Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 38
730 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Table I. Components of'antibody pools used. Pools Components T 1, 3, 13, B3264 u 2, 4, 6, 28, W 5, 11, 12, 27, 44 X 8, 14, 25, lmp.19 Y 9, 18, 22, 23 efnasöfn voru notuð til þess að afmarka ákveð- ið safn mögulegra T-prótíngerða (tafla I). Síð- an var eingildum mótefnum úr viðeigandi safni beitt við kekkjunarprófin. Þrjátíu og einn stofn var sendur til Strepto- coccal Reference Laboratory, Central Public Health Laboratory í Lundúnum, til greiningar á M-prótínum. Þetta voru stofnar af algeng- ustu T-prótíngerðum frá þeim tímabilum þegar tíðni var hæst og voru þeir valdir af handahófi. Frá árinu 1989 voru sendir fimm stofnar af prótíngerð Tl, fjórir af T28 og fjórir af T4. Jafnframt voru sendir fjórir T4-stofnar og fjórir af gerð T28 frá 1991 og fimm stofnar af Tl ásamt fimm af gerð T3 frá árinu 1993. Niðurstöður Á árunum 1986-1993 ræktaðist 5. pyogenes úr 8746 sýnum á sýklafræðideild Landspítal- ans, það er að meðaltali úr 1093 sýnum á ári (tafla II). Þessar ræktanir voru flestar úr háls- strokum (85%) en hlutdeild þeirra í heildar- fjölda sýna hafði aukist úr 81% í tæplega 91% árið 1993. Heildarfjöldi innsendra sýna og já- kvæðra S. pyogenes ræktana sveiflaðist mikið á milli ára en fjöldinn virtist stöðugt aukast seinni hluta rannsóknartímabilsins (tafla II). Meðalfjöldi jákvæðra S. pyogenes ræktana hækkaði á vetrum og náði hámarki í febrúar og mars en lækkaði þar á eftir og var lægstur á haustin. Niðurstöður stofngreininga á S. pyogenes (tafla III og IV) sýndu að Tl var algengust á árunum 1988-1989, T4 og T28 1991-1992 en Tl var þá nánast horfin. Árið 1993 var Tl aftur orðin algengasta stofngerðin auk T3. Ekki var marktækur munur á stofngerðunum í febrúar og í ágúst og virtist sem sömu stofngerðirnar hafi valdið flestum S. pyogenes sýkingum allt árið um kring. Af þessu má ljóst vera að miklar sveiflur voru á algengi einstakra stofngerða S. pyogenes á því tímabili sem rannsóknin náði til. Munar þar mestu um tíðnisveiflur Tl, T3, T4 og T28. S. pyogenes ræktaðist úr 29 blóðsýnum sem bárust sýklafræðideild Landspítalans á árunum 1989-1993. Af þeim voru til 26 frystir og voru T3, T12 og T28 algengastar. Lítið samhengi virtist vera á milli stofngerða og tegundar sýnis. Ekki reyndist umtalsverður munur á stofngerðum sem ræktuðust úr hálsi annars vegar og á sýnum sem ræktuðust annars staðar frá hins vegar, og gildir einu hvort um blóð, sár eða einhver önnur sýni var að ræða. Þó ber að hafa í huga að hlutur annarra sýna en hálsstroka var tiltölulega lítill þannig að fara verður með gát varðandi vangaveltur þessu lút- andi. Um marktækan mun á milli febrúar og ágúst var ekki að ræða ef bornar voru saman stofn- gerðir með tilliti til aldurs sjúklinga. Aftur á móti var tölfræðilega marktækur munur milli aldurshópa eldri en 14 ára eða 14 ára og yngri, óháð rannsóknartímabili. Á árunum 1991-1992 var T4 algengust hjá þeim yngri eða 43% en þessu var öðruvísi farið hjá þeim eldri, þar sem T28 var algengust, eða um 49%. Allir stofnar (31 talsins) sem sendir voru til Bretlands til ákvörðunar á M-prótínum höfðu hliðstæð T-prótín (Mx,Tx, My,Ty og svo fram- vegis) nema einn. Hann var af stofngerð MLT3. Table II. Number ofS. pyogenes strains isolated from different specimen types 1986-93. Percentage of total in parentecies. Year Pharynx Wounds Blood Other Total 1986 591 (81) 37(5) 9(1) 95 (13) 732 1987 714 (80,5) 72(8) 5 (0,5) 98 (11) 889 1988 783 (81) 64(7) 8(1) 109(11) 964 1989 509 (81) 37(6) 5(1) 78 (12) 629 1990 1112 (86,5) 40(3) 4 (0,3) 131 (10,2) 1287 1991 1311 (88,4) 61 (4,1) 5 (0.3) 106 ( 7,2) 1483 1992 575 (82) 78(11) 7(1) 45 (6) 705 1993 1864 (90.6) 81 (4) 8 (0.4) 104 (5) 2057 Total 7459 (85) 470 (5) 51(1) 766 (9) 8746 (100)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.