Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 22
716 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Bandaríkjunum, þar sem nær væri að klípa fyrst af því ógnarfé sem fer til hermála og geimrannsókna, en sökum þess að jafnvel heyrist rætt um forgangsröðun á íslandi, þar sem engum hernaðar- og geimútgjöldum sé fyrir að fara, hljóti að verða að taka mark á vandamálinu. Hann stingur upp á mörgum kostum, áður en gripið sé til forgangsröðunar sjúklinga, svo sem að böndum verði komið á laun lækna og starfsfrelsi þeirra skert, hjúkrun- arfræðingar og sjúkraliðar taki að sér veiga- meiri verkefni og að meiri áhersla verði lögð á forvarnir en nú er gert (34). En að þessu slepptu hlýtur þörfin fyrir þjónustu að ráða forgangi: Brýnustu þörfina er mest að meta. Gagnrýni: 1) Þarfahugtakið er æði afsleppt og hefur valdið heilabrotum í stjórnfræðum þar sem allt kapp er lagt á að þjóna þörfum við- skiptavinanna. Þar, eins og hér, er óljóst hvort einungis er átt við raunverulegar eða einnig ímyndaðar þarfir; þarfir sem velta á löngunum eða einhverjum varanlegri hagsmunum; þarfir he'r og nú eða einnig þarfir framtíðar. I hvaða skilningi þarf þntugur hjartasjúklingur meira á hjartaígræðslu að halda en sextugur? Er ekki hætt við að hjólið sem mest ískrar í fái smurn- inguna þó að önnur þarfnist hennar kannski ekki síður? 2) Þessi kvarði virðist vera fram- setning á vandanum fremur en lausn. Að vísu er skiljanlegt að þörf ráði forgangi; en vandinn var nákvæmlega þessi: Hverjir þurfa mest á heilbrigðisþjónustu að halda og hvað á að gera ef margir þarfnast hennar jafnt? Er ekki þarfa- sekkurinn í raun botnlaus hít, eins og rakið var í kaflanum Vandinn í hnotskurn? Vegna þessara almennu ágalla hafa jafnað- armenn hyllst til að setja fram afmarkaðri og betur skilgreinda þarfakvarða, bl) og b2): bl) Samfélagsþarfakvarði. Það eru ekki þarfir einstaklinga heldur heildarhagsmunir samfélagsins sem ráða skulu forgangsröðinni. Gagnrýni: 1) Mat á samfélagshagsmunum er torvelt. Hvor þjónar slíkum hagsmunum betur — og á því að hafa forgang — sex barna ein- stæð móðir eða nýr Mozart? 2) Mat samfélags- hagsmuna er ekki aðeins torvelt; það getur auðveldlega skapað þann vanda að saklausir, heilbrigðir einstaklingar séu gerðir að blóra- bögglum, það er fórnað heildarinnar vegna (notaðir í varahluti í líffærabönkum og svo framvegis) (35). b2) Tekjukvarði. Þeir skulu njóta forgangs sem minnst hafa auraráðin; hinir sem betur mega sín verða, ef allt um þrýtur, að sjá um sig sjálfir. Það kann að þykja skjóta nokkuð skökku við, en sterkustu rökin á íslandi fyrir þessarí tekjujöfnunarleið hefur verið að finna í leiðurum Morgunblaðsins. Blaðið er ósam- mála þeirri afvegaleiddu jafnaðarstefnu að eitt skuli yfir alla ganga, óháð aðstæðum, en leggur þess í stað til „að tekin verði upp víðtœk tekju- tenging bœði í heilbrigðiskerfinu og trygginga- kerfinu", það er að fólk greiði kostnað þar „í samrœmi við tekjur sínar" (36). Blaðið leggur að vísu til að á sama tíma verði boðið upp á „einkarekinn valkost í heilbrigðiskerfinu" (37), þannig að þeir sem vilja og efni hafi á geti keypt sig út úr hinni opinberu forgangsröð — en það breytir því ekki að meginhugmyndin er tekjujöfnunarættar, það er að segja sósíalísk. Gagnrýni: 1) Þeir sem borga mest í skatta (hinir tekjuhæstu) fá minnst í sinn hlut. Þetta er í senn óréttlátt og hlýtur að skapa megna óvild í garð ríkisrekins heilbrigðiskerfis hjá hátekjuhópum, yfirstétt. 2) Kostnaður við legu á sjúkrahúsum og hvers kyns meðferð er svo mikill að jafnvel er ofviða meðaltekjufólki að axla hann sjálft. Sparnaðurinn yrði því mjög lítill af þessu kerfi og bitnaði í raun aðeins á hinum allra tekjuhæstu. c) Frjálshyggjumenn stinga upp á markaðs- kvarða: Þeir skulu koma fyrst í forgangsröð- inni sem mest vilja borga fyrir þjónustuna. Markaðsöflin leysa því vandann hér sem ann- ars staðar — eða öllu heldur leysa hann upp. Það er enginn vandi lengur til varðandi opin- bera ákvarðanatöku eftir að heilbrigðiskerfið hefur verið einkavætt og einstaklingarnir taka sjálfir ákvarðanir um það, eftir ólíkum for- sendum sínum og hagsmunum, hvaða þjónustu þeir kjósa sér. Þeir taka þannig ábyrgð á eigin heilsu, til dæmis með því að kaupa sjúkratrygg- ingar fyrir sig og börnin sín (38). Flestir frjáls- hyggjumenn leggja þó til að sett verði upp ákveðið öryggisnet fyrir þá allra tekjulægstu; þeir fái opinbera fjárhagsaðstoð (til dæmis með einhvers konar ávísanakerfi) til að kaupa sér þá þjónustu sem þeir æskja, þó að þeir eigi í strangasta skilningi engan rétt á slíku (39); en að öðru leyti verði líknarsamtökum falið að sjá fyrir þeim sem ekki hafa bolmagn til að skapa sér hlutgengi á markaðnum. Með hugmynd- inni um öryggisnet nálgast markaðskvarðinn ögn tekjukvarða sósíalistanna (b2), þótt úr ólíkri átt og með öðrum áherslumerkjum sé. Gagnrýni: 1) Heilbrigði er mjög sérstök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.