Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1994, Page 17

Læknablaðið - 15.08.1994, Page 17
flURORIX móklóbemíö Geðdeyfðarlyf með einstæða eiginleika • Skjótur og góður árangur vlö geðlægð með eða án kvíða12 • Eykur athygli, einbeitingu og minni hjá ungum sem öldnum1’3’45 • Einföld skömmtun, 150-300 mg 2svar á dag1 • Fátíðar aukaverkanir, lítil áhætta við ofskömmtun1’67 • Meðferð má hefja strax og hætt er á öðrum geðdeyfðarlyfjum89 Áróra - Gyðja morgunroðans Stefán Thorarensen Síðumúla 32 • 108 Reykjavík • Sími 91-686044 Eiginlcikar: Móklóbemíð er geðdeyföarlyf. Verkun lyfsins byggist á'því að það blokkar mónóamínoxídasa A (MAO-A) sérhæít og aíturkræíl. Þetta leiðir til minnkaðra umbrota noradrenalíns og serótóníns. Lyfið er ólíkt eldri MAO-blokkurum, sem blokka bæði MAO-A og MAO-B óaíturkræít, en því fylgir hætta á hækkuðum blóðþrýstingi við inntöku týramíns (m.a. í osti). Aðgengi lyfsins við langtímanotkun er allt að 90%. Blóðþéttni nær hámarki um 1 klst. eftir inntöku, dreifingarrúmmál er nálægt 1,2 1/kg og próteinbinding í plasma er u.þ.b. 50%. Helmingunartími í blóði er 1-2 klst. og lengist lítillega með vaxandi skömmtum. Umbrot lyfsins eru háð skömmtum, það oxast nær algjörlega í óvirk umbrotsefni, sem skiljast út í nýrum. Abendingar: Geðdeyfö, aðallega innlæggeðdeyfö. Erfið eða langvarandi útlæg geðdeyfð. Frábendingar: Bráð ruglun (confusio mentis). Meðganga og bijóstagjöf. Ofstarfsemi skjaldkirtils. Pheochromocytoma. Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir eru blóðþrýstingsfall, óróleiki, svefntrufianir, höfuðverkur og svimi. Stöku sinnum sést kvíði eða ógleði. Sjaldgæfar aukaverkanir eru lystarleysi, þreyta, bjúgur, magaverkir eða ruglun (confusio). Milliverkanir: Milliverkun við týramín hefur ekki klíníska þýðingu, en þó er mælt með því, að lyfið sé tekið inn eftir mat. Címetidín hægir verulega á umbrotum lyfsins og getur þurft að minnka skammta móklóbemíðs um helming við samtímis gjöf þessara lyQa. Lyfið getur aukið áhrif adrenvirkra lyfja. Lyfið eykur áhrif íbúprófens og morfínlíkra lyfja. Hefja má meðferð með öðrum geðdeyföarlyfjum (m.a. þríhringlaga lyfjum) strax þegar notkun móklóbemíðs hefur verið hætt og öfugt. Varúd: Hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi þarf að minnka skammta. Sjálfsmorðshneigð getur aukist í upphafi meðferðar. Skammtastærdir handa fullordnum: Venjulegur byijunarskammtur er 300 mg á dag, venjulega gefið í tveimur til þremur deiliskömmtum. Gera má ráð fyrir, að full verkun fáist eftir 4-6 vikna meðferð. Þegar árangur kemur í ljós má lækka skammtinn. Hámarksdagskammtur er 600 mg á dag. Taka á lyfið inn eftir máltíð. Sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi verður að gefa minni skammta en hér hafa verið nefndir. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað bömum yngri en 12 ára. Pakkningar: Töflur 100 mg: 30 stk. (þynnupakkað); 100 stk. (þynnupakkað). Töfiur 150 mg: 30stk. (þynnupakkað); 100stk. (þynnupakkað). Innihaldsefni: Töflur;N06 AG 02 R,B. Hver tafia inniheldur: Moclobemidum INN 100 mgeða 150 mg. Tilvísanir: 1. Fitton A et al. Drugs 1992; 43 (4): 561-596. 2. AngstJ et al. Psychopharmacology 1992; 106 (Suppl): 109-113. 3. Hannes Pétursson. 3rd Intemational Symposium on Moclobemide, Vienna 29-31/3 1992. 4. Wesnes KA et al. J Neural Transm 1989; Suppl 28: 91-102. 5. Allain H et al. Psychopharmacology 1992; 106 (Suppl): 56-61. 6. Hetzel W. Psychopharmacology 1992; 106 (Suppl): 127-129. 7. Chen DT, Ruth R. Clin Neuropharmacol 1993; 16 (Suppl 2): 63-68. 8. Amrein R et al. Psychopharmacology 1992; 106 (Suppl): 24-31. 9. Dingemanse J. Int Clin Psychopharmacology 1993; 7 (3-4): 167-180.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.