Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 81-5 81 Gísli Ólafsson, Árni Kristinsson* *) BRÁÐ KRANSÆÐASTÍFLA OG SEGALEYSANDI MEÐFERÐ Á ÍSLANDI ÁGRIP Á sex mánaða tímabili árið 1989 voru 175 sjúklingar grunaðir um bráða kransæðastíflu lagðir inn á Borgarspítala, Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri, Landakotsspítala og Landspítala. Sjúklingar skiptust í 122 karla og 53 konur á aldrinum 25-100 ára. Aðeins fjórðungur þeirra (25,7%) fengu segaleysandi meðferð. Þeirri meðferð var ekki beitt vegna frábendinga (33%), óvissrar greiningar (28,5%) eða of langs tíma frá upphafi einkenna (38,5%). Þó höfðu allir nema einn sjúklinganna há gildi hvata, sem staðfestu greiningu hjartadreps. Enginn sjúklinganna 78 ára eða eldri fékk segaleysandi meðferð þótt hár aldur væri ekki frábending. Ekki var marktækur munur á meðferð milli kynja. Hlutfallslega færri fengu segaleysandi meðferð á Borgarspítala en hinum sjúkrahúsunum. INNGANGUR Sýnt hefur verið fram á að segaleysandi meðferð með streptókinasa fækkar dauðsföllum hjá sjúklingum með bráða kransæðastíflu (1,2). Hið sarna gildir um nýrri segaleysandi efni: recombinant tissue-type plasminogen activator (rtPA) og anistreplasa (3,4). Islendingar tóku þátt í fjölþjóðarannsókn The International Study Group (5) /GISSI-2 (6) 1989 þar sem borin var saman meðferð með streptókinasa og meðferð með rtPA, einnig sama meðferð með eða án heparíns. Við athugun á íslenska hluta rannsóknarinnar kom í ljós að einungis 25,7% sjúklinga Frá lyflækningadeild Landspitalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Gísli Ólafsson, lyflækningadeild Landspítalans, 101 Reykjavík. *)ÁK on behalf of The International Study Group: Van de Werf F, Wilcox BG, Barbash Gl, Diaz R, Franzosi JG, Hampton JR, Heikkila J, Luyten A, Moulopoulos S, Paolasso E, Pehrsson K, Sandoe E, Simes J, Tavaxxi L, Tognoni G, Van de Werf T, Verstraete M, von der Lippe G, White H. sem lagðir voru inn vegna gruns um bráða kransæðastíflu fengu segaleysandi meðferð. Þótti greinarhöfundum forvitnilegt að kanna hvers vegna svo fáir fengu meðferðina en einnig var kannað hvort karlar og konur fengju sömu meðferð, hvort sjúkrahúsin meðhöndluðu sjúklinga sína mismunandi og hvort aldraðir fengju sömu meðferð og hinir yngri. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR l rannsókn The Intemational Study Group og GISSI-2 voru bornar saman meðferðir með streptókinasa og rtPA, einnig með og án heparíns. Inntökuskilyrði í rannsóknina voru: - Brjóstverkur sem benti til bráðrar kransæðastíflu. - Hjartaritsbreytingar: ST hækkun að minnsta kosti 0,1 mV í einni eða fleiri útlimaleiðslum eða að minnsta kosti 0,2 mV í einni eða fleiri brjóstleiðslum. - Tímamörk, en sjúklingar urðu að fá meðferð innan sex klukkustunda eftir að einkenni byrjuðu. Frábendingar gegn segaleysandi meðferð í rannsókninni voru: - Aðstæður þar sem hætta á aukaverkunum er veruleg: * Nýlegur áverki (til dæmis skurðaðgerðir, höfuðáverki, langvinnt hjartahnoð). * Nýlegar (innan tveggja vikna) djúpstungur (til dæmis subclavian ástunga). * Virkt sár í efri hluta meltingarvegar eða nýleg (innan sex mánaða) blæðing í meltingarvegi. * Nýlegt (innan sex mánaða) heilablóðfall. * Omeðhöndlaður háþrýstingur (slagbilsþrýstingur >200 mmHg, lagbilsþrýstingur >110 mmHg). * Nýleg (innan sex mánaða) meðferð með streptókinasa eða anistreplasa. * Þekktir blæðingarsjúkdómar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.