Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 40
82 LÆKNABLAÐIÐ * Meðferð með blóðþynningarlyfjum. - Aðrir lífshættulegir sjúkdómar. - Fyrri þátttaka í rannsókninni. Nákvæmum upplýsingum var safnað af læknum og hjúkrunarfólki hjartadeilda Borgarspítala, Fjórðungssjúkrahússins Akureyri, Landakotsspítala og Landspftala 18. febrúar til 25. ágúst 1989 um þá sjúklinga sem uppfylltu skilmerki rannsóknarinnar. Jafnframt var haldin skrá yfir alla sjúklinga, sem lögðust inn á sjúkrahúsin fjögur, með sterkan klínískan grun um bráða kransæðastíflu en voru ekki teknir inn í alþjóðlegu rannsóknina. í rannsókninni, sem hér er fjallað um, eru þátttakendur bæði þeir sem fengu inngöngu í alþjóðlegu rannsóknina og hinir sem hafnað var en þóttu hafa bráða kransæðastíflu. Skráð voru aldur, kyn og ástæða þess að segaleysandi meðferð var ekki beitt, einnig voru könnuð tengsl meðferðar við kynferði og vistun á sjúkrahúsunum fjórum. Við tölfræðiútreikninga á meðferðarmun milli kynja var aldursstaðlað í hópana yngri en 60 ára, 60 til 69 ára, 70 til 79 ára og 80 ára og eldri. Beitt var Mantel-Haenzel aðferð við útreikninga og aldursstöðlun. Borin var saman meðferð á sjúkrahúsunum fjórum með »log- linear« líkönum, með og án aldursstöðlunar. NIÐURSTÖÐUR Sjúklingar í rannsókninni voru 175, 122 karlar og 53 konur (tafla). Aldur þeirra var 25 til 100 ár, meðalaldur 67 ár. Segaleysandi meðferð fengu 45 (25,7%) en 130 ekki (74,3%). Segaleysandi meðferð var ekki beitt vegna frábendinga í 33% tilvika, vegna óvissrar greiningar í 28,5% og vegna of langs tíma frá einkennum til komu á sjúkrahús í 38,5% (mynd 1). Allir sjúklingarnir að undanskildum einum höfðu bráða kransæðastíflu samkvæmt mælingum hvata (kreatínkínasa) eða niðurstöðu krufninga. Einn sjúklingur hafði gollurshússbólgu, en hann var við komu talinn með bráða kransæðastíflu, var tekinn inn í erlendu rannsóknina og fékk segaleysandi meðferð. Þannig reyndust allir sjúklingarnir sem ekki fengu segaleysandi meðferð vegna óvissrar greiningar hafa bráða kransæðastíflu. Karlar voru 69,7% og konur 30,3%. Af þeim sem fengu segaleysandi meðferð voru karlar Table. Cliaracteristics of the patients and therapy. Men Women Total n (%) n (%) n (%) All patients ... 122 (69.7)53 (30.3)175 Confirmed myocardial infarction ... 121 53 174 Age (years) ... 29-100 25-99 25-100 Mean age (years) 65 72 67 Received thrombolytic therapy...... 35 (28.7)10 (18.9) 45 (25.7) No thrombolytic therapy...... 87 (71.3)43 (81.1)130 (74.3) Figurc 1. Reasons for not administering thrombolytic therapy. No. of patients □ Thrombolytic therapy I No thrombolytic therapy Figure 2. Thrombolytic therapy in relation lo age.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.