Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 87-91
87
Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Jóhann Ragnarsson
HÁÞRÝSTINGUR AF VÖLDUM LAKKRÍSS
INNGANGUR
Það er vel þekkt að óhóflegt lakkrísát
getur leitt til natríum- og vökvasöfnunar,
hækkaðs blóðþrýstings, lækkunar á kalíum
og bælingar á renín-angíótensín kerfinu
(1). Þetta sjúkdómsástand líkist mjög
frumaldósterónheilkennum (primary
aldosteronism). Talið er nægjanlegt að borða
100-200 gr af lakkrís á dag í aðeins eina viku
til að fá frarn lækkun á kalíum í blóði og
bælingu á renínvirkni í plasma og blóðgildi
aldósteróns í heilbrigðu fólki (2,3).
Lengi var talið að lakkrís ylli þessu með
bindingu lakkríssýru (glycyrrhizic acid),
og vatnssækinna niðurbrotsefna hennar við
viðtaka saltstera (1). Nýlegar rannsóknir benda
hins vegar til að lakkrís komi í veg fyrir
áhrif kortísól-oxídasa, sem er hluti af 11 /3-
hýdróxýsteróíd dehýdrógenasa-kerfinu sem
snýr kortísól í kortísón (1,4).
Háþrýstingur af völdunt lakkríss er fremur
fátíður, en þar sem við höfum nýlega rekist
á tvö tilfelli þótti okkur ástæða til að vekja
athygli á þessum sjúkdómi.
SJÚKRATILFELLI I
Ung kona leitaði á slysadeild Borgarspítalans
vegna máttleysis í neðri útlimum. Þetta hafði
verið áberandi undanfarna tvo daga en er hún
vaknaði þennan morgun gat hún ekki stigið í
fæturna og við komu á slysadeild gekk hún
ekki óstudd.
Undanfarna mánuði hafði þetta máttleysi
farið vaxandi en auk þess hafði hún fundið
fyrir almennum slappleika. Síðustu tvo
rnánuði hafði hún svo haft strengi í lærum
framanverðum og rasskinnum.
Að öðru leyti hafði hún verið hraust og aldrei
legið á sjúkrahúsi.
Frá lyflækningadeild Borgarspítalans. Fyrirspurnir,
bréfaskipti: Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, lyflækningadeild
Borgarspítalans, 108 Reykjavík.
Skoðun: Hér var um að ræða háa
og grannvaxna 25 ára gamla konu.
Blóðþrýstingur mældist endurtekið 160/100
mmHg og púls 70/nn'n. Við taugaskoðun
var vægt minnkaður vöðvakraftur í efri
útlimum en áberandi kraftminnkun í neðri
útlimum aðallega lærvöðvum. Hún gat ekki
staðið óstudd. Sinaviðbrögð voru öll dauf og
hásinaviðbrögð voru ekki fyrir hendi. Húðskyn
var alls staðar eðlilegt, sem og skoðun að öðru
leyti.
Rannsóknir: Kalíum mældist mjög lágt eða
1,9 mmól/1, kreatínkínasi 1940 U/1 og renín <
l,5mIU. Blóðgös sýndu efnaskiptablóðlýtingu
(metabolic alkalosis) en að öðru leyti var
blóðhagur eðlilegur (tafla). Hjartalínurit sýndi
ST-lækkanir í öllum leiðslum og U-bylgju í
V2, V4.V5 og V6 (mynd).
Gangur og meðferð: I ljós kom að konan
borðaði um það bil 200-300 gr á dag af
svörtum lakkrís og tveimur dögum fyrir komu
hafði hún keypt 800 gr af slíkum lakkrís sem
hún neytti nánast ein. Hún neitaði uppköstum
og megrun.
Tafla. Helslu blóðgildi úr ofangreindum sjúkratilfellum.
Sjúkratilfelli I Sjúkratilfelli II
Við innlögn:
Blóðrauði 117-155 g/l 135 145
Natríum 137-147 mmól/l 143 138
Kalíum 3,6-5,0 mmól/l 1,9 2,8
Kalsíum 2,20-2,55 mmól/l 2,30 2,42
Kreatínín 44-110 míkrómól/l 59 88
Kreatín kínasi 26-123 U/l 1940 85
pH 7,36-7,44 7,50 7,49
Slagæða p02 80-100 mmHg 85 85
Fastandi Cortisól 198-711 nmól/l 270 387
Renín 10,5-77,0 mlU/l <1,5 2,2
Aldósterón < 470 pmól/l 97 126
Þ-Kalíum mmól/l 34 24
Þremur mánuðum síðar:
Renín 10,5-77,0 mlU/l 33 ekki mælt
Aldósterón < 470 pmól/l 167 139