Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 91 greiningarinnar á því að finna kalíumbrest og efnaskiptablóðlýtingu í blóði. Þá er eins og alltaf mikilvægt að taka góða sjúkrasögu og muna eftir að spyrja um lakkrísneyslu. Lág gildi aldósteróns og reníns í plasma benda á greiningu sem staðfestist þegar lakkrísneyslu er hætt og háþrýstingur hverfur. Hins vegar má af ofanrituðu sjá að aðalatriði greiningarinnar felst í mælingu á niðurbrotsefnum kortísóls og kortísóns í þvagi og á þá hlutfall óbundinna niðurbrotsefna kortísóls að vera aukið í samanburði við heildarniðurbrotsefni kortísóls. Auk þess á hlutfall niðurbrotsefna kortísóns miðað við niðurbrotsefni kortísóls í þvagi að vera minna. Enn sem komið er, er þó ekki hægt að mæla þessi niðurbrotsefni í þvagi hér á landi. Framvinda: Flestir sjúklingarnir læknast við lakkrísbindindi en sumir þurfa tímabundnar kalíumgjafir og jafnvel blóðþrýstingslækkandi lyf. Þremur mánuðum frá útskrift hafði fyrri sjúklingurinn enn haldið lakkrísbindindið og hafði eðlilegan blóðþrýsting 120/80 mmHg, kalíum 4,5 mmól/l og blóðgildi reníns var orðið eðlilegt eða 33,0 mIU/1 og blóðgildi aldósteróns 167 pmól/1. Þremur mánuðum frá útskrift hafði síðari sjúklingurinn einnig haldið lakkrísbindindið og hafði blóðþrýsting 115/68 mmHg og púls 68. Kalíum mældist 3,9 mmól/1 og blóðgildi aldósteróns 139 pmól/1. NIÐURLAG Til gamans má geta að lakkrísorsakaður háþrýstingur hlýst ekki einungis af því að neita lakkríss reglulega í formi sætinda því lakkríssýra finnst einnig í munntóbaki. Dæmi um slíkt var 85 ára gamall maður sem hafði tuggið átta til tólf poka (85 gr hver poki) af munntóbaki daglega í 50 ár og kyngdi alltaf munnvatninu en spýtti aðeins vel tuggðu tóbakinu út úr sér. Gamli maðurinn hafði öll einkenni lakkrísorsakaðs háþrýstings, svo sem blóðþrýsting 160/110 mmHg, kalíumbrest, efnaskiptablóðlýtingu, lækkað blóðgildi reníns og aldósteróns og áberandi U-bylgju í hjartalínuriti. Einkenni hans voru líka áberandi vöðvaslappleiki í proximalvöðvum útlima. Gamla manninum versnaði alltaf aftur eftir útskrift af spítalanum þar til hann fluttist til dóttur sinnar sem bannaði honum munntóbaksneyslu (7). Af ofanrituðu má sjá að mikilvægi lakkríssýru sem orsakar kalíumbrest í sjúklingum með háþrýsting og lágt blóðgildi reníns verður varla dregið í efa og ætti í tímanna rás að verða auðvelt að greina, þegar við getum farið að mæla niðurbrotsefni kortísóns og kortísóls í þvagi. SUMMARY Two cases of liquorice induced hypertension are described. In both cases neurological symptoms were present with a paraparesis in one of the cases. Both had hypertension, hypokalemia, metabolic alkalosis, low plasma renin and U-wave in the electrocardiogram. Relation between symptoms and signs and the cause of it is discussed and strong resemblance with primary hyperaldosteronism mentioned. New and old theories of how liquorice induces this condition are discussed. Liquorice induced hypertension is rare but important to remember since the prognosis is good when liquorice consumption is stopped. HEIMILDIR 1. Farese RV, Biglieri EG, Shackleton CHL, Irony I. Gomez-Fontes R. Licorice-induced hypermineralocorticoidism. N Engl J Med 1991; 325: 1223-7. 2. Kaplan NM. Clinical hypertension. 3d ed. Baltimore/London: William & Wilkins, 1982: 292- 314. 3. Epstein MT, Espiner EA, Donald RA, Hughes H. Effect of eating licorice on the renin- angiotensin aldosterone axis in normal subjects. Br Med J 1977; i: 488-90. 4. Edwards CRW, Burt D, Mclntyre MA, et al. Localisation of 11 /3-hydroxysteroid dehydrogenase- tissue specific protector of the mineralocorticoids receptor. Lancet 1988; ii: 986-9. 5. Ganong WF. Review of Medical Physiology. 12th ed. Califomia: Lange Medical Publication, 1983: 516. 6. Stewart PM, Valentino R, Wallace AM, Burt D, Shackleton CHL, Edwards CRW. Lancet 1987; ii: 821-4. 7. Blachely JD. Knochel JP. Tobacco chewer’s hypokalemia: Licorice revisited. N Engl J Med 1980; 302: 784-5.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.