Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 55-63
55
Matthías Kjeld, Sigríður Þorfinnsdóttir, Marcella Iniguez
FITUR OG APÓLÍPÓPRÓTÍN A-l OG
APÓLÍPÓPRÓTÍN B: BLÓÐSTYRKUR ÞEIRRA
OG TENGSL í HEILBRIGÐUM ÍSLENDINGUM
ÁGRIP
Aðferðir til að mæla apólípóprótín A-
I (apo A-I) og apólípóprótín B (apo B)
voru kannaðar og síðan notaðar til þess að
mæla þessi apólípóprótín í 230 heilbrigðum
Islendingum, 118 körlum og 112 konum, á
aldrinum 18 til 85 ára á Reykjavíkursvæðinu.
Auk þess mældum við þríglýceríða, kólesteról
og HDL-kólesteról, mátum LDL-kólesteról
með Friedewald aðferðinni og könnuðum
styrk og samsvörun (correlation) einstakra
þátta í konum og körlum. Apólípóprótín
aðferðirnar reyndust markvísar og bar vel
saman við aðkeypt stýrisýni. Sermisstyrkur
apo A-I og HDL-kólesteróls var marktækt
hærri í konum en körlum, en annars var
ekki kynjamunur á mældum efnum. Mældar
fitur og fituþættir svo og apólípóprótínin
samsvöruðu öll aldri marktækt í körlum og
einnig í konum nema HDL-kólesteról og apo
A-I. Ein önnur rannsókn hefur verið gerð
á sermisstyrk apo A-I og apo B hérlendis
og reyndist meðalstyrkur apo A-I hærri
(10%) og apo B lægri (20-25%) í okkar
rannsókn. Einnig fundum við marktækt hærri
gildi fyrir HDL-kóIesteról í okkar hópi.
Olíkar mælingaraðferðir og ólíkir hópar
valda líklega mismun. Þegar meðalstyrkur
apólípóprótínanna og hlutfallið apo A-I/apo B
í sermi fyrir okkar hóp voru borin saman við
niðurstöður, sem birtar hafa verið síðastliðin
16 ár frá ýmsum stöðum með mismunandi
aðferðum, reyndust þau vera meðal þeirra
hærri.
INNGANGUR
Á síðustu áratugum hafa æðasjúkdómar verið
ein helsta dánarorsök manna í vestrænum
iðnaðarþjóðfélögum. Ekki er þekkt nein
ein orsök fyrir þessu en úr umfangsmiklum
Frá Rannsóknarstofunni í Domus Medica og rannsókn sex
- rannsóknastofu Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti:
Matthias Kjeld, rannsóknastofu Landspítalans, 101
Reykjavík.
rannsóknum hafa komið niðurstöður, sem
benda til ýmissa áhættuþátta. í stuttu máli
mætti segja að þættir þessir séu í aðalatriðum
tvenns konar: 1. Oumbreytanlegir og 2.
umbreytanlegir (1). í fyrri flokknum eru
kyn, aldur og ætterni, en í þann seinni koma
þættir, sem vega þungt eins og til dæmis
háþrýstingur, reykingar og hækkað kólesteról
og þríglýceríðar í blóði. Kólesterólstyrkurinn
einn segir hins vegar ekki alla söguna, því að
lækkaður styrkur HDL- kólesteróls (HDL-C)
er einnig sterkur, óháður, áhættuþáttur (2).
Þetta hafði komið í ljós laust eftir 1950 (3), en
var ekki veitt veruleg athygli fyrr en á áttunda
áratugnum, þegar menn fundu ætt, sem hafði
hækkað HDL-C (4).
Eftir að aðferðir komu fram til að mæla styrk
einstakra apólípóprótína í blóði hafa athuganir
þótt benda til að styrkur þeirra gefi meiri
upplýsingar um áhættu en styrkur kólesteróls
eða kólesteról-þátta eins og HDL-C og LDL-
kólesteróls (LDL-C) (5-12).
Á síðustu árum hafa komið fram áhrifamikil
lyf, sem lækka kólesterólstyrk í blóði án
teljandi aukaverkana, og má sérstaklega
nefna svokallaða HMG-CoA afoxara hemjara
(3-hydroxy -3-methylglutaryl-coenzyme A
reductase inhibitors). Er nú mögulegt að
meðhöndla þennan áhættuþátt með árangri
með breyttu mataræði og jafnvel ná áorðnum
breytingum til baka með framangreindum
lyfjum (13).
Framangreind þróun hefur leitt til aukinnar
eftirspurnar eftir fitu- og fituprótínmælingum
og jafnframt hefur vaxið nauðsyn þess, að
mælingarnar séu markvísar (precise) og
nákvæmar (accurate). Erfitt er hins vegar að
segja til um hver ættu að vera viðmiðunargildi
þessara efna meðal mismunandi þjóða
sem búa við gjörólíka lifnaðarhætti (1). Á
Vesturlöndum er talið að kólesterólstyrkur í
blóði fólks sé of hár og ætti að miða við að fá
hann niður, hafa verið gefnar út leiðbeiningar