Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 20

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 20
230 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Gallvegamynd í aðgerð var tekin hjá okkur aðeins í 17% tilvika og þá helst ef einhver grunur var um stein í gallpípu. Af 20 spítölum sem greint er frá í New England Journal of Medicine voru gallvegamyndir teknar á þenn- an máta (selectively) hjá 14, þrír tóku gallvega- mynd næstum alltaf (routinely) og þrír næstum aldrei (5). A tímum sparnaðar er varla rétt að taka alltaf gallvegamynd því að búast má við að 95% þeirra yrðu eðlilegar (4,6). I þeim 90 aðgerðum sem tókst að ljúka um kviðsjá var meðalaðgerðartími 102,8 mínútur og 75% aðgerðanna lauk innan tveggja klukkustunda. Þetta er aðeins styttri tími en kemur fram í nýlegu sænsku yfirliti (13), þar sem meðaltal var 112 mínútur, en heldur lengra en í nokkrum af þeim bandarísku (6,7). Greinilegt er að aðgerðartími styttist töluvert er á leið en það varð þó fremur hægt. Þess ber að geta að sex skurðlæknar stóðu að aðgerðun- um og því komu ekki mjög margar aðgerðir í hlut hvers og eins. Því gætir áhrifa reynslu á aðgerðartíma (learning curve) seinna en ef færri aðilar hefðu staðið að verki. Stefnan var að skipta um aðferð við gallblöðrutöku þannig að allir sem áður tóku gallblöðrur kynnu það líka með nýju aðferðinni en ekki að skapa nýja sérhæfingu. Jafnframt voru allir skurðstofu- hjúkrunarfræðingar sem taka vaktir þjálfaðir í hinni nýju tækni, þannig að mikil kennsla fór fram á tímabilinu. Við gallblöðrutökur nr. 130- 180, en þar á meðal voru margar bólgnar gall- blöðrur, hafði meðalaðgerðartími þó styst í 84 mínútur og var þá aðeins 17 mínútum lengri en við óbólgnar gallblöðrur sem teknar voru með skurði. Aðgerðartími við óbólgnar gallblöðrur er nú (1994) svipaður, hvort sem aðgerðin er framkvæmd um kviðsjá eða opin. Legudagar voru að meðaltali 1,8 og 87% voru farnir heim af sjúkrahúsinu á öðrum degi eftir aðgerð. Þetta er heldur styttri lega en í flestum erlendum samantektum (4-6,11-13) og um fjórum dögum styttra en ef um opna aðgerð væri að ræða. Vissulega munar um minna en þar sem aðeins um 100 gallblöðrutökur um kviðsjá voru gerðar á Borgarspítalanum fyrsta árið spöruðust einungis um 400 legudagar eða 1,1 rúm yfir árið. í 10 tilvikum af 100 varð að breyta yfir í opna aðgerð. Er þetta nokkuð hærri hundraðshluti en greint er frá í erlendum upp^jörum en þar er víða talað um 4-5% (4-6,11). í samantekt um rúmlega 3000 fyrstu gallblöðrutökur um kvið- sjá í Svíþjóð (13) kom þó fram að breyta varð yfir í opna aðgerð hjá tæplega 9%. Þess ber að geta að í stærsta uppgjörinu (4) fóru 95% sjúk- linga í aðgerð af biðlista en aðeins 75% okkar sjúklinga voru kallaðir inn af biðlista. Flestir höfundar eru sammála urn að eðlilegt sé breyta yfir í opna aðgerð hjá 5-10% sjúklinga og slíkt beri vott um góða dómgreind skurðlæknisins (4). Einn aðalkosturinn við að taka gallblöðrur um kviðsjá er sparnaður. Stofnkostnaður sem á verðlagi ársins 1991 nam 2,4 milljónum króna, skilar sér fljótt og þó svo að einnota áhöld kosti um 10.000 kr. á aðgerð er það ekki há upphæð miðað við það sem sparast. Eftir að þeirri færni hefur verið náð að aðgerðartími sé sambærilegur við opnar aðgerðir, en það gæti hafa orðið eftir um það bil 200 aðgerðir hjá okkur, má gera sér sæmilega grein fyrir sparn- aðinum. Fjórir legudagar sem sparast við hverja aðgerð eru metnir á 80.000 kr. og sjúk- lingurinn losnar við þriggja til fimm vikna vinnutap sem er ávinningur sem nemur um það bil einum mánaðarlaunum. Ríkið fær skatt af þessum tekjum og vinnuveitandinn sparar sér afleysingafólk, þegar um það er að ræða. Þar sem 83% sjúklinganna eru komnir aftur til vinnu eða fyrri færni eftir 14 daga sparast dag- peningar frá Tryggingastofnun ríkisins en dag- peningagreiðslur hefjast ekki fyrr en á 15. degi. Algengt var að þeir næmu 10-17 þúsund krón- um fyrir mann sem fór í opna aðgerð og hafði verið í fullri vinnu. Aldursdreifing og kynjahlutfall hjá gallsjúk- lingum okkar er sambærilegt við erlend upp- gjör (4-7,11,12) og ef litið er á mynd 1 sést að flestir eru á vinnualdri. Heildarsparnaður er því mikill. Þakkir Höfundar þakka Þóroddi Bjarnasyni félags- fræðingi hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála fyrir aðstoð við myndræna upp- setningu. HEIMILDIR 1. Perissat J, Vitale GC. Laparoscopic cholecystectomy: Gateway to the future. Am J Surg 1991; 161: 408. 2. Dubois F, Icard P, Berthelot G, Levard H. Coeloscopic cholecystectomy: Preliminary report of 36 cases. Ann Surg 1990; 211: 60-2. 3. Reddick E, Olsen D. Laparoscopic laser cholecystecto- my: A comparison with minilap cholecystectomy. Surg Endosc 1989; 3: 44-8. 4. Scott T, Zucker K, Bailey R. Laparoscopic cholecystec-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.