Læknablaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 28
474
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Mikilvægt er að greina þetta æxli vegna þess að
ólíkt slímmyndandi ættingja þess, er það full-
komlega góðkynja (3,13,17-19). Ekki er talið
að það geti orðið illkynja en þó hefur einu
tilfelli verið lýst þar sem slíkt æxli hegðaði sér
eins og það væri illkynja (20).
Faraldsfrœði: Belgæxli eru um 10-15% belg-
meina í brisi. Rúmlega helmingur slíkra meina
reynast vera smábelgjaæxli (2,21). Þó er þetta
mjög sjaldgæft æxli en samkvæmt uppgjöri frá
1985 er það um 1% allra æxla í briskirtli (22).
Hinn helmingurinn eru slímmyndandi belg-
æxli, annað hvort stórbelgjaæxli eða belgkirtil-
krabbamein. Belgkirtilkrabbamein eru um
það bil 1% af öllum illkynja æxlum sem vaxa út
frá brisi (6). Æxli sem þessi finnast fyrst og
fremst hjá konum á miðjum aldri en þó hafa
þau greinst hjá sjúklingum á aldrinum 20-88
ára (3,4,14,23,24). Ein rannsókn sýndi að smá-
belgjaæxlin geta verið án einkenna í langan
tíma og finnast oft fyrir tilviljun á röntgen-
mynd, í aðgerð eða við krufningu (16).
Einkenni: Kviðverkir og megrun eru algeng-
ustu einkenni sjúklinga með belgæxli í brisi,
þar sem æxlin valda þrýstingi á meltingarfæri
(24). Við skoðun á þessum sjúklingum má oft
finna fyrirferð í efri hluta kviðar (13). I einni
rannsókn komu fram ákveðin tengsl við syk-
ursýki og illkynja sjúkdóma utan brissins (25).
Ekki er þó enn vitað hvort aukin tíðni sykur-
sýki hjá þessum sjúklingum stafi af sjúkdómn-
um sjálfum, aldri sjúklinganna eða hvort raun-
veruleg tengsl séu á milli þessara tveggja sjúk-
dóma (21). Einnig hefur verið bent á að hjá
sjúklingum með von Hippel-Lindau sjúkdóm
er aukin tíðni smábelgjaæxla í brisi (26-28).
Rannsóknir: í dag eru ómskoðun og tölvu-
sneiðmyndir af kviðarholi þær rannsóknir sem
gefa mestar upplýsingar um belgmein í brisi
(15). Margir telja tölvusneiðmyndir vera fyrstu
rannsókn þegar greina á hvort um belgæxli er
að ræða (14,23,27,28). Einnig er tölvusneið-
mynd oft hjálpleg við að greina á milli smá-
belgja- og stórbelgjaæxla (14,27-29). Síðari
rannsóknir hafa þó sýnt að ekki er hægt að
treysta á tölvusneiðmynd eingöngu hvorki til
að greina hvort belgæxli í brisi eru illkynja né
til að greina þau frá öðrum belgmeinum frá
sama líffæri (9,29,30). í einu tilfellanna sem
hér er greint frá (tilfelli 2) var upphaflega talið
samkvæmt tölvusneiðmynd að um smábelgja-
æxli væri að ræða og síðar var það staðfest með
vefjarannsókn (mynd 1).
Á tölvusneiðmyndum, fyrir skuggaefnisgjöf,
má venjulega sjá smábelgjaæxli sem fyrirferð
með sömu röntgenþéttni og vatn. Eftir skugga-
efnisgjöf lýsast hlutar eða allt æxlið upp. Þá
koma fram bandvefsskilrúm sem mynda litla
belgi og líkist æxlið þá býflugnabúi. Ef örið í
miðjunni er kalkað kemur það vel fram. Ein-
staka sinnum er æxlið þó meira einsleitt og
líkist þá meira gervibelg eða öðrum þéttari
æxlum (21,27,28,30). Á tölvusneiðmynd af
stórbelgjaæxlum eru belgirnir stærri og kalkan-
ir meira á víð og dreif um æxlið. Við ómskoðun
á stórbelgjaæxlum sjást innri veggir æxlisins og
fjölmargir belgir. Það aðgreinir þau frá gervi-
belgjum sem yfirleitt hafa frekar fáa eða staka
belgi (7). Séu holrúmin minni eins og í smá-
belgjaæxlum getur æxlið orðið ómríkara. Ein-
staka sinnum sjást einnig mjög ómrík svæði
með eða án skugga sem þá eru kalkanir í
miðörinu (mynd 1) (21).
Kenningar hafa verið um að hægt væri að
ákvarða tegund belgæxla í brisi með æða-
myndatöku þar sem smábelgjaæxlin væru mjög
æðarík andstætt stórbelgjaæxlum (3,4). Niður-
stöður síðari rannsókna hafa verið mjög mis-
vísandi hvað þetta varðar (14,28). í nýlegri
rannsókn kom þó fram að smábelgjaæxli og
belgkirtilkrabbamein voru æðarík við æða-
myndatöku en hins vegar var æðafátækt frekar
einkennandi fyrir góðkynja stórbelgjaæxli (9).
Gallpípuþræðing (ERCP) er önnur greiningar-
aðferð sem einnig hefur verið notuð til að
reyna að greina þessi æxli fyrir aðgerð. Það
sem iðulega sést við þá rannsókn er að æxlin
hafa næstum aldrei samgang við brisganga sem
er andstætt til dæmis gervibelgjum. Einnig get-
ur þessi rannsókn verið hjálpleg við að greina
illkynja æxli frá góðkynja en algengara er að
þau fyrrnefndu þrengi að eða loki brisgöngum
(1,9).
Nú er farið að gera óm- eða tölvusneið-
myndastýrða ástungu á þessum fyrirferðum til
að greina hvers eðlis þær eru, þegar illa gengur
að aðgreina þær með öðrum aðferðum
(1,13,17,19,31). Þannig er mögulegt að fá vefja-
sýni úr æxlinu fyrir aðgerð auk þess sem amýl-
asi er mældur, CEA og CA 19-9, í vökvanum
sem dreginn er úr belgnum. Venjulega mælist
mjög hátt gildi amýlasa í gervibelgjum þó að til
séu undantekningar. Aftur á móti er amýlasi
ýmist lækkaður eða jafn því sem mælist í sermi í
belgbrisæxlum (1). Einungis er vitað um eitt
tilfelli þar sem amýlasi var mjög hækkaður í