Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 551 gefnir frekar vímuefnaneytendur eða er vímu- efnum um að kenna að námsárangur þeirra er lakari? Athyglisverð er fylgni milli neyslu á hinum ýmsu vímuefnum og styður þetta hugmyndir manna um að það lífsviðhorf og aðstæður sem leiða til neyslu einnar tegundar vímuefnis stuðli einnig að neyslu annarra efna (7,8). Ef vímuefnaneysla unglinga, eins og hún birtist í þessari rannsókn, er borin saman við aðrar innlendar kannanir er nærtækast að líta á kannanir landlæknisembættisins á notkun vímuefna hjá unglingum á aldrinum 15-20 ára á árunum 1984,1986 og 1989 (2-4) sem hafa verið nteðal helstu heimilda um neyslu þessara efna meðal ungs fólks hérlendis. í þessum könnun- um var stuðst við sama spurningalista öll árin og er það sami listinn sem lagður var til grund- vallar í þeirri könnun sem hér er greint frá og gerir það samanburð auðveldan. I könnunum landlæknisembættisins sést að á árunum 1984 - 1989 dró jafnt og þétt úr reykingum 16 ára unglinga, en þær hafa aukist aftur samkvæmt fyrirliggjandi könnun. Hvað varðar áfengis- notkun sýna innlendar kannanir að áfengis- neysla unglinga hefur aukist hraðbyri á síðustu 30 árum, þó eitthvað drægi úr henni tímabund- ið á árunum 1984-1989 (1-7,19). Áfengisnotk- un sextán ára unglinga virðist samkvæmt þess- ari könnun enn vera að aukast. Áfengisneysla líkt og reykingar hafa aukist mest hjá stúlkum. Kannabisneysla var nær óþekkt meðal ís- lenskra ungmenna fyrir 1970 en jókst tíma- bundið fram til 1984 er aftur dró úr henni fram til ársins 1989. Kannabisneysla virðist hafa staðið í stað að mestu, en sú aukning sem orðið hefur er aðallega meðal stúlkna líkt og gerst hefur með önnur vímuefni. Eins og fram kom í inngangi fer lítið fyrir innlendum könnunum sem meta árangur for- varnastarfs gegn vímuefnum. Kannanir á þessu hafa verið gerðar erlendis bæði í Bandaríkjun- unt og á Norðurlöndum þar sem forvarnarstarf hefur verið að breytast í tímans rás. Fyrstu aðgerðirnar í forvörnum þar líkt og hér ein- kenndust af hræðsluáróðri með auglýsinga- sniði í fjölmiðlum (9). Síðari aðferðir byggðust á fræðslu í skólum urn verkun og skaðsemi hinna ýmsu vímugjafa. Hugmyndin bak við þessar aðferðir var sú að ungmenni myndu forðast neyslu þeirra að fengnum slíkum upp- lýsingum. Kannanir á áhrifum þessara aðferða sýndu að fræðslan skilaði sér á þann hátt að ungmennin öðluðust aukna þekkingu á verk- unarmáta vímugjafanna en hún breytti ekki viðhorfum til vímuefna og dró ekki úr neyslu þeirra (8). Sumar aðferðir juku jafnvel áhuga á neyslu vímugjafa (10). Að fenginni þessari reynslu voru reyndar nýjar aðferðir við for- varnir. Fram á sjónarsviðið kom nú námsefni sem byggðist á að auka sjálfstraust og styrkja sjálfsmynd nemenda. Auk þess var kennt hvernig bregðast skyldi við álagi og kvíða og umhugsun vakin um gildismat og takmark í lífinu (the affective program). í byrjun var þessu námsefni beitt án þess að umræða um vímuefni blandaðist markvisst inn í fræðsluna. Ein könnun var gerð á árangri þessarar aðferð- ar við að draga úr reykingum og reyndist hún vera gagnslaus til þess að draga úr reykingum og jukust reykingar jafnvel meðal nemenda sem þetta námsefni fengu (11,12). Námsefni svipað LQ sem kom seinna á markaðinn byggðist á áþekkum kenningum en lagði jafn- framt áherslu á þjóðfélagslegan þrýsting og lífsleikni ásamt afgerandi afstöðu gegn vímu- efnunt (social pressure programs, life skills programs) (20). Kannanir í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum hafa sýnt að slík fræðsla seinkar og dregur úr vímuefnaneyslu meðal ungmenna (13-16). Fyrirliggjandi rannsókn sýnir ekki sambærilegan árangur af starfinu hér á landi. Ýmsar skýringar má finna á því. Ein er sú að námsefnið er nýtt og framandi fyrir ís- lenskt skólakerfi og byggir á nánu samstarfi nemenda, kennara og foreldra. Fjallað er um persónuleg málefni, tilfinningar og samskipti á nýjan hátt sem í byrjun getur verið framandi og erfitt bæði fyrir kennara, nemendur og for- eldra og þarfnast síns aðlögunartíma. Náms- efnið er viðamikið og á þeim tíma sem könnun- in var gerð byggðist framkvæmd kennslunnar á áhuga og dugnaði kennarans sem reyndi að finna stað og tíma fyrir kennsluna innan þröngs ramma lögboðinna námsgreina. Þetta varð oft til þess að aðeins hluti námsefnisins var kennd- ur á þessum tíma og samstarf við fjölskyldu nemenda ekki eins og gert er ráð fyrir. Því er ekki endanlega hægt að meta árangur náms- efnisins fyrr en það hefur verið tekið upp í heild sinni og sköpuð hafa verið skilyrði til að kenna það í skólum svo það nái fótfestu og þurfi ekki að vera í samkeppni við hefðbundn- ar námsgreinar. Það sem þessi rannsókn dregur einkum fram er að neysla vímuefna í öllum myndum eykst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.