Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 24
66 LÆKNABLAÐIÐ án þess að vera neitt sérstaklega á móti þeim eða taka að öðru leyti afstöðu til þeirra. ER ÞÖRF FYRIR GRUNNRANNSÓKNIR í LÆKNISFRÆÐI Á ÍSLANDI? Ekki þarf að hafa mörg orð um hin almennu rök fyrir ástundun grunnrannsókna í læknisfræði. Nauðsyn nýrrar eða aukinnar þekkingar virðist augljós meðan fólk þjáist og deyr úr ólæknandi sjúkdómum. Spurningin snýst miklu frekar um, hvort ástæða og raunhæfir möguleikar séu til að stunda slíkar rannsóknir á Islandi. Ég get þó ekki stillt mig um að greina hér frá mjög þekktri könnun, sem bandarísku læknarnir Comroe og Dripps gerðu á því, hvernig staðið hafði verið að mikilvægum uppgötvunum í hjarta-, æða- og lungnasjúkdómum. Þeir spurðu spurningarinnar: Hver var aðdragandi þess að tiltekin framfaraspor voru stigin? Þeir komust að þeirri niðurstöðu að 41% þeirra rannsókna, sem sköpum skiptu fyrir þessi mikilvægu framfaraspor, hafi ekki haft neitt samband, ekki einu sinni hugrenningatengsl, við þá sjúkdóma sem þær seinna lögðu til þekkingu til að fyrirbyggja, greina eða lækna. Sem dæmi um spurningu sem leiddi til mjög hagnýtra rannsókna var: Hvers vegita er himinninn blár? Breski eðlisfræðingurinn Tyndall sýndi fram á það með klassískum athugunum, að litur himinbogans stafar af fíngerðum ögnum í lofthjúpnum, sem við horfum í gegnum út í geimmyrkrið. Hann beitti síðan sömu tækni til að sýna fram á, að í lofti sem innihéldi engar agnir og dreifði því ekki ljósi, kviknuðu ekki bakteríur. Þannig renndi hann stoðum undir hugmyndir Pasteurs, sem ollu raunverulegri byltingu í líffræði og læknisfræði, að líf kviknaði ekki af sjálfu sér. Önnur afsprengi spurningarinnar um orsök himinblámans má nefna: Skilningur á hlutverki efri loftvega, mælingar á stærð veira í náttúrulegu ástandi og sveigjanlegur berkjuspegill. Comroe, annar þeirra höfunda sem hér var vitnað til, hefur einnig kannað nákvæmlega öll skref, sem leitt hafa til þeirrar gagngeru breytingar, sem orðið hefur á umönnun fyrirbura og hefur stórbætt horfur þeirra. Það þarf ekki að fjölyrða um það í þessum hópi, að ein helsta ógn þessara barna er öndunarbilun, vegna þess að vanþroskuð lungu þeirra framleiða ófullnægjandi Tafla. Mælingar á sameindastærð Rafskaut til mælinga á súrefni og koltvísýrlingi Mæling á þrýstingi í vélinda Rafeindasmásjá Efnafræði fitu - sundurgreiningartækni Uppruni fósturvökva Taugagas og öndunarlömun Sápuhimnur og sápukúlur Þyngdarlögmál og gangur himintungla Geislamerkt mótefni Rafleiðni um strekktan vír magn af sérstöku fosfólípíði, sem lækkar yíirborðsspennu og varnar því, að lungun, eða hlutar þeirra falli saman. í meðfylgjandi töflu er langur listi efnisatriða, sem í fljótu bragði virðast ekkert eiga sammerkt, en rannsóknir eða þróun á öllum þessum sviðum voru nauðsynlegir hlekkir í þeirri framfarakeðju, sem gerir nútímameðferð mögulega á öndunarörðugleikum barna, sem fæðast fyrir tímann. Af þessum athugunum verða þær ályktanir dregnar, að framfarir á rúmstokknum, það er framfarir í öllu því sem lýtur að greiningu og meðferð sjúkdóma, þarfnist margs konar rannsókna á mörgum sviðum; grunnrannsókna, skipulegra nytjarannsókna, tækniþróunar og svo framvegis. Þegar Comroe og Dripps reyndu að meta hvers konar rannsóknir leiddu til mestra framfara varð niðurstaðan sú, að grunnrannsóknir skiluðu ríkulegustum árangri, þótt aðeins væri lagt hagnýtt mat á árangurinn. Hér kemur fram sú þversögn, að því óhagnýtari sem rannsóknirnar voru í upphafi því hagnýtari hafi þær orðið þegar öll kurl voru komin til grafar. Ef þetta er orðað öðruvísi skilst ef til vill lærdómurinn í þversögninni: Því óháðari sem menn hafa verið skammtíma hagnýtingarsjónarmiðum því frjálsari hafa þeir verið að leita grundvallarskilnings. Ef slíkur grundvallarskilningur finnst er aðeins tímaspursmál hvenær hann er hagnýttur. Ég hygg að frekari rökstuðnings sé ekki þörf um almennt og raunverulega mjög hagnýtt gildi grunnrannsókna í læknisfræði. Spurningarnar sem að okkur snúa eru miklu fremur: Eiga Islendingar að verja fjármunum til grunnrannsókna í læknisfræði? Og sé svo, hvaða rannsókna? Ýmis rök má færa gegn því að skynsamlegt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.