Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1994, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.08.1994, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 227 Mínútur Aögerö 1-30 Aögerö 31-60 Aöqerö 61-90 Mynd 4. Meðallengd kviðsjáraðgerða eftir röð aðgerða. Að- gerðartími styttist úr 109,7 mínútum á fyrsta þriðjungi í 94,3 mínútur á síðasta þriðjungi aðgerða. Mínútur Síðustu 50 opnar Fyrstu 50 Síðustu 50 gallblöðrutökur kviðsjáraðgerðir kviðsjáraðgerðir Mynd 5. Samanburður á aðgerðartíma (miðgildum) eftir teg- und og röð aðgerða. í fremstu súlu eru síðustu 50 opnu gallblöðruaðgerðirnar sem gerðar voru vegna óbólginna gall- blaðra áður en kviðsjáraðgerðir hófust. í miðsúlu eru fyrstu 50 gallblöðrutökurnar um kviðsjá en þœr gallblöðrur voru nær allar óbólgnar líka. í öftustu súlu eru gallblöðrutökur frá nr. 130-180 um kviðsjá en þar var talsvert um bólgnar gall- blöðrur. Fjöldi Mynd 6. Samanburður á fjölda legudaga eftir aðgerð. íbáð- um hópunum eru nœr eingöngu óbólgnar gallblöðrur. Mis- munurinn er um það bil fjórir dagar (mismunur miðgilda). og vefjagreiningarsvör fyrstu 100 sjúklinga sem fóru í gallblöðrutöku um kviðsjá á Borgarspít- alanum. Konur voru í miklum meirihluta eða 77 á móti 23 körlum. Meðalaldur var 48,7 ár (aldursmörk 17-86 ár) en aldursdreifinguna má sjá á mynd 1. Ábending fyrir aðgerð var í öllum tilfellum gallvegasjúkdómur, langoftast gall- steinar sem ollu einkennum, með eða án bólgu. Greining var í öllum tilfellum með óm- skoðun. Af þessum gögnum fengust glöggar upplýsingar um fjölda legudaga (mynd 2), áföll eftir aðgerð og ástand gallblöðru við aðgerð. Ur hjúkrunarskýrslum skurðstofuhjúkrun- arfræðinga fengust nákvæmar upplýsingar (upp á mínútu) um aðgerðartíma (mynd 3). Athugað var einnig hver áhrif aukin reynsla hefði á aðgerðartíma (mynd 4). En þar sem búast mátti við marktækari niðurstöðu eftir því sem reynslan væri meiri var þetta atriði kannað alveg fram að þeim tíma sem greinin var skrif- uð en þá höfðu verið teknar 180 gallblöðrur um kviðsjá (mynd 5). Þá var aðgerðartími kvið- sjáraðgerðanna borinn saman við aðgerðar- tíma 50 opinna aðgerða sem gerðar voru síð- ustu mánuðina áður en aðgerðir um kviðsjá hófust. Til að efniviðurinn yrði sambærilegur voru einungis teknar þær opnu aðgerðir sem líklegt þótti að hægt hefði verið að gera um sjá og var þar dæmt eftir aðgerðarlýsingum (mynd 5). Legudagafjöldi þessara sömu 50 opnu að- gerða var borinn saman við legudagafjölda eft- ir fyrstu 50 aðgerðirnar um sjá (mynd 6). Af fyrstu 100 aðgerðunum um kviðsjá sem byrjað var á og hér eru til athugunar tókst að ljúka 90 um sjá. Þessum 90 sjúklingum var skrifað bréf og spurt hvenær þeir teldu sig hafa orðið vinnufæra eða náð fyrri færni væru þeir ekki í launaðri vinnu. Svör bárust frá 59 eða um 66%. Samsvarandi bréf var sent þeim 50 sjúklingum sem fóru í opnar aðgerðir og getið er hér að ofan. Upplýsingar fengust frá 35 eða 70% (mynd 7). Tœkni: Eftir að sjúklingurinn hafði verið svæfður var oftast sett magasonda en hún síðan tekin í lok aðgerðar. Ekki voru gefin sýklalyf í fyrirbyggjandi skyni eins og sumir höfundar hafa lýst (11). Lagður var lítill þverskurður í neðri naflafellingu, farið inn með Verres nál og kviðarhol fyllt með koltvísýringi þar til þrýst- ingur í kviðarholinu mældist 12-15 mm kvika- silfurs (Hg) og var þrýstingi haldið á því bili meðan á aðgerð stóð. Síðan var kviðsjáin sjálf með átengdri sjónvarpslinsu sett inn um skurð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.