Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 65-9 65 Guðmundur Þorgeirsson LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS 75 ÁRA: HVERS VEGNA GRUNNRANNSÓKNIR í LÆKNISFRÆÐI Á ÍSLANDI? Hátíðarerindi flutt í Odda 6. desember 1992* Á merkum tímamótum í sögu Læknafélags Islands er okkur skylt að minnast þess að íslenskir læknar búa við arfleifð frá brautryðjendunr stéttarinnar, sem brýnir til dáða á sviði rannsókna og fræða og gerir kvartanir á okkar öld um aðstöðuleysi og kröggur að hálfgerðu voli og víli. Bjarni Pálsson var orðinn kunnur náttúrufræðingur áður en hann lauk læknisnámi og var enn læknanemi þegar hann lagði sinn skerf til Ferðabókar sinnar og Eggerts Olafssonar, sem um langt skeið var höfuðrit um ísland og Islendinga, náttúru landsins og hagi landsmanna. Sveinn Pálsson þjónaði Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum, og var á stundunr sóttur til sjúkra í Reykjavík, þótt hann sæti í Vík. I Ferðabók hans segir: »FIann varð að róa sér vertíðarhlut á Grund undir Eyjafjöllum hvern vetur, þótt oft yrði stopull vegna sjúklinga aðkalls.« Sveinn varð fyrstur til þess í heiminum að lýsa heymæði, eða heysótt eins og hann nefndi hana með öllu nákvæmara orði. Hann stundaði rannsóknir í grasafræði, dýrafræði og veðurfræði íslands og þótt ekki sé ég um það dómbær skilst mér að hann hafi verið einn fremstur jarðfræðingur sinnar samtíðar í Evrópu. í frístundum var hann afkastamikill ævisöguritari eins og fram kemur í erfiljóði Bjama Thorarensen: Bautastein Bjarna þú reistir / og bautastein Jóni. GRUNNRANNSÓKNIR - NYTJARANNSÓKNIR I menntun, lífi og starfi þessara tveggja íslensku lækna sem áttu sinn starfsdag þegar efnahagslegt gengi og lífskjör þjóðarinnar voru hvað lökust var læknisfræðin einn þáttur 'Aö hluta byggt á erindi, sem höfundur flutti á ráðstefnu Vísíndafélags Islendinga 1987, og birtist í ráðstefnuriti félagsins, Grunnrannsóknir á íslandi (1988). í ástundun náttúrufræða í víðtækum skilningi. Vangaveltur um það, hvort þeir væru að stunda grunnrannsóknir eða nytjarannsóknir virðast hvorki hafa truflað nætursvefn þeirra né drjúg dagsverk. Þótt læknar nú á dögum leiti sér ekki rannsóknarefna eins víða í heimi náttúrurvísinda og þeir gerðu, virðist óvíða jafn erfitt og ef til vill fánýtt að draga glögg skil milli grunnrannsókna og nytjarannsókna og í læknisfræði. Viðfangsefni greinarinnar eru sjúkdómar og sjúkir einstaklingar. Hún beitir öllum tiltækum ráðum til að greina, lækna eða hamla sjúkdómum, sem skilgreina má sem truflaða framu-, vefja- eða líffærastarfsemi. í þessu skyni gengur hún í smiðju fjölmargra fræðigreina, alls konar lífvísinda og telst oft til þeirra, en einnig til annarra raunvísinda, tæknivísinda, sálarfræði og félagsvísinda. Leiðarstef í þessari fjölbreytni er hagnýting í þágu heilbrigði eða líknar sjúkum. Hvernig ber þá að marka grunnrannsóknum stað innan læknisfræði? Geta einhver fræðistörf innan svo hagnýtra fræða talist til grunnrannsókna? Ef svo er, hvernig ber að skilgreina fyrirbærið þannig að umræða uin það fái einhverja merkingu? Ef til vill verður sérstöku eðli grunnrannsókna best lýst með tilvitnun í kunnan andstæðing slíkra rannsókna. Charles E. Wilson var stjórnarformaður General Motors og varnarmálaráðherra í stjórn Eisenhowers frá 1953 til 1957. Eftir honum eru höfð þessi orð: »Sama er mér hvað gerir grasið grænt.« Andstætt þessu sjónarmiði leita grunnrannsóknir skilnings á veruleikanum skilningsins vegna. Þótt reynslan sýni að slíkur skilningur verði fyrr en varir hagnýtur, þá er hagnýtingin ekki á dagskrá þegar grunnvísindamenn spyrja sinna spurninga. Grunnrannsóknir í læknisfræði leita skilnings á sjúkdómum sem líffræðilegum fyrirbærum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.