Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 10
52 LÆKNABLAÐIÐ Mynd 1. Ferill fangs frá getnaði til fœðingar. verndar Evrópusáttmálans um mannréttindi, feli í sér rétt til þess að erfa genamynstur, sem ekki hefir verið breytt með tilgerðum ráðum. Viðurkenning á þessum rétti má þó ekki standa í vegi fyrir beitingu erfðatækni í meðferðarskyni, en genefnameðferð felur í sér mikil fyrirheit um meðferð og útrýmingu vissra sjúkdónta, sem ganga að erfðum (13). Menn hafa ekki ennþá komið sér saman um það, hver séu mörk lögmæts rannsóknasviðs á skeiðinu milli frjóvgunar og fæðingar. Með hliðsjón af þróun rannsókna, sem tengjast erfðatækninni, verða vísindasamfélagið, læknasamtökin, iðnaðurinn, stjórnvöld og almenningur að veita viðeigandi leiðsögn, að því er varðar reglur urn þessar rannsóknir (15). FERILL FANGS FRÁ FRJÓVGUN TIL FÆÐINGAR Til þess að auðvelda áheyrendum að átta sig betur á þeim vandamálum, sem við er að glíma, mun ég nefna nokkra áfanga á leið fangs frá frjóvgun til fæðingar. Rifjum því upp fáein atriði úr fósturfræðinni eins og þeim er lýst í kennslubókinni (16): Á mynd I eru sýnd þrjú skeið, sem mannlegt fang er talið ganga í gegnum: Fyrst er skeið for-fósturvísisins (pre-embryo), sem stendur í hálfan mánuð og þá tekur við skeið fósturvísisins (embryo), sem hefst í byrjun þriðju viku frá getnaði og stendur í sex vikur. Síðast er svo sjö mánaða skeið þroska og vaxtar fósturs (fetus). Á inynd II hafa verið skráðir helztu atburðirnir á for-fósturvísisskeiðinu: Við frjóvgun renna saman eggfruma (ovum) og sæðisfruma (spermatozoon) og úr verður okfruma (zygote). Hún skiptir sér aftur og aftur og á fjórða degi hefir myndast þyrpill (morula) með átta til sextán frumum. Næst kemur innri frumumassi, sem verður upphaf fósturvísisins og ytri frumumassi, sem myndar fylgjuna og fylgjulíffærin. Síðan myndast kímill (blastula), sem byrjar að hreiðra sig í legslímunni. Að lokum fer innri frumumassinn að skipa sér í tvö lög, fósturvísisþynnuna, og á 15. til 18. degi frá getnaði er þessu skeiði lokið. Mannlegt líf þróast að sjálfsögðu í samfelldu föstu mynstri frá frjóvgun eggfrumunnar (13) og sú þrepun sem lýst var, er því handahófsskipting, gerð til að þjóna hagnýtum þörfum klínískrar fósturfræði. HVERNIG NORÐMENN OG BRETAR HAFA BRUGÐIZT VIÐ Nú má líta á það, hvernig tvær nágrannaþjóðir okkar hafa notað sitt hvora skiptinguna, til þess að setja reglur um meðferð á frjóvguðum eggjum og á fósturvísum. Viðhorf Norðmanna reynast býsna einföld. Fyrstu fjórtán dagana er talað um að menn séu að fást við frjóvguð egg og síðan kemur fósturskeiðið. Meirihluti nefndar, sem fjallaði urn málið undir forsæti Julie Skjæraasen, komst að þeirri niðurstöðu, að mælt skuli með því, að núgildandi bann við tilraunum á frjóvguðum eggjum standi áfram (17).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.