Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 83 No. of patients 35 t 30 r 25: 20- 15 10: 5 : llLlll Inl.MJ iiiiti—i i t i—rri^rrrrn c\jco^intDNcoo>0’-c\ico^(oœo,í%í ’-’-'-’-’-'-t-OICMcm □ Thrombolytic therapy Time (hours) No thrombolytic therapy Figure 3. Thrombolytic therapy in relation to time from onset of symptoms. 77,8% en konur 22,2%. Af þeim sem ekki fengu segaleysandi meðferð voru karlar 66,9% og konur 33,1%. Fengu konur þannig sjaldnar meðferð en karlar (18,9% á móti 28,7%). Við aldursstöðlun var munurinn ekki marktækur (p=0,81; 95% öryggismörk 0,16-4,15). Aldur karla sem fengu meðferð var 29 til 77 ár, meðalaldur 59 ár. Aldur kvenna sem fengu meðferð var 62 til 76 ár, meðalaldur 67 ár. Enginn sjúklinga 78 ára eða eldri fékk segaleysandi meðferð (mynd 2). -Við könnun á meðferðarmun milli sjúkrahúsa var gert ráð fyrir að kynin fengju sömu meðferð, samanber það sem að ofan greinir. Færri fengu segaleysandi meðferð á Borgarspítala en hinum sjúkrahúsunum og var um marktækan mun að ræða, p=0,025. Sleppt var úr elsta aldurshópnum þar sem enginn í þeim hópi fékk segaleysandi meðferð. Eftir að hinir elstu höfðu verið teknir út, fengu 17% sjúklinganna á Borgarspítala segaleysandi meðferð en 42% á hinum sjúkrahúsunum. Við aldursleiðréttingu breyttist marktektin lítið (p=0,022 á móti p=0,025) enda ekki mikill munur á aldursdreifingu milli spítala. Tími frá byrjun einkenna til komu á sjúkrahús var ein til 72 klukkustundir, meðaltími átta klukkustundir. Eitthundrað og nítján (68%) komu innan sex klukkustunda (mynd 3). UMRÆÐA Einungis 45 sjúklingar (25,7%) fengu segaleysandi meðferð. Fjörutíu og þrír sjúklingar (24,6%) fengu ekki segaleysandi meðferð vegna frábendinga. Lost, endurlífgun og meðvitundarleysi voru meðal frábendinga hjá sjúklingunum en í alþjóðlegu rannsókninni var ekki krafist nákvæmrar skráningar á, hvaða frábendingar væru gegn þátttöku í rannsókninni. Frá því að rannsóknin var gerð hefur frábendingum farið fækkandi. Þannig vilja Muller og Topol (7) takmarka ófrávíkjanlegar frábendingar við virka blæðingu úr meltingarvegi eða þvagrásarkerfi, þekktan sjúkdóm í heila og blóðsjúkdóma (verulega blóðflögufæð og storkutruflun). Aðrar frábendingar (háþrýstingur, nýleg endurlífgun, skurðaðgerð og saga um súrefnisskort eða drep í heila) skuli metnar hverju sinni. Þrjátíu og sjö sjúklingar (21,1%) fengu ekki segaleysandi meðferð vegna óvissrar greiningar á bráðri kransæðastíflu. Við athugun kom í ljós að allir sjúklingarnir í þessum hópi höfðu bráða kransæðastíflu. Sennilega voru skilmerki hjartalínurits í rannsókninni of ströng, en þeir sem ekki höfðu þau en sterkan grun um bráða kransæðastíflu að öðru leyti, hefðu átt að fá meðferð, svo fremi sem sjúkdómar eins og gollurshússbólga, ósæðarrifa og magasár hafa verið útilokaðir, en allt að áttfalt hækkuð dánartíðni er hjá sjúklingum með slíka sjúkdóma sem fá segaleysandi meðferð (3). Nota má hjartarit með stuttu millibili, skyndiþræðingu eða skyndiómun af hjarta til að útiloka aðra sjúkdóma en kransæðastíflu (8) . Fimmtíu sjúklingar (28,6%) fengu ekki segaleysandi meðferð vegna langs tíma, það er meira en sex klukkustundir frá byrjun einkenna þar til þeir komu á sjúkrahús. Aðeins þrír sjúklingar fengu segaleysandi meðferð eftir meira en sex klukkustundir frá byrjun einkenna (eftir 12, 13 og 24 klukkustundir). Margir þeirra sjúklinga seni ekki fengu meðferð vegna of langs tíma hefðu fengið meðferð nú, en rannsóknir hafa sýnt árangur af segalosun allt að 24 klukkustundum eftir upphaf einkenna (9). Vera kann að hjartavöðvafrumur geti lifað lengur við súrefnisskort en dýratilraunir benda til. Einnig getur hvikul hjartaöng komið á undan kransæðastíflunni og því tími frá kransæðastíflunni ofmetinn. Talið er rétt að gefa segaleysandi meðferð eftir meira en sex

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.