Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 79 Tafla III. Frábendingar við notkun segaleysandi efna. Saga um blæðingu í heila eða meltingarvegi síðustu tvo mánuði. Mikill áverki eða skurðaðgerð innan 10 daga. Meðferð með blóðþynningarlyfjum (dicoumarol, warfarin). Langvinnt hjartahnoð. Mikill háþrýstingur (>200/110). Meðganga. activator (Actilyse). Þriðja lyfið, anistreplasi (Eminase) mun verða fáanlegt innan tíðar (tafla II). Streptókinasi er unninn úr beta- hemólýtískum streptókokkum og getur því valdið ofnæmi. Plasminogen activator er framleiddur af frumum með breytta erfðaeiginleika og er því eins og í líkama manna. Anistreplasi er samband beggja áðurnefndu lyfjanna og er því hugsanlega ofnæniisvekjandi. Streptókinasi og anistreplasi hafa áhrif á marga aðra storkuþætti en plasminogen og hindra því storknun blóðs. Frábendingar gegn segalosandi lyfjum eru taldar upp í töflu III. Ohætt er að leggja á það áherslu að allir sjúklingar með bráða kransæðastíflu eiga að fara á sjúkrahús. Gjöf aspiríns, segalosandi lyfja og í mörgum tilvikum betablokka, ACE hamla og blóðþynningarlyfja bætir horfur þeirra. Verið er að rannsaka áhrif nítrata og magnesíums. Vænta má þess að hlutverk kransæðavíkkunar og hjáæðaaðgerðar, þegar segalosun tekst ekki, skýrist með frekari rannsóknum. Öll þessi margþætta meðferð er flókin og sérhæfð og á að fara fram á sjúkrahúsi. Hlutverk heilsugæslulækna í þéttbýli og dreifbýli er bæði að reka áróður hjá almenningi fyrir því að láta undireins vita af dæmigerðum verk í brjósti og að sjá til þess að árangursrík meðferð hefjist skjótt. Árni Kristinsson lyflœkningadeild Landspítcilans Háskóla Islands HEIMILDIR 1. Þórðarson O, Baldvinsson E. Kransæðastífla. Læknablaðið 1969; 55: 201-18. 2. Amar DO, Sigvaldason H, Pétursson MK. Dánarhlutfall sjúklinga með bráða kransæðastíflu á hjartadeild Landspítalans 1971-1991. Læknablaðið 1992; 78; Fylgirit 21: 31. 3. ISIS-2 colloborative group: Randomized trial of intravenous streptokinase, oral aspirin, both or neither among 17187 cases of suspected acute myocardial infarction: ISIS-2, Lancet 1988; vol. II: 349-60. 4. Kannel WB, Sorlie P, McNamara P. Prognosis after initial myocardial infarction. The Framingham Study. Am J Cardiol 1979; 44: 53-9. 5. Voth E, Tebbe U, Schicha H, Neuhaus KL, Schröder R, The ISAM Study Group. Intravenous streptokinase in acute myocardial infarction (ISAM) trial: Serial evaluation of left ventricular function up to 3 years after infarction estimated by radionuclide ventriculography. JACC 1991; 18: 1610-6. 6. GREAT: Grampian Early Anistreplase Trial. Obirt. 7. Olafsson G, Kristinsson A. Bráð kransæðastífla og segaleysandi meðferð á Islandi. Læknablaðið 1993; 79: 81-5.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.