Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 61

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 261 Heiðursfélagi LÍ áttræður Þann 15. maí sl. varð Þor- steinn Sigurðsson læknir á Eg- ilsstöðum áttræður. Þorsteinn fæddist á Útnyrðingsstöðum á Völlum 1914. Hann lauk kandí- datsprófi frá Háskóla Islands árið 1946. Lengst af starfsævinni var Þorsteinn læknir á Fljóts- dalshéraði oft eini læknirinn á stóru og erfiðu svæði. Hann var farsæll í sínu langa og mikla starfi. Þrátt fyrir annríki sveita- læknisins gaf Þorsteinn sér tíma til að sinna ýmsum tómstund- um. Hann tók snemma að stunda skógrækt og gerir enn. Hann á gagnmerkt frímerkja- safn og hefur í mörg ár smíðað úr íslenskum steinum. Kona Þorsteins var Friðbjörg Sigurð- ardóttir, en hún er látin. Þau eignuðust fimm syni. Þorsteinn er heiðursfélagi í Læknafélagi Austurlands, Fé- lagi íslenskra heimilislækna og í Læknafélagi íslands. í tilefni af afmæli Þorsteins, stóðu Heilsugæslustöðin og Sjúkrahúsið á Egilsstöðum fyrir afmælishátíð laugardaginn 14. maí í Hótel Valaskjálf og þang- að komu um 150 gestir. Þar voru fyrirlestrar um ýmis efni fyrir al- menning, sýning á gömlum lækningatækjum, myndlistar- sýning og fleira. Meðfylgjandi mynd er tekin við þetta tæki- færi. Pétur Heimisson Margt góðra gesta heiðraði Þorstein með því að koma á afmœlishátíðina. Einn þeirra var Ólafur Ólafsson landlœknir.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.