Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 11
LÆKNAB LAÐIÐ 53 Réttlætingin er ekki langt undan, því að í skýrslunni er einnig greint frá því áliti þjóðþingsins norska, að ekki beri nauðsyn til, að rannsaka allt sem rannsakað verði. Segja má að tilefni brezku laganna, Human Fertilization and Embryology Act, frá 1990, sé það að árið 1978 fæddist stúlkubarnið Louise Brown, fyrsta glasabamið í heiminum. Lögin taka mið af niðurstöðum nefndar sem Dame Mary Warnock var í forsæti fyrir. Um fósturvísinn segir í Warnock-skýrslunni: »Heitið fósturvísir hefir verið skilgreint á ýmsa vegu, þegar ntenn fjalla um fósturfræði mannsins, en við höfum miðað við það þegar saman koma eggfruma og sáðfruma við frjóvgun. Við lítum svo á að fósturvísisskeiðið sé í sex vikur frá frjóvgun talið ...« (18). Hér er ekkert tímabil kennt við frjóvguð egg, aðeins fósturvísisskeið, sem stendur fjörutíu og tvo fyrstu dagana. Um niðurstöðu Warnock-nefndarinnar segja tveir brezkir lögmenn, Morgan og Lee, að nefndin hefir valið sem kennileiti ntyndun frumlínunnar - linea primitiva, upphaf taugakerfis mannsins, til þess að greina að mögulega mannveru og sameindamassa (19). ATHAFNAFRELSI VERÐUR EKKI TAKMARKAÐ AF HANDAHÓFI Handahófsskiptingin í báðum þessum tilvikum á rætur í því, að á einhvern hátt verður að sameina þarfir iðnaðar og vísinda annars vegar og á hinn bóginn hvað almenningur og stjómmálamenn telja að sé siðferðilega við hæfi. Erum við þá komin að því, hvað siðfræði og vísindi eru nátengd menningunni. Frelsi til vísindalegra rannsókna er grunngildi í samfélagi okkar og raunar skilyrði þess að við getum aðlagað okkur breyttu umhverfi. Þá gildir það einnig, að reglur verða að miðast við kröfur samtímans, því sé frelsið takmarkað um of, finna menn sér í skyndi griðland handan landamæranna. Vísindi og tækni og þó sérstaklega læknavísindi og líftækni munu halda áfram að taka framförum og þróast sem tjáning mannlegs sköpunarmáttar. Frelsi til vísindaiðkunar verður því ekki takmarkað af handahófi. Skorðurnar verða aðeins settar á gmnni faglegra, lagalegra, siðfræðilegra, ntenningarlegra og félagslegra meginreglna um varðveizlu mannréttinda og reisnar mannsins sem einstaklings og félagsveru (20). HEIMILDIR 1. Encyclopedia of Bioethics. Reich WT ed. New York, NY: The Free Press, 1978: 1 18, xix. 2. Islensk orðabók handa skólum og almenningi. Arni Böðvarsson ritstjóri, Önnur útgáfa, aukin og bætt. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1988. 3. Merton R K. Science and Technology in a Democralic Order. J of Legal Pol Soc I (1942): 115- 26. Endurprentað í: Social Theory and Social Structure. Glencoe, III.: Free Press 1957: 550-61. 4. Wulff H R, Petersen S A, Rosenberg R. Heimspeki læknisfræðinnar - kynning. Reykjavík: Iðunn, 1991. 5. Kuhn T S. The Structure of Scientific Revolutions. 2nd ed., enlarged. Chicago: University of Chicago Press, 1970. 6. Editor’s Choice: Stop dicovering and start implementing? Br Med J 1992; 305: Contents 14 November 1992. 7. Edilor’s Choice: What we know and don't know. Br Med J 1992; 305: Contents 3 October 1992. 8. Chalmers I, Dickersin K, Chalmers TC. Editorial: Getting to grips with Archie Cochrane’s agenda. All randomised trials should be registered and reported. Br Med J 1992; 305: 786-7. 9. Helsinkiyfirlýsingin: Ráðleggingar til leiðbeiningar fyrir lækna varðandi læknisfræðirannsóknir á mönnum. Samþykkt á átjánda Heimsþingi lækna í Helsínkí í júní 1964, breytt á tuttugasta og níunda þinginu í Tókíó í október 1975, á þrítugasta og fimmta þinginu í Feneyjum í október 1983 og á fertugasta og fyrsta þinginu í Hong Kong í september 1989. Sjá Siðfræði og siðamál lækna. Reykjavfk: Iðunn, 1991. 10. Drög að alþjóðlegum ráðleggingum varðandi læknisfræðirannsóknir á mönnum. Sameiginlegt verkefni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Organization) og Ráðsins fyrir Alþjóðleg samtök um læknavísindi: CIOMS (Council for International Organization of Medical Sciences). Geneva: CIOMS 1982. Sjá Siðfræði og siðamál lækna. Reykjavík: Iðunn, 1991. 11. Ráðleggingar Ráðherranefndar Evrópuráðsins Nr. R. (90) 3 til aðildarríkjanna varðandi læknisfræðirannsóknir á mönnum. Samþykktar af Ráðherranefndinni 6. febrúar 1990 á 433. fundi aðstoðarmanna ráðherranna. Sjá Siðfræði og siðamál lækna. Reykjavík: Iðunn, 1991. 12. Intemational Guidelines for Ethical Review of Epidemiological Studies. Geneva: CIOMS, 1991. 13. Ráðleggingar Ráðgjafarþings Evrópuráðsins 934 (1982) varðandi erfðatækni. Samþykktar 26. janúar 1982. Sjá Siðfræði og siðamál Iækna. Reykjavík: Iðunn, 1991. 14. Ráðleggingar Ráðherranefndar Evrópuráðsins Nr. R (90) 13 til aðildarríkjanna varðandi forburðarerfðaskimun, forburðarerfðagreiningu og erfðaráðgjöf þeim tengda. Samþykkt af Ráðherranefndinni 21. júní 1990 á 442. fundi aðstoðarmanna ráðherranna. Sjá Læknablaðið - Fréttabréf lækna 1991; 9(10): 19-22. 15. Alþjóðafélag lækna: Yfirlýsing um erfðaráðgjöf og erfðaskimun. Samþykkt á þrítugasta og níunda Alþjóðaþingi lækna í Madrid í október 1987. Sjá Læknablaðið - Fréttabréf lækna 1991; 9(10): 23-4.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.