Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1995, Page 18

Læknablaðið - 15.10.1995, Page 18
712 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 leysi. í stað þess að það verði vesölum fró að vita aðra í kvölinni kunna sjúklingarnir engin skil á því hvort þeirra tilfelli sé sérstaks eðlis eða almenns: „Hefði ég ef til vill getað fengið þessa þjónustu á öðrum spítala? Var mér hafn- að einvörðungu vegna aldurs? Skipti máli að ég er skósmiður en ekki ráðherra?“ Engar al- mennar reglur geta að vísu firrt heilbrigðis- starfsfólk ábyrgð á faglegum ákvörðunum í hverju einstöku tilviki, fremur en nokkur siða- regla tekur af okkur ómakið að hugsa siðferði- lega. En það breytir því ekki að reynslan virð- ist sýna að fátt sé veitendum jafnt sem þiggj- endum heilbrigðisþjónustu síður til hugarléttis og raunabóta en að gagnkvæm óvissa ríki þeirra í millum um það hver geti ætlast til hvers af hverjum. Boðskapur þessa kafla er því í raun ekki annar en ítrekun á niðurstöðu kaflans Vandinn í hnotskurn að brýn þörf sé opinberr- ar stefnumótunar, og þar með skipulegrar forgangsraðar, í heilbrigðisþjónustu. Hvað er réttlæti? Þótt spurningunni um þörfina fyrir forgangs- röðun hafi verið svarað játandi lætur önnur jafnskjótt að sér kveða: Hver er þá hin réttláta forgangsröðun? Eins og fram kom í upphafi hafa æ fleiri heimspekingar fundið hjá sér köll- un til að svara þessari síðari spurningu í grein- um og bókum á umliðnum árum. Svörin skipt- ast nánast í jafnmörg horn og heimspekingarn- ir, en þau eiga þó eitt sameiginlegt: Að vera beint eða óbeint runnin undan rifjum miklu almennari kenninga um það hvað réttlœti sé, og þá umfram allt réttlæti að svo miklu leyti sem það varðar skiptingu lífsgœða. Verkefni mitt hér á eftir (í köflunum Forgangskvarðarnir og Hrufuminnsti hnullungurinn) verður að láta reyna á þolrif hinna einstöku mælikvarða á réttláta forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu; en áður en að því kemur er brýnt, til skilnings- auka, að rifja upp nokkur einföld sannindi um hinar almennu réttlætiskenningar sem þessir einstöku kvarðar eru leiddir, eða má leiða, af. Fyrst ber fræga að telja verðskuldunarkenn- ingu um réttlætið (retributivism). Samkvæmt henni felst réttlæti almennt í því að hver fái það fyrir snúð sinn sem hann á skilið. Með öðrum orðum byggist réttlætið, eftir kenningu þess- ari, á reglunni um makleg málagjöld: Að allir uppskeri eins og þeir hafi til sáð. Góðmenni eiga skilið umbun góðverka sinna; varmennin, sem sáð hafa vindi, skuli hins vegar uppskera storm. Forsenda verðskuldunarkenningarinn- ar er mjög djúprætt hugmynd, sem virðist hafa skotið upp kolli í öllum þekktum samfélögum, um hvað sé mátulegt á hvern og einn. f heimin- um á að vera ríkjandi siðferðilegt jafnvægi en misgerðamennirnir raska því með breytni sinni og skulu því hljóta refsingu, sem líkasta afbrot- inu, til að jafna metin á ný („syndum bera gjöld“, „auga fyrir auga...“, „sök bítur sek- an“). Blómaskeið verðskuldunarhugmynda á íslandi var á söguöld þegar hefndarskyldan átti að gegna þessu jafnvægishlutverki; og tókst miðlungi vel eins og við munum. En það er langt í frá að hægt sé að afgreiða slíka kenningu sem einbera forneskjuóra; hún á sér of djúpar rætur í hjörtum fólks til þess og birtist meðal annars í nútímanum í svokallaðri gjaldstefnu um refsingar er á sér öfluga talsmenn meðal lærðra og þó einkum leikra. Almenningsálitið krefst þannig sífellt harðari refsinga sem betur hœfa glœpnum. Verðskuldunarkenningin leið- ir af sér a) verðskuldunarkvarða á réttláta for- gangsröð er reifaður verður í næsta kafla. Önnur almenna réttlætiskenningin er jafn- aðarstefna (socialism). Hún er jafnvel enn margræddari en verðskuldunarkenningin og þarfnast síður upprifjunar hér. Réttlæti felst samkvæmt jafnaðarstefnunni í því að hver upp- skeri eftir þörfum. Hinn réttláti jöfnuður sem að er stefnt helgast þannig ekki endilega af því að allir fái nákvæmlega það sama í sinn hlut heldur hinu að allir séu jafnmennskir og eigi því jafnan rétt til að fullnægja þörfum sínum. Hlutverk ríkisins er að stuðla að slíkum jöfn- uði, jafnvel þótt það kosti að stundum verði að hrifsa lífsgæði frá þeim sem eru betur megandi og telja sig eiga (sögulegt) tilkall til þeirra. Neikvœð friðarréttindi manna (til að vera látn- ir afskiptalausir) eru enda að dómi jafnaðar- manna síst mikilvægari en jákvæð reisnarrétt- indi þeirra (til að fá skertan hlut sinn bættan). Stefnumiðið er framtíðarþjóðfélag jöfnuðar og bræðralags sem ýmist er talið söguleg nauðsyn, staðleysa er verði óhjákvæmilega að veruleika fyrr eða síðar í krafti félagslegra lögmála, ell- egar ástand sem okkur beri siðferðileg skylda til að stuðla að með frjálsum ákvörðunum okk- ar. Af jafnaðarstefnunni leiöir h) þarfakvarða, bl) samfélagsþarfakvarða eða b2) tekjukvarða á forgangsröðun. Þriðja réttlætiskenningin sem skiptir okkur máli er af meiði frjálshyggju (libertarianism). Samkvæmt henni felst réttlæti í því að tilkall

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.