Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 51 Enda þótt hægt sé að líta svo á, að grunnreglurnar í »Helsinki 11« hafi alhliða gildi, hlýtur óhjákvæmilega að vera mismunandi háttur hafður á við beitingu þeirra við mismunandi aðstæður. Þannig samþykkti Ráðherranefnd Evrópuráðsins í febrúar 1990 Ráðleggingar varðandi lœknisfrœðilegar rannsóknir á mönnum (11), sem ætlast er til að haft sé mið af, þegar unnið er að undirbúningi nýrrar löggjafar í aðildarríkjunum. VIRÐINGIN FYRIR MANNVERUNNI OG VELGERÐ VIÐ HANA Ekki er ástæða til þess að rekja efni þessara yfirlýsinga. Þær eru mjög samhljóða og með innbyrðis tilvísunum. Þær hafa verið birtar í ritinu Siðfrœði og siðamál lœkna, sem Iðunn gaf út á síðasta ári. Hins vegar mun ég geta um fjórar siðfræðilegar meginreglur, sem eru í alþjóðlegum leiðbeiningum CIOMS um faraldsfræðilegar rannsóknir frá 1991 (12). * Þar er fyrst talin meginregla um virðingu fyrir mannverunni - persónunni eins og það er orðað. Undir hana heyra tvær aðrar þýðingarmiklar meginreglur. a) Sú fyrri er um sjálfsforræði: Þeim sem eru færir um að ráða eigin málum, skal gert kleift að halda fullri reisn og þar með, að viðkvæmum persónulegum upplýsingum skuli haldið leyndum. Þátttakendur í tilraun skulu fá skýrar og skilmerkilegar upplýsingar og samþykki þeirra skal byggt á vitneskju. Samþykkið skal vera frjálst, skýlaust og ótvírætt. Þeir skulu einnig geta hætt þátttöku í tilrauninni hvenær sem er. b) Sú seinni felur í sér, að þeir sem hafa takmarkað eða minnkað sjálfsforræði skulu sérstaklega vemdaðir gegn meinum og misnotkun. Þetta á við um börn, þroskahefta, fólk með geðkvilla og auk þess hópa, svo sem læknanema, hjúkrunarnema, og ýmsa aðra starfsmenn í heilbrigðisþjónustu og í lyfjaiðnaði, sem stöðu sinnar vegna eiga erfitt með að neita þátttöku. * Meginreglan um velgerð: Þeir sem taka þátt í læknisfræðilegum tilraunum búa við óvenju hagstæðar kringumstæður, að því leyti að þeir eru undir nákvæmu og samfelldu eftirliti hæfra rannsóknarmanna, sem eru vakandi yfir fyrstu teiknum óæskilegra verkana. Auk þess ber, að stuðla að sem mestum ábata fyrir hvern þann, sem þátt tekur. ... OG SVO ÓSKAÐSEMI OG RÉTTLÆTI GAGNVART MANNVERUNNI * Þriðja meginreglan er um óskaðsemi. Hún er náskyld þeirri sem næst fór á undan og þessar tvær meginreglur vegast á. Þannig er undanfari allra tilrauna á mönnum ítarlegur samanburður á fyrirsjánlegri áhættu sem þátttakanda er búin og þeim ábata sem ætla má að falli viðkomandi eða öðrum í skaut. I Helsinki II segir síðan: »Umhyggja fyrir hagsmunum viðkomandi manns verður ávallt að ríkja yfir þörfum vísindanna og samfélagsins« (9). * Síðust er talin meginreglan um réttlæti. Afar sjaldgæft er að þátttakendur skaðist vegna þátttöku í rannsókn. Komi slíkt hins vegar fyrir, á viðkomandi skýlausan rétt á aðstoð, sem myndi bæta tímabundna og varanlega örorku af hvaða tagi sem er. Beri dauða að höndum, skal greiða viðeigandi fébætur. Varðandi þá sem öðrum eru háðir, ber við gerð rannsóknaráætlunar að stefna að því, að sú þekking sem aflast, komi þeim þjóðfélagshópum til góða, sem þátttakendur eru fulltrúar fyrir og þar að auki ber að dreifa byrðunum, þannig að þeim sem verr standa, sé ekki mismunað hinum til hagsbóta (14). NÝRRI ÞEKKINGU FYLGJA NÝ VANDAMÁL Nú ber að hafa í huga, að fram að þessu hefir aðeins verið þörf á alþjóðlegum samþykktum um vernd persónunnar, mannverunnar sem nýtur réttinda og á þar með aðild að siðrænu samfélagi. Má se^ja, að allvel sé fyrir hlutum séð á því sviði. Á síðustu árum hafa hins vegar framfarir í lífvísindum og læknisfræði opnað nýja möguleika í vísindarannsóknum, svo og í greiningu og meðferð sjúkdóma og með glasafrjóvgunartækninni hefir maðurinn fundið leið til íhlutunar í og stjórnunar mannlegs lífs á frumstigum þess. Nægir í þessu sambandi að nefna erfðatækni, sem felst í því að raðtengja með tilgerðum ráðum genefni frá lifandi verum (13) og svo forburðarerfðaskimun, sem beitt er til að bera kennsl á einstaklinga, sem gætu átt á hættu að flytja erfðagalla til afkomenda sinna (14). Nú hefir verið staðhæft, að réttur til lífs og réttur til mannlegrar reisnar, þeirra sem njóta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.