Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 40
484
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Áhrif kaffis og tes
á neðri vélinda hringvöðva
Hallgrímur Guðjónsson, Timothy L. McAuliffe, Michael D. Kaye
The effect of coffee and tea upon lower esophageal
sphincteric function
Guðjónsson H, McAuIiffe TL, Kaye MD
Læknablaðið 1995; 81: 484-8
The effects of coffee and tea upon lower esophageal
sphincteric (LES) function were examined in a
blinded crossover study of 12 healthy subjects. Low-
er esophageal sphincter pressure (LESP) and lower
esophageal (LE) pH were measured simultaneously
by a sleeve sensor and a pH probe for 20 minutes
before and 90 minutes after intragastric instillation
of four test solutions, which contained either regular
coffee (C), decaffeinated coffee (D), tea (T) or wa-
ter (W). C and T solutions had the same caffeine
content, 160 mg. As compared with control (W),
LESP was significantly lower after C and T, but not
after D. The data for LE pH paralleled those for
LESP. Thus, the greatest number of reflux episodes
occurred after T and C. Difference from control (W)
was statistically significant for T but not for C.
We conclude that both regular coffee and tea have
adverse effects upon LES function, whereas decaf-
feinated coffee does not. This study provides a ratio-
nal basis for limiting intake of both caffeinated cof-
fee and tea in patients with clinically important gas-
troesophageal reflux.
Key words: lower esophageal sphincter, coffee,
tea, manometry.
Frá lyflækninga- og tölfræðideild Unversity of Vermont,
Burlington, Vermont, USA. Bréfskriftir, fyrirspurnir: Hall-
grímur Guðjónsson lyflækningadeild Landspitalans, 101
Reykjavík.
Lykilorð: Neöri vélinda hringvöðvi, kaffi, te.
Ágrip
Áhrif kaffis og tes á neðri vélinda hring-
vöðva (lower esophageal sphincter, LES) voru
athuguð í blint víxlaðri (blinded cross over)
rannsókn á 12 heilbrigðum einstaklingum.
Þrýstingur í neðri vélinda hringvöðva (LES
pressure, LESP) og sýrumæling (pH) í vélinda
var gerð samtímis með belglaga þrýstingsnema
og pH skynjara í 20 mínútur fyrir og 90 mínútur
eftir innspýtingu á fjórum tilraunarlausnum
sem innihéldu ýmist koffínríkt kaffi (C), koff-
ínsnautt kaffi (D), te (T) eða vatn (W). C og T
höfðu sama koffíninnihald, 160 mg. Borið sam-
an við viðmiðunarblöndu (W), þá var þrýsting-
ur neðri vélinda hringvöðva marktækt lægri
eftir C og T, en ekki eftir D. Niðurstöður sýru-
mælinga voru í takt við þrýstingsmælingarnar,
þannig að bakflæði átti sér oftast stað eftir C og
T. Samanburður við W var marktækur hvað
varðar T en ekki C.
Við ályktum að bæði venjulegt koffínríkt
kaffi og te orsaki vanstarfsemi á neðri vélinda
hringvöðva, en koffínsnautt kaffi geri það
ekki. Þessi rannsókn leiðir rök að því að sjúk-
lingar með bólgu í vélinda vegna bakflæðis tak-
marki neyslu bæði á koffínríku kaffi og te.
Inngangur
Allt að 60% sjúklinga með meltingarsjúk-
dóma kvarta um einkenni eins og niðurgang,
vindgang eða brjóstsviða eftir kaffineyslu (1).
Margir sjúklingar með bólgu í vélinda vegna
sýrubakflæðis tengja einkenni sín við kaffi,
þótt ástæður fyrir því séu óljósar. Þrjár kenn-
ingar hafa verið settar fram til að skýra þetta
orsakasamband. í fyrsta lagi að kaffi hafi bein
ertandi áhrif á slímhúð vélinda (2). í öðru lagi
að kaffi örvi framleiðslu magasýru (3) og í
þriðja lagi hafi það þau áhrif á neðri vélinda
hringvöðva/þrengi (LES pressure, LESP)
(lower esophageal sphincter, LES) að þrýst-