Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 71-6 71 Kristinn Tómasson, Tómas Zoéga SJÁLFSVÍG OG ÖNNUR VOVEIFLEG MANNSLÁT Á ÍSLANDI 1951-1990 ÁGRIP Fjallað er um fjölda sjálfsvíga og annarra voveiflegra mannsláta á tímabilinu 1951- 1990 með tilliti til mannfjöldaþróunar. Við athugunina er notað staðlað dánarhlutfall. Á þessum tíma hafa ekki orðið marktækar breytingar á stöðluðu dánarhlutfalli vegna sjálfsvíga almennt. Hins vegar hefur staðlað dánarhlutfall vegna allra voveiflegra dauðsfalla lækkað meðal karla. Þetta má að mestu rekja til lækkunar staðlaðs dánarhlutfalls vegna annarra dauðaslysa en umferðarslysa. Tekur þetta ekki síst til ungra karla 15-24 ára gamalla þrátt fyrir að vart hafi orðið nokkurrar aukningar á sjálfsvígum í þessunt hópi. Vekur þetta spurningu um hvort breyting hafi orðið á fjölda óskráðra sjálfsvíga. Niðurstöðurnar benda til að verulegur árangur hafi náðst í slysavörnum og slysahjálp almennt séð, og eru þær hvatning til eflingar þeirra og nauðsynjar á geðverndarátaki í víðtækum skilningi. INNGANGUR Mikil umræða hefur orðið á síðustu árum meðal leikra og lærðra vegna frétta, sem birst hafa um vaxandi fjölda sjálfsvíga. Bent hefur verið á, að nærri láti að tvöföldun sé á sjálfsvígum 15-24 ára karla á síðastliðnum 20 árum og meira en tvöföldun meðal 65-74 ára karla (1). í annarri grein (2) er undirstrikað að um aukningu á sjálfsvígum 15-24 ára karla sé að ræða og að jafnframt hafi aukning orðið á sjálfsvígum 50-59 ára kvenna. Þessar athuganir taka þó til skamms tíma og þar sem sjálfsvíg eru sjaldgæf þá verða skekkjumörk víð sem gerir alla túlkun erfiða. Annars staðar á Norðurlöndum hefur orðið aukning á sjálfsvígum sem fyrst og fremst má rekja til aukinnar tíðni sjálfsvíga meðal ungra karla (3). Rannsóknir frá Bandaríkjunum (4) sýna að meðal hvítra jókst tíðni sjálfsvíga frá Frá geðdeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskriftir: Kristinn Tómasson, geðdeild Landspítalans, Landspítalinn, 101 Reykjavík. 1949 til 1974 sérstaklega hjá yngri hópum. Gagnstætt þessu sýndi athugun frá Englandi og Wales (5), að ekki hefði orðið nein breyting á tíðni sjálfsvíga karla og kvenna undir 40 ára aldri á tímabilinu 1921 til 1980. En meðal þeirra sem eldri voru hafði orðið hlutfallsleg fækkun sjálfsvíga. Þegar vart verður breytinga á fjölda sjálfsvíga, þarf að huga að nokkrum atriðuin (6). Þau eru: 1. breytingar á flokkun dauðsfalla sem leiða til breyttrar skráningar, 2. breytingar á því hversu vel áhættuhópar eru skilgreindir, 3. breytingar á aldursdreifingu þjóðarinnar sem gæti breytt heildartölum, þótt aldursstaðlaðar tölur séu óbreyttar, 4. breytingar vegna bættrar meðferðar, meiri árangurs forvarna eða betri greiningar, 5. breytingar á raunverulegum fjölda vegna breyttra umhverfis- eða lífshátta. í þessari grein verður fjallað um breytingar, sem hafa orðið á fjölda sjálfsvíga yngri og eldri karla, og breytingar á fjölda sjálfsvíga almennt. Við slíka athugun þarf að taka tillit til annarra voveiflegra dauðsfalla, og meta heildarþróun slíkra dauðsfalla og bera saman við sjálfsvíg. Slíkt gæti gefið hugmynd um, hvort breytingar hafi orðið á fjölda huldra eða óskráðra sjálfsvíga. Voveifleg mannslát eru öll mannslát vegna slysa, sjálfsvíga og morða eða óskýrðra orsaka sem gætu talist til þessara þriggja flokka. Sjálfsvíg og voveifleg mannslát eru fátíð og fylgja ekki normal dreifingu, heldur Poisson dreifingu, sem hefur önnur vikmörk (7). Taka þarf tillit til þess að verulegar breytingar hafa orðið á mannfjölda á síðastliðnum 40 árum. Þjóðinni hefur fjölgað mikið og jafnframt hefur aldurssamsetning hennar breyst. Til að meta dánartíðni á svo löngu tímabili, verður því að nota aðferð, sem leiðréttir með tilliti til breytinga á aldurssamsetningu. Sú aðferð, sem best er þekkt, er staðlað dánarhlutfall (standardized mortality ratio) (8). Staðallinn er notaður til þess að hægt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.