Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1995, Page 38

Læknablaðið - 15.06.1995, Page 38
482 Symbols: Affected male c ■ ■ ■ ■ ■ ■ 3 3 ■ 30 0 0 30 0 0000 3 O □ 00 Unaffected male and female Q]0 Spouses 3 Female carrier 3 ■ ■ 3 D ■ ■ _ 3 0 ■ ■ 3 ■ 3 0 0 ■ ■■ 0330033 O000H0 □ □ □ 0 O A V 0 3 0 3 © ■ 3 0 3 O0000 O □ O 33 00 □□3©DDO © □ □ 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 110 120 130 140 150 170 Fig. 4. Comparison offactor VIII C activity in affected, unaffected and spouses in families A, B and C with mild haemophilia A. af sjálfsdáðum og marktækt við þann skammt, sem þeim hafði verið gefinn (4). Þetta þótti á þessum tíma ákveðin vísbending um von Wille- brandssjúkdóm. Sams konar viðbrögð við gjöf á storkuþætti VIII komu fram hjá ungri konu úr fjölskyldu A, sem bjó í Kaliforníu og var talin vera með von Willebrandssjúkdóm (4). Niðurstöður af blæðingartíma og storkuþáttarrannsóknum Alls eru 49 manns með meingen vægrar dreyrasýki. Þetta eru 22 karlar og 27 konur í fjölskyldum A, B og C (myndir 1-3). Blæðing- artími er yfirleitt eðlilegur hjá einstaklingum með dreyrasýkigenið í fjölskyldum A og leng- ing kemur fram hjá þremur konum og einum karlmanni í fjölskyldu B, en fjórir einstaklingar í fjölskyldu C eru með lengdan blæðingartíma (tafla II). Breytileiki í virkni storkuþáttar VIII hjá einstaklingum í fjölskyldu A, B og C er sýndur á mynd 4 og sýnir áberandi breytileika hjá kvenarfberum. Mótefnavaki von Wille- brandsþáttar (tafla II) mælist yfirleitt mun hærri hlutfallslega en virkni storkuþáttar VIII (tafla II) hjá ættmennum með dreyrasýkigen- ið. Von Willebrandsþáttur mælist eðlilegur hjá ættmennum með meingenið í fjölskyldu A og B, en er nokkuð lækkaður hjá tveimur karl- mönnum með meingenið í fjölskyldu C (tafla II). Tafla II sýnir magn mótefnavaka storkuþátt- ar VIII C mælt með ónæmistækni (ELISA), þar sem notuð eru mismunandi margstofna dreyrasýkimótefni til söfnunar (extraction) og annað hvort dreyrasýki- eða einstofna músa- mótefni til að finna mótefnavaka storkuþáttar VIII C. Rafdráttarrannsókn til að meta fjöl- liðasamsetningu storkuefnaþátta í blóðvökva sýndu eðlilega mynd (niðurstöður ekki sýnd- ar). Stökkbreytingar og skerðibútabreytileiki Nýlega var birt grein um stökkbreytingar í geni storkuþáttar VIII, sem valda vægri dreyrasýki A í sex íslenskum fjölskyldum (9). Erfðagallinn sem veldur vægri dreyrasýki A hjá þessum sex fjölskyldum er aðeins einföld basabreyting í geninu fyrir storkuþátt VIII, og hún leiðir af sér storkuþátt VIII með eina ranga amínósýru sem minnkar virkni hans svo af hlýst væg dreyrasýki A (mynd 4). Fimm fjölskyldur eru með stökkbreytingu í táknröð 23 og ein fjölskylda með stökkbreyt- ingu í táknröð númer 16. Fjölskyldur A, B og C eru með sömu stökkbreytinguna í táknröð 23. Þessar þrjár fjölskyldur eru að öllum líkindum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.