Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 745 stofureksturs, móttöku sjúk- linga og lækningastarfsemi. Ef unnt er að meta þörf aukinnar sérfræðiþjónustu væru slíkar upplýsingar vafalaust gagnlegar fyrir þá sem hyggjast flytjast heim til að hefja störf á íslandi. Upp í hugann koma atriði eins og hversu margir eru starfandi í greininni, eru biðlistar til stað- ar, hvenær kom síðasti sérfræð- ingur inn á samninginn í við- komandi grein og svo framveg- is. Sérstök sameiginleg bókun var undirrituð af báðum aðilum samningsins þar sem meðal annars kemur fram að við ákvörðun á einingafjölda í næsta samningi skuli líta til þess hvort ný læknisverk sé verið að vinna, fjölgunar íbúa og fleira. Ég vil geta þess að lokum að einn fulltrúi Heilbrigðisráðu- neytisins hefur stungið upp á því að TR og Heilbrigðisráðuneytið ákveði þörfina fyrir nýja sér- fræðinga og létti þannig af læknafélögunum eða fulltrúum þeirra því erfiða hlutskipti. Væri það heppileg leið fyrir lækna? I ljós kann að koma að fulltrúar almennings á íslandi kjósi að þrengja svo mjög að sérfræðingsþjónustunni að sér- fræðingar sjái þann kost einan að segja sig alfarið af samningi við TR jafnvel strax um næstu áramót. Engu að síður er mikil- vægt að læknasamtökin setji þær leikreglur sem sanngjarnar geta talist fyrir samráðsnefnd á meðan unnið er eftir nýgerðum samningi við TR. Með kveðju og þökk fyrir samráð Gestur Þorgeirsson formaður LR" Frá ritstjórn Nú þegar liðiö er um ár frá sameiningu Fréttabréfs lækna og Læknablaðs skal áréttað að undir fyrirsögninni Umræða og fréttir birtast aðsend bréf og athugasemdir lækna um hvað eina sem þeir óska að tjá sig. Einkum er hér haft í huga efni sem lýtur að félags- og hagsmunamálum lækna, skipulagi heilbrigðismála og hlutverki lækna í víðum skilningi. Sem áður bera menn sjálfir ábyrgð á skrifum sínum, enda birtast þau undir nöfnum. Það er ósk ritstjórnar að læknar noti blaðið sitt sem málgagn, þeir hugsi stórt þannig að blaðið eflist og verði meira lesið, en læknar sjálfir þroskist af. Alþjóðlega sjúkdóma- og dánarmeinaskráin, 10. útgáfa Heilbrigðisráðherra hefur að tillögu landlæknis ákveðið að 10. útgáfa Alþjóðlegu sjúk- dóma- og dánarmeinaskrárinn- ar verði tekin í notkun hér á landi eftir rúmlega eitt ár eða 1. janúar 1997. Ekki er heimilt að taka 10. útgáfuna í notkun á ein- stökum stöðum fyrir þann tíma. Útgáfa Læknafélags íslands verður sú útgáfa sem fara ber eftir hér á landi, en í henni verða bæði ensk og íslensk heiti við hvert númer. Þess er vænst að þrátt fyrir þetta verði ís- lenska útgáfan ódýrari en sú enska og er læknum og stofnun- um eindregið ráðlagt að kaupa ekki ensku útgáfuna. I íslensku útgáfunni verða nokkrar breyt- ingar frá frumútgáfu WHO, til dæmis hvað varðar samnorræna slysaskráningu, sem er talin henta mun betur en sú enska. Breytingarnar eru gerðar í sam- ráði við WHO og með leyfi stofnunarinnar. Jafnhliða gildistöku 10. út- gáfu Alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrárinnar verður tekin upp samnorræn aðgerða- skráning, en vinnsla þeirrar skráningar er nú á lokastigi. Talsverð vinna er þó eftir í tölvukerfum sjúkrahúsanna við báðar skrárnar. Ráðgert er að hafa námskeið í notkun beggja skránna sam- tímis næsta haust og verður það nánar tilkynnt síðar. Frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og landlækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.