Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 50

Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 50
492 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Formannaráðstefna Læknafélags íslands Forniannaráðstefna LÍ var haldin 19. maí síðastliðinn í Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Sverrir Bergmann formaður LÍ setti ráðstefnuna en fundar- stjóri var Gestur Þorgeirsson formaður LR. Formaður rakti helstu mál er komið hafa til kasta læknasam- takanna frá aðalfundi síðastlið- ið haust. Hann gerði grein fyrir því hvernig unnið hefur verið að afgreiðslu ályktana aðalfundar- ins og hvar á vegi hver og ein þeirra er stödd. Einnig sagði hann frá lokum framkvæmda við Hlíðasmára 8, í Kópavogi og fór yfir stöðu Námssjóðs lækna, en hætt var að greiða í sjóðinn um síðustu áramót. Annars staðar í blaðinu er nánar greint frá Námssjóði lækna. Talsverð umræða varð um til- vísanamálið sem mjög hefur reynt á þolrif læknasamtakanna síðustu vikurnar. Umræðan var hreinskiptin og vildu menn greinilega bera klæði á þau vopn sem beitt hefur verið. Þótt skoðanir væru sem fyrr skiptar um tilvísanaskylduna var greini- legt að menn töldu miður að heilbrigðisráðherra hefði tekist að magna svo mjög óvinafagnað meðal lækna. Tilvísanamálið hafi ekki verið sett fram sem heilbrigðismál heldur sem póli- tískt baráttumál. Vandi lækna- samtakanna væri ekki síst sá að þau skorti heilbrigðispólitíska stefnumótun til að bregðast við svona uppákomum. Hvað gera samtökin til dæmis þegar næsta reglugerð um tilvísanaskyldu verður dregin upp? Einnig töldu ýmsir að innan læknasam- takanna skorti hugmyndafræði- lega umræðu um markmið læknisfræðinnar. Mjög ákveðnar hugmyndir komu fram um nauðsyn þess að endurskoða skipulag lækna- samtakanna og var hugmyndum þar að lútandi beint til stjórnar LÍ. Á formannaráðstefnunni var gerð grein fyrir starfi einstakra nefnda og starfshópa og verður nokkurs getið hér: — Orlofsnefnd var með ítar- lega skýrslu, en hún hefur ný- lega gert grein fyrir sínum mál- um í Læknablaðinu (Lækna- blaðið 1995; 81: 268-9). — Verið er að rita sögu læknasamtakanna. Til starfans er ráðinn Jón Ólafur ísberg sagnfræðingur. Skýrði hann frá framgangi undirbúningsvinnu. — Vilhjálmur Rafnsson rit- stjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins gerði grein fyrir stöðu útgáfumála sem segja má að sé á góðu róli eftir samein- ingu blaðanna. — Formaður Námskeiðs- og fræðslunefndar Stefán B. Matt- híasson gerði grein fyrir tillögu- drögum nefndarinnar, sem unn- in eru í samvinnu við Fram- haldsmenntunarráð lækna- deildar HÍ um mat á símenntun lækna (sérfræðinga innan LI). — Nefnd sem farið hefur of- an í saumana á starfsemi skrif- stofu læknasamtakanna skýrði frá niðurstöðum sínum. — Loks urðu allnokkrar um- ræður um lífeyrismál, ekki síst stöðu eldri lækna, í framhaldi af umræðu um hóptryggingu lækna og tilboð sem borist hefur í hana. -bþ-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.