Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1995, Side 56

Læknablaðið - 15.06.1995, Side 56
498 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 íðorðasafn Andnauð Árni Björnsson, fyrrverandi yfirlæknir, hringdi og var að fást við þýðingu á hugtakinu acute respiratory distress syndrome. Enska orðið distress er talið komið úr latínu, af sögninni distringere sem nterkir meðal annars að draga sundur, teygja, pynta eða koma í veg fyrir sam- einingu. Franska nafnorðið dé- tress, bágindi, neyð, er af sama uppruna. Nafnorðið distress er gjarnan þýtt með íslensku orð- unum eymd, neyð eða bágindi og sagnorðið distress með ís- lensku sögnunum að hryggja eða að þjá. Distress er ekki upp- flettiorð í íðorðasafni lækna, en kemur fyrir í samsetningunni respiratory distress syndrome of the newborn, sem fær heitið fyrirburaandnauð. Fyrirbærið kemur vissulega helst fyrir hjá fyrirburum, en full nákvæmni krefst þess þó að það nefnist heilkenni nýburaandnauðar. 1 samræmi við það verður acute respiratory distress syndrome að nefnast brátt andnauðar- heilkenni. Til greina getur kom- ið að stytta heitið, þegar víst er hvað við er átt, og tala þá um bráða andnauð. Heilkenni Heitið syndronie er komið úr grísku og táknar ýmislegt það, sem fer saman eða birtist sam- tímis. Forliðurinn syn- merkir saman, en síðari hlutinn, drome, er talinn kominn af sögninni dramein, að hlaupa. Læknisfræðileg skilgreining á syndrome getur verið þannig: Samstœða teikna (signs) og einkenna (symptoms) sem ein- kenna tiltekna sjúklega heild, lækna 66 eða samkvæmt texta Iðorða- safnsins: Heild einkenna og teikna sem vitað er eða álitið er að einkenni kvilla, sjúkleika eða meinsemd. Upphaflega mun syndrome eingöngu hafa verið notað um sjúkleika af óþekkt- um orsökum, sem erfitt var að skilgreina öðruvísi en á grund- velli samfarandi einkenna. Gert var ráð fyrir að hver slíkur sjúk- leiki mundi síðar fá heiti sjúk- dóms, til dæmis þegar hann mætti skilgreina til fullnustu eða þegar orsakir væru fundnar. Það hefur hins vegar ekki geng- ið eftir og fjöldinn allur af slík- um fyrirbærum hefur haldið heiti sínu sem syndrome, þrátt fyrir að orsakir hafi fundist. Heitið syndrome hefur einnig verið notað um ýmsar samstæð- ur einkenna sem geta vísað til fleiri en eins sjúkdóms. 126. út- gáfu læknisfræðiorðabókar Stedman’s eru tilgreind að minnsta kosti 900 mismunandi syndrome. íðorðasafn lækna notar heitið heilkenni um syndrome. Örn Bjarnason, formaður Iðorða- nefndar, telur að það hafi orðið til um 1980, í þann mund sem vinna við Iðorðasafnið hófst, og að Helgi Hálfdánarson, fyrrver- andi lyfsali og þýðandi, hafi sett fram hugmyndina í umræðum yfir kaffibolla í húsnæði Is- lenskrar málstöðvar vestur á Aragötu. Mörgum læknum finnst heilkenni framandi heiti og nota það ekki. Svo fór undir- rituðum einnig í fyrstu (sbr. FL 1990; 8(10): 9), en eftir að hafa ákveðið að láta ekki neina for- dóma spilla, hefur honum tekist að gera sér það tamt bæði í rit- uðu og töluðu máli. Heilkenni er sambærilegt við annað mikið notað heiti, einkenni, og fall- beygist á sama hátt. Líta má svo á að heitið hafi orðið til með samruna og styttingu orðanna heild og einkenni, heil-kenni. Skorað er nú á lækna að gefa heitinu tækifæri til að vinna sér sess í íslenska fræðimálinu með því að reyna að nota það alltaf þegar syndrome eru til umræðu. Ætisár Ásgeir Theódórs vakti at- hygli á þýðingu íðorðasafnsins á ulcus pepticuni, en það er nefnt ætissár. Undirrituðum þótti strax sem þarna væri um ritvillu að ræða og að fyrirbærið ætti að heita ætisár (með einu essi). Samkvæmt fslenskri orðabók Máls og menningar merkir sögnin að æta það að skafa út eða eyða með sýru. Reyndar er nafnorðið æti notað um eitt- hvað ætilegt og flest tilgreind heiti sem byrja á æti- vísa í það sem hægt er að éta, til dæmis ætihvönn, ætisveppur og æti- þang. Engu að síður er heitið ætisár liprara og þægilegra í framburði en ætissár. Einnig hefði komið til greina að nefna fyrirbærið átusár, en það er hins vegar þegar frátekið og notað um phagedena, en annað heiti á því fyrirbæri er drepsár. Ulcus er latneskt heiti sem táknar sár, en pepticum er komið af grísk- um orðum sem vísa til melting- ar. Enn einn möguleikinn væri því meltusár. Jóhann Heiðar Jóhannsson

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.