Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 50
740 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 miðmæti voru eðlilegar. Tölvusneiðmynd af spjaldliðum (articulatio sacroiliaca) var eðlileg. Blöðruspeglun sýndi nokkrar bólgubreytingar og fékk sjúklingur Doxycycline sem langtímameðferð við þvagfærasýkingu. I september höfðu sjónhimnublæðingarnar minnkað mjög og í nóvembermánuði voru þær horfnar. Notkun Trimethoprimum/Sulfamethoxazole (Pri- mazol(g)/Bactrim®) við þvagfærasýkingum er al- menn hér á landi sem annars staðar. Aukaverkanir súlfonamfða eru margar og vel þekktar. Trimetho- primum/Sulfamethoxazole er talið vera þrisvar sinn- um líklegra til að valda útbrotum á húð en Sulfa- methoxazole eitt og sér. Lithimnubólga er sjaldgæf aukaverkun súlfonamíða og voru einungis 12 banda- rísk tilfelli skráð á árunum 1976 til 1989 hjá US Food and Drug Administration og The National Registry of Drug-Induced Ocular Side Effects. Sjónhimnublæðingar eru mjög sjaldgæf aukaverk- un af Sulfamethoxazole. Þetta tilfelli er hið eina sem tilkynnt hefur verið í kjölfar Trimethoprimum-gjaf- ar án Sulfamethoxazole. Notkun súlfonamíða og Trimethoprimum er mjög almenn hér á landi og nauðsynlegt að vera á varð- bergi gagnvart aukaverkunum þeirra, þótt sjaldgæf- ar séu. 10. Gláka á Vesturlandi Guðrún J. Guðmundsdóttir Markmið þessarar athugunar var annars vegar að kanna algengi gláku á Vesturlandi og hins vegar að kanna hvort algengi væri mismikið eftir svæðum inn- an fjórðungsins. I könnun sem gerð var á fyrra ári á sjóndepru á Vesturlandi kom í ljós að tíðni sjón- skerðingar vegna gláku var mjög misjöfn eftir svæð- um, minnst á Akranesi þar sem 0,11% íbúa voru sjónskertir á öðru eða báðum augum vegna gláku en mest í Dalasýslu eða 1,26% íbúa. Markmiðið nú var því meðal annars að kanna hvort gláka væri í raun algengari í Dalasýslu eða hvort aðrar skýringar fynd- ust, svo sem hærri meðalaldur íbúa á þessu svæði. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og tald- ir allir einstaklingar sem voru á lyfjameðferð vegna gláku eða höfðu gengist undir augnaðgerð vegna gláku og voru á lífi 1. desember 1994. Undanskildir voru einstaklingar með glákugrun. Niðurstöður: Skráðir voru 149 einstaklingar með gláku, þar af 147 eldri en 50 ára og voru þeir allir með hæggenga gláku. Karlar voru 79 eða 53% en konur 70 eða 47%, er það kynjahlutfall í samræmi við aðrar kannanir. Heildaralgengi miðað við íbúa- fjölda var 1,02%, 1,05% karla en 0,99% kvenna. Algengi meðal íbúa 50 ára og eldri var 4,33% (karlar 5,53%, konur 4,12%) og60 ára og eldri 6,47% (karl- ar 6,83%, konur 6,47%). Algengi gláku var flokkað nánar eftir kyni og fimm ára aldursflokkum, fór algengi mjög vaxandi í eldri aldursflokkunum til dæmis voru 15,8% karla og 18,6% kvenna á aldrin- um 80-84 ára með gláku en 22,7% karla og 11,8% kvenna 85 ára og eldri. Samanburður við könnun Guðmundar Björns- sonar og Guðmundar Viggóssonar 1982 á gláku á landinu öllu sýnir að bæði þá og nú er algengi gláku á Vesturlandi nokkuð yfir landsmeðallagi, einkum í eldri aldursflokkunum (80 ára og eldri). Allt landið 1982; 10,8%, Vesturland 1982; 15,2% og Vesturland 1994; 16,8%. Heildaralgengi eftir svœðum: Akranes 0,84%, Snæfellsnes 0,84%, Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 1,13%, Reykhólahreppur 1,44, Dalasýsla 2,37%. Fimmtíu ára og eldri; Akranes 3,56%, Snæfellsnes 4,24%, Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 4,31%, Reyk- hólahreppur 5,10%, Dalasýsla 8,23%. Sextíu ára og eldri; Akranes 5,38%, Snæfellsnes 6,90%, Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 6,04%, Reykhólahreppur 7,46%, Dalasýsla 11,8%. Sjónskertir glákusjúklingar: Attatíu og þrfr sjúk- lingar voru sjónskertir á öðru auga eða báðum (mið- að við sjón minni en 0,3), það er 55,75% allra gláku- sjúklinga. Tíðni var minnst á Snæfellsnesi (44,7%) en mest í Dalasýslu (65%). Margir voru sjónskertir fyrst og fremst af öðrum orsökum og voru þeir flokk- aðir úr, reyndust 43 sjónskertir á öðru eða báðum augum af völdum gláku eingöngu eða 43% allra glákusjúklinga. Skipting eftir svæðum: Akranes 13,9%, Snæfellsnes 23,7%, Mýra- og Borgarfjarðar- sýsla 31,8%, Reykhólahreppur 60%, Dalasýsla 55%. Blinda af völdum gláku: Þrjátíu og einn sjúk- lingur var blindur á öðru auga eða báðum vegna gláku, þaðer20,8%. Skipting eftir svæðum: Akranes 10%, Snæfellsnes 8%, Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 28%, Reykhóla- hreppur 40%, Dalasýsla 50%. Það er því niðurstaða þessarar könnunar að bæði er algengi gláku meira í Dalasýslu og Reykhóla- hreppi en á öðrum svæðum og einnig mun meira um sjónskerðingu og blindu af völdum gláku á þessum sömu svæðum. 11. Bogfrymlasótt á Landakotsspítala 1985-94 Ólafur Grétar Guðmundsson Bogfrymlasótt (toxoplasmosis) er algengasta þekkta orsök æðu- og sjónubólgu (chorioretinitis) í heiminum og er ein talin orsök tæplega þriðjungs allra tilfella. Sýkingin er þekkt um allan heim en er mjög misalgeng eftir löndum. I Mið-Ameríku og Frakklandi er allt að 90% fólks með mótefni gegn sýklinum í blóði en hér á íslandi er tíðnin talin á bilinu 4-17%. í Bandaríkjunum er tíðnin 3-30%, mismunandi eftir fylkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.