Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 48
90 LÆKNABLAÐIÐ í lakkrísorsökuðum háþrýstingi kernur fram sjúkdómsástand sem líkist frumaldósterónheilkennum en hefur bæði bælda plasma aldósterón og renínvirkni, í mótsetningu við hátt aldósterón í frumaldósterónheilkennum (2). Renín-angíótensínkerfið: Epstein et al rannsökuðu nokkra einstaklinga sem höfðu neytt lakkríss í langan tíma og í ljós kom að renín-aldósterón kerfið var bælt á meðan neyslan stóð yfir, en eðlileg starfsemi komst á tveimur til fjórum mánuðum eftir að lakkrísneyslu var hætt (1). í rannsókn á sjötugum karlmanni sem hafði neytt lakkríss reglulega í fjögur til fimm ár reyndist hið óvirkjaða renín- angíótensínkerfi vera bælt í nærri fjóra mánuði eftir að lakkrísáti var hætt. Þessi langvarandi bælingaráhrif líkjast mikið þeim áhrifum sem verða við fjaríægingu á aldósterónframleiðandi kirtilæxli, sem framkallar svipað ástand af langvarandi umframmagni saltstera. Fyrir rannsóknina var kalíum- og spírónólaktónmeðferð sjúklingsins viðeigandi þar sem hann hafði þá lakkrísorsakaða ofgnótt saltstera sem sennilega viðhélt renín-angíótensínkerfinu í lítilli starfsemi. Þegar spírónólaktón- og kalíummeðferðinni var haldið áfram án lakkríss urðu hins vegar áhrif spírónólaktóns á renín-angíótensínkerfið mótstöðulaus og leiddu til örvunar sem sýndi að kerfið gat svarað kröftugu áreiti. Hvort bein örvun með angíótensín II hefði framkallað svona svar er óvíst. I umræddum sjúklingi hélst renínvirknin í plasma lág eftir útskrift og fyrir neðan normalgildi í fjóra mánuði, sem sýndi fram á bælingu. Þessi niðurstaða var studd af hinu lága aldósteróngildi í þvagi á þessum tíma (1). 11 /3-liydroxysteroid deltydrogenasi (11 (3- OH dehydrog.): Nýjustu rannsóknir benda til að verkun lakkríss sé fólgin í blokkun á kortísól-oxidasa sem er hluti af 11 /3-OH dehýdrógenasakerfinu sem snýr kortísól í kortísón. Því verði uppsöfnun á kortísól í nýrunum en það hefur sömu sækni í saltsteraviðtakana og aldósterón. Kortísón hefur hins vegar mun minni sækni í þá. Umfang þessarar blokkunar er svo unnt að mæla með því að mæla hlutfall niðurbrotsefna kortísóns miðað við niðurbrotsefni kortísóls í þvagi. Við lakkrísát er magn kortísóls í blóði eðlilegt svo og heiladingulsnýrnaöxullinn þó að helmingunartími kortísóls sé lengdur (1). Það sem staðfestir að lakkrís bælir eðlilegt niðurbrot kortísóls er að í fyrsta lagi verður aukinn útskilnaður kortísóls (1,6), í öðru lagi mælist aukið magn óbundinna niðurbrotsefna kortísóls í hlutfalli við heildarniðurbrotsefni kortísóls í þvagi (1) og í þriðja lagi mælist minna þvaghlutfall af niðurbrotsefnum kortísóns miðað við niðurbrotsefni kortísóls (1). I áðurnefndri rannsókn á sjötugum karlmanni sem hafði borðað lakkrís reglulega í fjögur til fimm ár reyndist hann hafa auk bælingar á renín-angíótensínkerfinu, bælda 11 /?-OH dehýdrógenasavirkni sem ásamt mörgum elektrólýtatruflunum héldu áfram í nærri tvær vikur eftir að lakkrísáti var hætt. Útskilnaður hans á lakkríssýru minnkaði hægt á þessum sömu tveimur vikum. Þannig að hin langvarandi bæling á virkni 1 1 (3-OH dehýdrógenasa virtist vera vegna áframhaldandi verkunar lakknssýru, því eftir því sem lakkríssýra féll í þvagi minnkaði bæling á virkni 11 /3-OH dehýdrógenasa (1). Þessar niðurstöður undirstrika það að hraði bata er mismunandi í tveimur enzýmkerfum sem bælast með langtímaneyslu lakkríss. Virkni 11 /?-OH dehýdrógenasa var bæld í tvær vikur eftir að lakkrísáti lauk. Öfugt við þetta hélst virkni renín-angíótensínkerfisins lág í nokkra mánuði eftir að lakkrísáti var hætt. Þessi langvarandi bæling á renín- angíótensínkerfinu sýnir fram á mátt lakkríseitrunar og undirstrikar mikilvægi þess að hafa lakkrís í huga og mögulega aðra þætti eða lyf sem hafa áhrif á virkni 11 (3-OH dehýdrógenasa sem orsök fyrir háþrýstingi með lág reníngildi (1). Lengi var talið að verkun lakkríss væri með bindingu lakkríssýru við saltsteraviðtakana. Það sem mælir hins vegar gegn þessu er að sækni lakkríssýru í þessa viðtaka er aðeins 0,01% af sækni aldósteróns í þá. Þar að auki hefur komið í ljós að lakkríssýra hefur ekki saltsteraáhrif í sjúklingum með Addisons sjúkdóm eða í rottum þar sem nýrnahetturnar hafa verið fjarlægðar nema kortísón eða hýdrókortísón sé gefið samtímis (1). Uppvinnsla: Við uppvinnslu á lakkrísorsökuðum háþrýstingi hefst nálgun

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.