Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 14

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 14
226 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Niðurstaðan er sú að vel hafi tekist til með fyrstu gallblöðrutökurnar um kviðsjá á Borgar- spítala. Legutími er margfalt styttri en við opna aðgerð og sjúklingarnir komast miklu fyrr til vinnu eða fyrri færni. Aðgerðartími er lengri í byrjun en samkvæmt reynslu okkar og annarra styttist hann mjög með aukinni reynslu. Heildarsparnaður er mikill. Inngangur Kviðspeglun hefur löngum verið notuð í kvensjúkdómalækningum bæði í greiningar- og meðferðarskyni. Það var ekki fyrr en árið 1987 er Frakkinn Philippe Mouret tók fyrstu gall- blöðruna um kviðsjá (1) að verulegur áhugi á kviðsjáraðgerðum vaknaði hjá almennum skurðlæknum enda höfðu kvikmyndavélin og myndbandstæknin þá stóraukið möguleikana á meiriháttar aðgerðum um sjá. Gallblöðrutök- ur um kviðsjá hafa á örfáum árum unnið sér sess innan skurðlækninga. Dubois og sam- starfsmenn hans í París (2) lýstu röð slíkra aðgerða fljótlega svo og Reddick og Olsen (3) vestanhafs árið 1989. Síðan hefur aðferð þessi breiðst mjög hratt út. Sem dæmi um það má nefna að 1992 birtist yfirlit (4) þar sem farið var yfir rúmlega 12.000 gallblöðrutökur um kviðsjá sem skýrt hafði verið frá í 23 tímaritsgreinum á árunum 1988-1991. í áðurnefndri grein og fleir- um (5-7) var sýnt fram á að skurðaðferð þessi er örugg fyrir sjúklinginn. Hún styttir legutíma eftir aðgerð verulega, svo og þann tíma sem tekur að ná aftur fyrri færni, hvort heldur mið- að er við hefðbundna gallblöðrutöku eða gall- blöðrutöku um minnsta skurð (minicholecyst- ectomy) (8). Hér á landi voru gallblöðrur fyrst teknar um kviðsjá á Landakotsspítala í september 1991 (10). I nóvember sama ár hófust þessar aðgerð- ir svo á Borgarspítala og Landspítala að und- angengnu námskeiði sem skoskur læknir J. Saunders að nafni stóð fyrir og voru fyrstu aðgerðirnar framkvæmdar undir umsjá hans. Síðan hafa þessar aðgerðir einnig verið teknar upp á sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að at- huga hvernig fyrstu 100 sjúklingunum sem gengust undir gallblöðrutöku um kviðsjá á Borgarspítalanum reiddi af. Jafnframt var kannað hvaða áhrif hin nýja tækni hefði á að- gerðartíma, legutíma, vinnutap og kostnað. Efniviður og aðferðir Farið var yfir sjúkraskrár, aðgerðarlýsingar 25% 20- | | I I I I | <20 21-30 31-40 41-50 51-60 61-70 71-80 =s81 ára ára ára ára ára ára ára ára Mynd 1. Aldursdreifing fyrstu 100 sjúklinganna sem fóru í gallblöðrutöku um kviðsjá. 60% Mynd 2. Fjöldi legudaga eftir aðgerð. Fyrstu 90 aðgerðirnar setn tókst að Ijúka utn kviðsjá. 50% Mynd 3. Lengd kviðsjáraðgerða í mínútum. Fyrstu 90 að- gerðirnar setn tókst að Ijúka utn kviðsjá.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.