Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 50
740
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
miðmæti voru eðlilegar. Tölvusneiðmynd af
spjaldliðum (articulatio sacroiliaca) var eðlileg.
Blöðruspeglun sýndi nokkrar bólgubreytingar og
fékk sjúklingur Doxycycline sem langtímameðferð
við þvagfærasýkingu.
í september höfðu sjónhimnublæðingarnar
minnkað mjög og í nóvembermánuði voru þær
horfnar.
Notkun Trimethoprimum/Sulfamethoxazole (Pri-
mazol®/Bactrim®) við þvagfærasýkingum er al-
menn hér á landi sem annars staðar. Aukaverkanir
súlfonamíða eru margar og vel þekktar. Trimetho-
primum/Sulfamethoxazole er talið vera þrisvar sinn-
um líklegra til að valda útbrotum á húð en Sulfa-
methoxazole eitt og sér. Lithimnubólga er sjaldgæf
aukaverkun súlfonamíða og voru einungis 12 banda-
rísk tilfelli skráð á árunum 1976 til 1989 hjá US Food
and Drug Administration og The National Registry
of Drug-Induced Ocular Side Effects.
Sjónhimnublæðingar eru mjög sjaldgæf aukaverk-
un af Sulfamethoxazole. Þetta tilfelli er hið eina sem
tilkynnt hefur verið í kjölfar Trimethoprimum-gjaf-
ar án Sulfamethoxazole.
Notkun súlfonamíða og Trimethoprimum er mjög
almenn hér á landi og nauðsynlegt að vera á varð-
bergi gagnvart aukaverkunum þeirra, þótt sjaldgæf-
ar séu.
10. Gláka á Vesturlandi
Guðrún J. Guðmundsdóttir
Markmið þessarar athugunar var annars vegar að
kanna algengi gláku á Vesturlandi og hins vegar að
kanna hvort algengi væri mismikið eftir svæðum inn-
an fjórðungsins. I könnun sem gerð var á fyrra ári á
sjóndepru á Vesturlandi kom í Ijós að tíðni sjón-
skerðingar vegna gláku var mjög misjöfn eftir svæð-
um, minnst á Akranesi þar sem 0,11% íbúa voru
sjónskertir á öðru eða báðum augum vegna gláku en
mest í Dalasýslu eða 1,26% íbúa. Markmiðið nú var
því meðal annars að kanna hvort gláka væri í raun
algengari í Dalasýslu eða hvort aðrar skýringar fynd-
ust, svo sem hærri meðalaldur íbúa á þessu svæði.
Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og tald-
ir allir einstaklingar sem voru á lyfjameðferð vegna
gláku eða höfðu gengist undir augnaðgerð vegna
gláku og voru á lífi 1. desember 1994. Undanskildir
voru einstaklingar með glákugrun.
Niðurstöður: Skráðir voru 149 einstaklingar með
gláku, þar af 147 eldri en 50 ára og voru þeir allir
með hæggenga gláku. Karlar voru 79 eða 53% en
konur 70 eða 47%, er það kynjahlutfall í samræmi
við aðrar kannanir. Heildaralgengi miðað við íbúa-
fjölda var 1,02%, 1,05% karla en 0,99% kvenna.
Algengi meðal íbúa 50 ára og eldri var 4,33% (karlar
5,53%, konur 4,12%) og60 ára og eldri 6,47% (karl-
ar 6,83%, konur 6,47%). Algengi gláku var flokkað
nánar eftir kyni og fimm ára aldursflokkum, fór
algengi mjög vaxandi í eldri aldursflokkunum til
dæmis voru 15,8% karla og 18,6% kvenna á aldrin-
um 80-84 ára með gláku en 22,7% karla og 11,8%
kvenna 85 ára og eldri.
Samanburður við könnun Guðmundar Björns-
sonar og Guðmundar Viggóssonar 1982 á gláku á
landinu öllu sýnir að bæði þá og nú er algengi gláku á
Vesturlandi nokkuð yfir landsmeðallagi, einkum í
eldri aldursflokkunum (80 ára og eldri). Allt landið
1982; 10,8%, Vesturland 1982; 15,2% og Vesturland
1994; 16,8%.
Heildaralgengi eftir svœðum: Akranes 0,84%,
Snæfellsnes 0,84%, Mýra- og Borgarfjarðarsýsla
I, 13%, Reykhólahreppur 1,44, Dalasýsla 2,37%.
Fimmtíu ára og eldri; Akranes 3,56%, Snæfellsnes
4,24%, Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 4,31%, Reyk-
hólahreppur 5,10%, Dalasýsla 8,23%. Sextíu ára og
eldri; Akranes 5,38%, Snæfellsnes 6,90%, Mýra- og
Borgarfjarðarsýsla 6,04%, Reykhólahreppur
7,46%, Dalasýsla 11,8%.
Sjónskertir glákusjúklingar: Attatíu og þrír sjúk-
lingar voru sjónskertir á öðru auga eða báðum (mið-
að við sjón minni en 0,3), það er 55,75% allra gláku-
sjúklinga. Tíðni var minnst á Snæfellsnesi (44,7%)
en mest í Dalasýslu (65%). Margir voru sjónskertir
fyrst og fremst af öðrum orsökum og voru þeir flokk-
aðir úr, reyndust 43 sjónskertir á öðru eða báðum
augum af völdum gláku eingöngu eða 43% allra
glákusjúklinga. Skipting eftir svæðum: Akranes
13,9%, Snæfellsnes 23,7%, Mýra- og Borgarfjarðar-
sýsla 31,8%, Reykhólahreppur 60%, Dalasýsla
55%. Blinda af völdum gláku: Þrjátíu og einn sjúk-
lingur var blindur á öðru auga eða báðum vegna
gláku, það er 20,8%.
Skipting eftir svæðum: Akranes 10%, Snæfeilsnes
8%, Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 28%, Reykhóla-
hreppur 40%, Dalasýsla 50%.
Það er því niðurstaða þessarar könnunar að bæði
er algengi gláku meira í Dalasýslu og Reykhóla-
hreppi en á öðrum svæðum og einnig mun meira um
sjónskerðingu og blindu af völdum gláku á þessum
sömu svæðum.
II. Bogfrymlasótt á
Landakotsspítala 1985-94
Ólafur Grétar Guðmundsson
Bogfrymlasótt (toxoplasmosis) er algengasta
þekkta orsök æðu- og sjónubólgu (chorioretinitis) í
heiminum og er ein talin orsök tæplega þriðjungs
allra tilfella. Sýkingin er þekkt um allan heim en er
mjög misalgeng eftir löndum. I Mið-Ameríku og
Frakklandi er allt að 90% fólks með mótefni gegn
sýklinum í blóði en hér á Islandi er tíðnin talin á
bilinu 4-17%. í Bandaríkjunum er tíðnin 3-30%,
mismunandi eftir fylkjum.