Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1994, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.08.1994, Qupperneq 54
SCHERING Diane mite Eina meðferðin við húðþrymlum sem veitir samtímis getnaðarvörn Diane mite (Schering, 792361) TÖFLUR G 03 H B 01 Z E Hver tafla inniheldur: Cyproteronum INN, acetat, 2 mg, Ethinylestradiolum INN 35 míkróg. Eiginleikar: Cýpróterónacetat er steri, sem blokkar andrógen viðtæki í frumum og hamlar verkun karlhormóna. Efnið hefur auk þess gestagen og and-gónadótróp verkun. Blandan cýpróterón acetat og etinýlestradíól veitir getnaðarvörn. Bæði efnin frásogast fullkomlega úr meltingarvegi og hámarksblóðþéttni er náð 16—3 klst. eftir inntöku. Ábendingar: Andrógenháðir kvillar í húð kvenna: gelgjubólur (acne) á háu stigi, hárvöxtur í andliti, feit húð, karlmannaskalli. Getnaðarvörn hjá konum með ofannefnda kvilla. Frábendingar: Þungun, brjóstagjöf, lifrarsjúkdómar, Dubin-Johnsons syndrome, Rotor syndrome, æxli í lifur, ill- eða góðkynja æxli í brjóstum, legbolskrabbamein, saga um blóðtappa eða bláæðabólgu í fótum eða blóðrek, sigðfrumublóðleysi, truflun á blóðfituefnaskiptum, saga um herpes í þungun, otosclerosis. Sykursýki og háþrýstingur geta versnað. Ekki má nota aðrar getnaðarvarnatöflur samtímis töku þessa lyfs. Aukaverkanir: Brjóstaspenna, magaóþægindi, ógleði, höfuðverkur, þyngdaraukning, minnkuð kynhvöt, depurð, chloasma, mígreni, æðabólgur og -stíflur, segarek til lungna, háþrýstingur, sykursýki. Milliverkanir: Barbitúrsýrusambönd, rífampicín og flogaveikilyf geta dregið úr áhrifum lyfsins. Lyfið getur haft áhrif á virkni ýmissa lyfja, t.d. blóðþynningarlyfja, sykursýkilyfja o.fl. Varúð: Hætta skal töku lyfsins þegar í stað, ef grunur er um þungun (feminiserandi áhrif á karlfóstur), við byrjun á mígreni eða slæmum höfuðverkjaköstum, sjóntruflunum, merki um blóðtappa, bláæðabólgu eða segarek, ráðgerða skurðaðgerð (hætta notkun lyfsins 6 vikum áður), við rúmlegu t.d. eftir slys, við gulu, lifrarbólgu, versnun á flogaveiki og við bráða versnun á háþrýstingi. Konum, sem reykja, er mun hættara en öðrum að fá alvarlegar aukaverkanir frá æðakerfi. Athugið: Áður en notkun lyfsins hefst þarf vandlega læknisskoðun, sem felur í sér kvenskoðun, brjóstaskoðun, blóðþrýstingsmælingu, mælingar á blóðsykri og lifrarenzýmum. Sérstaklega þarf að útiloka að þungun sé til staðar. Fylgjast þarf með konum, sem nota lyfið, á u.þ.b. 6 mánaða fresti. Skammtastærðir: Meðferð hefst á 1. degi tíða og er þá tekin 1 tafla á dag á sama tíma sólarhringsins í 21 dag samfleytt. Síðan er 7 daga hlé á töflutöku áður en næsti skammtur er tekinn á sama hátt og áður, en í hléi má búast við blæðingu. Ekki mega líða meira en 36 klst. á milli þess að töflur eru teknar. Ef lengri tími líður eða ef konan kastar upp eða er með niðurgang, verður einnig að nota aðra getnaðarvörn þar til næsti tíðahringur hefst. Pakkningar: 21 stk. X 1 (þynnupakkað), 21 stk. X 3 (þynnupakkað). Hverri pakkningu lyfsins skal fylgja íslenskur leiðarvísir með leiðbeiningum um notkun þess og varnaðarorð. Skráning lyfsins er bundin við lyfjaávísanir sérfræðinga í húðlækningum, kvenlækningum og innkirtlafræðum. Heimildir: Carlborg L. Cyproterone acetate versus levonorgestrel combined with ethinyl estradiol in the treatment of acne. Acta Ostet Scand 1986 Suppl 134:29-32. SCHERING Stefán Thorarensen Síðumúla32 108Reykjavík Stmi 91-686044
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.