Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 28
722 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 bera aftur á góma í lokakafla greinarinnar þar sem ég reyni að greiða ögn úr þeirri kvarða- flækju er lesandinn hefur mátt þola hér að framan. Hrufuminnsti hnullungurinn? Leikmönnum er vorkunn þótt þeir álykti að heimspekilegur ágreiningur verði aldrei til lykta leiddur; eftir að hver hafi kynnt sína kreddu hljóti öll frekari umræða að koðna nið- ur í vöflum. Slík ályktun er þó ekki allskostar rétt; raunar er það hlutverk allrar góðrar heim- speki að leita hins endanlega sannleika, hversu torræður og torfenginn sem hann kann að vera á köflum. I þessu tilfelli ætti það að auðvelda eftirgrennslan okkar að fáir þeirra sem deilt hafa um forgangsröðun (nema þá Callahan) hafa þóst höndla nein lausnarorð; leitin hefur ekki snúist um óskasteininn heldur hrufu- minnsta hnullunginn; hinn skásta af mörgum slæmum kostum, eins og ég gat um í öndverðu máli. Hvað varðar hinar almennu heimspekikenn- ingar um réttlæti er freistandi að álykta að þær megi allar rekja til einnar og sömu rótar: verð- skuldunarhugmyndarinnar sem virðist standa fremst í röð þeirra, röklega jafnt og sögulega. Vandi er að neita því að réttlæti sé að hver fái það sem honum ber, enda umlykur sú hug- mynd auðveldlega kjarna allra hinna. Ranglæti fælist þannig í margs kyns ósannindum um verðleika einstaklinga (60); að þeir ættu ekki skilið að fá brýnustu þörfum sínum fullnægt (andstætt jafnaðarstefnu), þeir ættu ekki tilkall til lífs síns, frelsis og eigna (í trássi við frjáls- hyggju), upphafsstaða þeirra í lífshlaupinu skyldi vera gjörólík (öndvert frjálslyndis- stefnu) og þar fram eftir götum. Hitt er að mínum dómi jafnljóst að réttlætið getur aldrei verið nema eitt gildi meðal margra annarra í hinu siðferðilega litrófi. Stundum krefst al- mannaheill þess að látið sé af ströngustu kröf- um réttvísinnar; fátækum fjölskylduföður til dæmis sleppt við að taka út réttláta refsingu enda sé hungursneyð ríkjandi og börn hans hangi á horrim. Það er þannig meðallagi ráð- legt að knýja umræðuna um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu áfram eingöngu á forsend- um réttlætis sem er takmörkuð siðferðishug- sjón þó að hún sé að vísu geysimikilvœg. Far- sælla kynni að vera, eins og nytjastefnumenn hafa lagt til, að inna fremur eftir því hvaða forgangsröð sé rétt (það er auki mest heildar- hamingju samfélagsins) en réttlát. Hamingjan er nú einu sinni hið hinsta mark einstaklinga og samfélags. Eg hef sagt löst á hverjum forgangsröðunar- kvarðanum á fætur öðrum. Þótt ekkert mat hafi enn verið lagt á hlutfallslegt vægi þeirrar gagnrýni sem fram hefur verið borin þykir mér líklegt að lesandinn hafi þegar áttað sig á því að síst virðist færra til vandhæfa í kvörðum f) og g), sem mestrar hylli hafa notið upp á síðkast- ið, en öðrum. Ég hygg til dæmis að þeir hafi lög að mæla sem telja gæðaárakvarðann, í núver- andi mynd, leiða til dólganytjastefnu. Þjóð- hagsleg hagkvæmni vegaframkvæmda á íslandi er gott dæmi um úrlausnarefni þar sem svipuð- um kostnaðar- og nytjakvarða hefur verið beitt. Þar er einungis horft til mælanlegra þátta eins og umferðarþunga og slysatíðni en hinu enginn gaumur gefinn hversu mikilvægt er að halda landinu öllu í byggð, eða hversu lengi fólk á tilteknum stað hefur beðið eftir vegi. Samkvæmt gæðaárakvarðanum fá sjúklingar, á sama hátt, engin stig fyrir að vera einstæðar sex barna mæður eða að hafa lifað grandvöru og heilbrigðu lífi. Einstæðingurinn og þjösninn (hvers ráði er nú komið svo sem maklegt er) geta auðveldlega slegið slíku fólki við, svo fremi að þeir fái fleiri punkta á hinum kalda talnakvarða. Og aldraðir eiga ekki raunhæfan kost á meðferð, fremur en íbúar krummaskuðs á nýjum vegi. Að auki virðist höfuðforsenda gæðaára- kvarðans, áherslan á varanleika meðferðar og virkni, stangast á við mjög djúpstæðar siðferð- ishugmyndir almennings, samanber nýlega könnun á viðhorfum nefndarmanna í heil- brigðisnefndum og félagsmálaráðum í Noregi. Þar kom meðal annars fram: 1) að hinir að- spurðu lögðu meira upp úr jöfnuði við úthlutun fjár til meðferðar en virkni hennar, 2) að virkni væri afstæð við kröm (þannig að meira máli skipti að draga örlítið úr mikilli þjáningu en hlutfallslega meira úr minni píslum) og 3) að virkni skipti meira máli en varanleiki (í árum) (61). Það kann að vísu að vera auðvelt að af- greiða fyrstu niðurstöðuna sem einhvers konar afvegaleidda skandinavíska jafnaðarmennsku, en hinar tvær síðari kunna að vera dýpri merk- ingar. Það er til dæmis algengt meðal lækna að meta árangur krabbameinsmeðferðar eftir því hvort meinið hafi tekið sig upp aftur innan fimm ára og telja skjólstæðinginn lausan við sjúkdóminn ef svo er ekki. Væri ekki eðlilegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.