Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 48
738 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 oretinal æð. Þetta er ekki marktækur munur (p= 0,17). Ályktun: Tilvist cilioretinal æðar í augnbotnum virðist ekki hafa áhrif á sykursýkibreytingar í augn- botnum. 7. Endurblæðingar hjá börnum með forhólfsblæðingu í auga Harpa Hauksdóttir, Haraldur Sigurðsson Frá augndeild Landakotsspítala Tilgangur: Að athuga hversu algeng endurblæð- ing er hjá börnum sem fengu forhólfsblæðingu (hy- phema) í auga á tímabilinu 1984-1993 og lögðust inn á Landakotsspítala. Aðferð: Farið var yfir sjúkraskrár barna sem lögð- ust inn á Landakotsspítala á árunum 1984-1993 vegna forhólfsblæðingar og athugað hve mörg þeirra fengu endurblæðingu. Niðurstöður: Fimmtíu og átta börn voru með for- hólfsblæðingu á þessu tímabili. Fimm (8,6%) þeirra fengu endurblæðingu. Þrjú af fjórum voru ekki lögð inn á sjúkrahús fyrr en eftir endurblæðingu, eitt leitaði ekki læknis fyrr en eftir endurblæðingu. Þrjú fengu endurblæðingu tveimur dögum eftir áverka, eitt daginn eftir og eitt tveimur og fjórum dögum seinna. Tvö fóru í aðgerð þar sem blóð úr forhólfi var fjarlægt. Eitt fékk gláku. Sjón á auganu er hlaut áverkann var 6/9 hjá tveimur, 6/6 hjá einu og eitt sá aðeins ljós eftir áverkann. Upplýsingar um sjón vantar hjá einu. Ályktun: Tíðni (8,6%) endurblæðinga hjá börnum með forhólfsblæðingu í auga er svipuð hér og í ná- lægum löndum. 8. Augnsjúkdómar í insúlínháðri sykursýki Harpa Hauksdóttir, Jóhannes Kári Kristinsson, Ein- ar Stefánsson, Friðbert Jónasson, Ingimundur Gíslason Frá Háskóla íslands, augndeild Landakotsspítala Tilgangur: Gerð var faraldsfræðileg þverskurðar- rannsókn á algengi augnsjúkdóma í insúlínháðri syk- ursýki og algengi sjónskerðingar og blindu í hópi sykursjúkra sem eru í reglubundnu eftirliti. Aðferð: Farið var yfir gögn sjúklinga sem fengu insúlínháða sykursýki fyrir þrítugt og eru í eftirliti á göngudeild augndeildar. Aldur og kyn voru skráð, niðurstöður síðustu skoðunar á augum og sjón, ald- ur við upphaf sjúkdóms, hve lengi sykursýkin hafði varað og meðferð. Niðurstöður: Alls tóku 305 sjúklingar þátt í rann- sókninni, 132 (43,3%) konur og 173 (56,7%) karlar. Meðalaldur sjúklinga var 31,4 ár (fjögurra til 75 ára). Meðalaldur, þegar sykursýki greindist, var 15,0 ár (eins til 29 ára). Meðalárafjöldi sem sykursýki hafði staðið var 16,4 ár. Eitt hundrað fjörutíu og níu sjúk- lingar (48,4%) höfðu engar sykursýkibreytingar í augnbotnum, 156 (51,1%) höfðu einhverjar sykur- sýkibreytingar í augnbotnum, af þeim höfðu 133 (43,6%) breytingar í báðum augum en 23 (7,5%) einungis í öðru auganu. Þijátíu og níu (12,8%) höfðu fengið nýæðamyndun, 3,5% þeirra sem höfðu haft sykursýki skemur en 20 ár en 30,8% þeirra sem höfðu haft sjúkdóminn í 20 ár eða lengur. Þrjátíu og átta (12,5%) fengu dreifða (panretinal) leysimeðferð, 23 (7,5%) fengu leysimeðferð á ma- kúlu og hjá 12 (3,9%) var gerð glerhlaupsaðgerð. Sex (2,0%) sjúklingar voru sjóndaprir (sjón minni en 6/18 á betra auga). Þar af voru þrír sjóndaprir af öðrum orsökum en sykursýki. Einn (0,3%) var blindur (sjón verri en 3/60 á betra auga). Ályktun: Tíðni sykursýkibreytinga eykst eftir því sem sykursýkin varir lengur. Sjóndepra og blinda vegna sykursýki eru mun sjaldgæfari á Islandi en í nágrannalöndunum. 9. Lithimnubólga og sjónhimnublæðingar í kjölfar Trimethoprimum-gj afar Sjúkratilfelli Jóhannes Kári Kristinsson, Óli Björn Hannesson, Örn Sveinsson, Hörður Þorleifsson Frá augndeild Landakotsspítala, Háskóla Islands í ágúst 1994 var sjúklingur, fæddur 1959, með lithimnubólgu og sjónhimnublæðingar lagður inn á augndeild Landakotsspítala. Á árinu hafði hann fjórum sinnum fengið sýklalyfjameðferð við þvag- færasýkingu, tvisvar sinnum með Primazol(R), einu sinni með Monotrim® og einu sinni með Ciprox- in®. Einum til tveimur sólarhringum eftir lyfjagjöf með tveimur fyrrnefndu lyfjunum fékk sjúklingur kerfiseinkenni, vanlíðan, kuldahroll, lið- og vöðva- verki og einkenni frá báðum augum sem greind voru sem lithimnubólga. Lithimnubólgan hjaðnaði þegar hætt var við lyfin og sterameðferð. Engin einkenni komu við Ciproxingjöf. Eftir gjöf Monotrim® greindust auk þessa sjónhimnublæðingar og var sjúklingur lagður inn í kjölfarið. Blóðpróf reyndust eðlileg fyrir utan ANA sem var jákvætt (>1/300). Sex mánuðum síðar var ANA orðið neikvætt. Rönt- genmynd af lungum sýndi þéttingar neðan við hægri hlið (hilum) sem gátu verið íferð eða íferðarrest (tveimur vikum áður hafði sjúklingur fengið öndun- arfærasýkingu). Tölvusneiðmyndir af bijóstkassa og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.