Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 709 unarinnar á sjúkdómshugtakinu (6), sem og nýtísku heildarhyggju um manninn, að nánast sérhver röskun (líkamleg, sálræn eða félags- leg) á aðlögun einstaklingsins að umhverfi sínu geti talist sjúkleg. d) Þverrandi hagvaxtartrú: Það er ekkert nýtt að fram komi lyf eða tækni sem, að minnsta kosti í byrjun, er ofviða greiðslugetu almenn- ings og jafnvel hins opinbera. Munurinn er sá að til skamms tíma kippti fólk sér ekki svo mjög upp við þá staðreynd; treyst var á að aukinn hagvöxtur myndi fyrr eða síðar ryðja slíkum hindrunum úr vegi. Trúin á óheftan hagvöxt og linnulausar framfarir á efnahags- sviðinu hefur beðið nokkurn hnekki á undan- förnum árum og á sama tíma hefur vaknað uggur um að til kunni að vera óyfirstíganleg kostnaðarhöft. e) Breytt aldursdreifing í samfélaginu: Sé í raun hægt að tala um einhverja hlutfallslega mannfjölgun á Vesturlöndum um þessar mundir þá á hún sér helst stað í röðum eldri borgara. í Þýskalandi er því spáð að hlutfall fólks á sjötugsaldri og þar yfir af heildaríbúa- fjölda komi til með að aukast úr ríflega 20% árið 1990 í rúm 35% árið 2030 og frá öðrum nálægum löndum er svipaða sögu að segja (7). Þess má vænta að yngri kynslóðum þyki þungt undir slíku að búa og eru ástæðurnar auðsæjar: Meðallækniskostnaður öldunga er allt að átta sinnum hærri en þeirra sem yngri eru; þeir þarfnast tæps helmings alls legurýmis og eru skráðir fyrir um þriðjungi legudaga á sjúkra- stofnunum (8). í Bandaríkjunum kveða spá- dómar mannfjöldafræðinga á um að árið 2040 hafi 21% íbúanna náð 65 ára aldri og svelgi 45% allra útgjalda til heilbrigðismála (á móti ríflega 30% nú) (9). í Svíþjóð er gert ráð fyrir að slík útgjöld aukist um 10% á þessum áratug eingöngu vegna breyttrar aldursdreifingar (10). Á íslandi er sjálfvirkur útgjaldavöxtur til heilbrigðis- og tryggingamála vegna öldrunar þjóðarinnar talinn nema um milljarði á ári (sem er fjórfalt hærri upphæð en kostnaðar- aukning vegna ástæðna a)-c) hér að framan) (11) — og þannig mætti lengi telja. Þrátt fyrir þær ástæður sem hér hafa verið nefndar eru þeir enn til sem telja forgangsröð- un gervivandamál; aðeins þurfi að nýta betur það fjármagn sem fyrir hendi sé með gæða- stjórnun í heilbrigðiskerfinu, markvissari stefnumótun og hagræðingu. Slíkar efasemd- arraddir má að því leyti til sanns vegar færa að í Bandaríkjunum gleypa heilbrigðismál um 14% þjóðarframleiðslunnar, samanborið við til dæmis 8-9% í Frakklandi, Þýskalandi, Bret- landi, Japan og á íslandi. Þannig kann kana- díski þingmaðurinn Bernard Sanders að hafa á réttu að standa er hann bendir félögum sínum sunnan landamæranna á að þeim væri nær að reyna að tryggja sömu skilvirkni í heilbrigðis- málum sínum og Kanadamenn hafa náð, í stað þess að leggja kollhúfur yfir einhverjum for- gangskerfum (12). Ég er þó efins um að sömu rök hríni á mörgum öðrum en Bandaríkja- mönnum. Það eru takmörk fyrir því hversu oft Karþagó verður lögð í rúst og af samtölum við forráðamenn heilbrigðismála á íslandi má ráða að þeir telji allt tal um frekari hagræðingu hér nánast goðgá. Af þeim legg sé ekki meira að skafa. Svo fjarri fer að umræðan um forgangsröðun varði í besta falli framtíðar- og í því versta gervivandamál að slík röðun á sér nú þegar stað í rfkum mæli. Ég er þá ekki einungis að vísa til þeirrar tegundar röðunar sem ávallt hefur átt sér stað í heilbrigðisþjónustu og bygg- ist meðal annars á því að jafna takmörkuðum tíma heilbrigðisstarfsfólks niður á sjúklinga, heldur til þeirrar augljósu skömmtunar sem stjórnvöld hafa framkvæmt á undanförnum ár- um með flötum niðurskurði — er aftur hefur haft í för með sér lengingu biðlista, lokun deilda og svo framvegis. Nú er það svo að flatur niðurskurður er í eðli sínu mjög óskynsamleg aðgerð. Engum heil- vita flugumsjónarmanni dytti í hug að fara fram á það, ef flugvél væri ofhlaðin fyrir brott- för, að farþegarnir skæru allir af sér litlu tána til að létta vélina nógu mikið samanlagt. Hann myndi að sjálfsögðu reyna að finna þann sem minnsta þörf eða rétt ætti á flutningi og fara fram á að sá sæti eftir. Forsvarsmenn heilbrigð- isstofnana bregðast ekki heldur við flötum nið- urskurði með misskilinni jafnaðarmennsku af þessu tagi. Þeir koma sér niður á, hver í sínu horni, hvernig hinum takmörkuðu fjármunum verði best varið. En þeir taka slíkar ákvarðanir ekki með glöðu geði, meðal annars vegna þess að þeir telja að þær séu í raun og veru ekki í þeirra verkahring. Þannig hafa breskir læknar rekið upp síendurtekin ramakvein á undan- förnum árum vegna þess að þeir una ekki því nýja hlutverki sínu að vera orðnir einhvers konar hliðverðir eða Lykla-Pétrar heilbrigðis- kerfisins (13). Á íslandi hafa sams konar hljóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.