Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 6

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 6
218 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Ritstjórnargrein Nýtt Læknablað Læknablaðið og Fréttabréf lækna hafa nú verið sameinuð í eitt blað, Læknablaðið. Jafn- framt er blaðið nú sett, prentað og því dreift frá prentsmiðju á íslandi, en blaðið var áður unnið í Danmörku, í samvinnu við útgáfu danska læknablaðsins. Með þessu móti verður útgáfa blaðsins hagkvæmari og útkomutími reglu- legri. Fyrst um sinn mun blaðið koma mánað- arlega eins og verið hefur með Fréttabréfið en vel er hugsanlegt að síðar fjölgi eintökum á ári. Flutningur blaðsins heim þýðir aukna vinnu við gerð þess hér á landi og gæti komið í ljós að meiri mannafla þurfi við blaðið og verður tekin afstaða til þess þegar frekari reynsla hefur fengist af breytingunni. Litlar breytingar verða á skipan efnis í blað- inu frá því sem verið hefur. Efni eins og birst hefur áður í Læknablaðinu verður að jafnaði framar í blaðinu en efni eins og áður kom í Fréttabréfi. Efnisyfirlit birtist yfir allt efni á fyrstu síðum. Að öðru leyti verða ekki stór- tækar breytingar á hönnun blaðsins. Saman- burður á kostnaði við gerð Fréttabréfsins og Læknablaðsins sýndi á síðustu misserum að framleiðsla blaðsins yrði hagkvæmari hér á landi en í Danmörku. Því var leitað tilboða í prentun og frágang blaðsins og ákveðið að breyta sem minnst um útlit og skipan. Fjögur tilboð bárust og var ákveðið að taka því lægsta frá G. Ben. prentstofu hf., sem hingað til hefur sett og prentað Fréttabréfið. Nýhönnun Læknablaðsins mun bíða um sinn en hugsað verður til þess þegar full tök hafa fengist á sameiningu blaðanna og prentun þeirra hér á landi. Umræður um breytt útlit blaðsins, stærð og hversu oft það kemur úr eru þó ávallt við borð ritstjórnar. Af ofansögðu er þó ljóst að nú virðist stærð og gerð blaðsins hagkvæm og erf- itt að finna önnur en tilfinningaleg rök fyrir róttækum breytingum þar á. í síðasta tölublaði Fréttabréfsins birtust leið- beiningar til höfunda um ritun fræðilegra greina til birtingar í Læknablaðinu. í inngangi er upptalning efnis sem Læknablaðið óskar eft- ir að birta og er ekki þörf á að telja það upp hér að nýju. Rétt er þó að vekja athygli á að fræði- legar greinar á sviði líffræði hafa ekki verið margar í Læknablaðinu á síðustu árum en er það þó einlægur vilji ritstjórnar að þar verði breyting á. Það er trú mín að birting fræðilegra greina á sviði líffræði, lyfjafræði og annarra grunngreina sé lesendum Læknablaðsins kær- komin. Birting slíkra greina mun einnig hafi mikla þýðingu fyrir þá sem stunda rannsóknir á þessum sviðum, því þannig verður ljóst að slík- um rannsóknum er sinnt hér af krafti þrátt fyrir erfiðar aðstæður. I þessu sambandi er rétt að minna á umfjöllun um tvíbirtingu í ofannefnd- um leiðbeiningum. Yfirlitsgreinar hafa ekki verið margar í Læknablaðinu. Góðar yfirlitsgreinar eru einn- ig fátíðar í erlendum læknablöðum enda liggur mikil vinna að baki þeirra. Svokallaðar fræðslugreinar eru ef til vill kostur sem benda mætti höfundum á. Þær eru að jafnaði styttri og fjalla um afmarkaðra efni, oft einhverjar nýj- ungar sem kynna þarf læknum í öðrum sér- greinum, einkanlega þar sem samvinnu er þörf um aðgerðir og meðferð. Læknablaðið mun eftir sem áður birta efni er varða félagsmál lækna almennt, staðbundin eða sérgreinabundin. Það á einnig við um hagsmuna- og áhugamál lækna og annarra heil- brigðisstétta og almenna umræðu um heil- brigðis- og tryggingamál. Minnt skal á að Læknablaðið og Fréttabréfið hafa ætíð verið opin fyrir skrifum annarra en lækna einna og er engin breyting þar á. Athugasemdum og skoð- anaskiptum um birt efni í blaðinu er fagnað af ritstjórn. Að lokum óska ég læknum til hamingju með stærra og vonandi öflugra blað eftir breyting- una. Framtíð blaðsins ræðst af áhuga og þörf lækna á blaðinu. Ef þeir lesa blaðið og skrifa í það mun ritstjórn leitast við að gera það áfram ákjósanlegan vettvang fyrir hugarsmíð lækna. Vilhjálmur Rafnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.