Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 61 apo B 25% hærri hjá HV-rannsókninni. Líklegt er að þessi mismunur skýrist af mismunandi aðferðum og þá helst mismunandi stöðlum og öðrum mótefnum. Þetta mætti kanna en ekki koin fram í grein HV hvaða prófefni þeir notuðu. Þar sem meðalgildi apólípóprótínanna fyrir úrtakshópana í þessum tveimur rannsóknum eru hærri hjá HV fyrir annað lípóprótínið og lægri fyrir hitt er ólíklegt að mismunandi úrtakshópar geti skýrt þann mismun. Hins vegar fundum við einnig lítið eitt hærri meðalstyrk í sermi fyrir HDL- kólesteról en HV í báðum kynjum og einnig fyrir þríglýceríða í konum og kann til dæmis aldursmunur mismunandi úrtakshópa að valda þeim mun. Aftur á móti er ekki ólíklegt að mismunandi samsvörun sermisstyrks mældra efna innbyrðis svo og aldurs milli þessara tveggja rannsókna skýrist af vali hópanna, sem skoðaðir voru, en HV hópurinn var nokkru stærri og valinn í slembiúrtaki, þar sem okkar hópur var valinn nokkuð eftir hentugleikum og hefur líklega ekki eins jafna aldursdreifingu. Sú niðurstaða, sem helst vekur athygli vegna ósamræmis, er samsvörun apo A-I við aldur í konum og körlum. HV rannsóknin fann marktæka samsvörun milli aldurs og apo A-I í konum en við ekki. Við fundum hins vegar marktæka samsvörun milli aldurs og apo A-I í körlum, en HV ekki. Þegar meðalstyrkur apólípóprótínanna í rannsókn okkar voru borin saman við nokkur þeirra meðalgilda, sem birt hafa verið síðustu 15 árin frá mismunandi stöðum, kom í ljós furðu gott samræmi milli þeirra, ef tillit er tekið til þess, að mælingamar hafa verið að þróast á þessu tímabili (tafla IV). Meðaltölin úr íslensku hópunum tveim eru meðal hærri gildanna fyrir bæði apólípóprótínin, apo A-I og apo B. Apo B-styrkur í sermi hefur mjög marktæka fylgni við kólesterólstyrk og aldur í báðum kynjum. Apo A-I-styrkurinn fylgir ekki aldri að sama skapi og apo B og í okkar niðurstöðum var ekki marktæk fylgni milli apo A-I og aldurs hjá konum. Þar sem apo A-I er aðal apólípóprótínið í HDL-C og apo B aðal apólípóprótínið í LDL-C (14) og styrkir HDL-C og LDL-C í sermi hafa gagnstæð áhrif á forspár um æðasjúkdóma, mætti hugsa sér að hlutfallið milli apo A-I og apo B gæfi næmari forspá eða vísbendingu en apólípóprótínin hvort um sig. Hlutfallið hefur verið kannað sem áhættuþáttur (8) og reyndist mjög marktækt sem slíkt (p<0,001) og næmara en apólípóprótínin hvort um sig. Þegar hlutfallið apo A-I/apo B var komið niður í 1,2 fyrir karla og 1,3 fyrir konur eða lægra var kransæðasjúkdómur til staðar. Samsvarandi tengsl milli hlutfalls apolípóprótínanna og kransæðasjúkdóma má finna í öðrum greinum um þetta efni (11,7). Við könnuðum apo A-I/apo B hlutfallið í okkar hópi með tilliti til aldurs kvenna og karla. Það reyndist vera marktæk neikvæð fylgni við aldur í báðum kynjum og er þetta sýnt á mynd 4 fyrir karlana. Eins og vænta mátti er þetta hlutfall breytilegt eftir aðferðum og kemur það ljóslega fram í töflu IV þar sem hlutfallíð úr nokkrum greinum um apolípóprótín er borið saman. SUMMARY Methods for measuring serum apolipoproteins, apo A-I and apo B, have been tested and used for measuring the apolipoproteins in 230 healthy individuals, volunteers from various working places and one old peoples home, 118 men and 112 women, aged 18 to 85, from the Reykjavík area. Cholesterol, triglycerides, HDL-cholesterol and LDL-cholesterol were also measured and relation of levels studied. The methods turned out to be precise, 4.98% for apo A-I and 1.10 for apo B, and results compared favourably with assigned values of a control serum subjected to replicate measurements by the methods (Table I). Serum apo A-I and HDL-choIesterol were significantly higher in women than in men. Apo A-I correlated highly significantly (p<0.0001) with HDL-C, a little less with cholesterol in women and significantly with age in men but not in women. Apo B had a highly significant correlation with age, cholesterol, triglycerides and LDL-C, but none with apo A-I and HDL-C. The present study is the second one published on the serum levels of apo A-I and apo B in Icelanders. Apart from few inconsistencies the two studies compare well in general. The other, very recent, study was done through the Heart Association (Hjartavemd) and they used random sampling for their group selection whereas we used a non biased sampling method based on practicability. Their mean apo A-I levels were lower than ours in men and women (10%) and their mean apo B levels higher in men (25%) and women (20%). HDL-cholesterol, but not cholesterol and LDL cholesterol, levels were also found to be higher in our group. These differences

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.