morbidity and infarct size at 21 days. N Engl J Med 1986; 314: 1465-71. 3. Wilcox RG, von der Lippe G, Olson CG, Jensen G, Skene AM, Hampton JR. Trial of tissue plasminogen activator for mortality reduction in acute myocardial infarction: Anglo-Scandinavian study of early thrombolysis (ASSET). Lancet 1988; 332: 525-30. 4. AIMS Trial Study Group. Effect of intravenous APSAC on mortality after acute myocardial infarction: preliminary report of a placebo-controlled clinical trial. Lancet 1988; 331: 545-9. 5. The international study group. In-hospital mortality and clinical course of 20891 patients with suspected acute myocardial infarction randomized between alteplase and streptokinase with or without heparin. Lancet 1990: 336: 71-5. 6. GISSI-2. A factorial randomized trial of alteplase versus streptokinase and heparin versus no heparin among 12490 patients with acute myocardial infarction. Lancet 1990; 336: 65-71.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.