Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 717 markaðsvara; hún á sér til dæmis engar aug- ljósar staðkvœmdarvörur eins og almennt eru til á markaði (40). Hafi ég ekki efni á að endur- nýja gamla Volvoinn minn fæ ég mér japansk- an smábíl í staðinn og býð svo frúnni út að borða til að gleyma vonbrigðunum. En hafi ég ekki efni á botnlangaskurði þegar ég þarf á honum að halda kaupi ég enga aðra, ódýrari þjónustu í staðinn, ásamt málsverði fyrir tvo: Eg þarf að losna við botnlangann, punktur og basta. 2) í vestrænum þjóðfélögum er allt að ellefufaldur tekjumunur á hópum hinna 20% tekjuhæstu og tekjulægstu. Markaðskvarðinn leiddi því af sér róttækari mismunun eftir fjár- hagsstöðu en flestir (íslendingar að minnsta kosti) gætu sætt sig við. 3) Almenning brestur þekkingu til að kaupa sér réttar sjúkratrygging- ar. Húftryggingar væru of kostnaðarsamar fyrir flesta og því yrðu neytendur að velja á milli þrengri tryggingarkosta. Á ég að tryggja mig gegn hugsanlegu alnæmissmiti, þó að slíkt hækki iðgjaldið mjög mikið, eða gegn þvag- sýrugigt, þegar ég veit ekki einu sinni hvað þvagsýrugigt er? 4) Er ekki of mikil niðurlæg- ing í því fólgin fyrir hina tekjulægstu að þurfa að reiða sig á gustukaverk líknsamra samverja í stað þess að standa öðrum jafnfætis sem frjálsir og ábyrgir þegnar? 5) Framfarir í læknisfræði hafa að miklu leyti verið kostaðar af almannafé og því hlýtur að teljast ósanngjarnt að hluti almennings fái ekki notið ávaxta þeirra. d) Hendingarkvarði. Allir menn eru jafnir fyrir guði og/eða náttúrunni og enginn verð- leikamunur einstaklinga til. Því er réttast að slembilán ráði stöðu í forgangsröð; skorið sé úr því með happdrætti hver fái þjónustuna fyrst- ur. Þessi kvarði er ekki sá vinsælasti meðal frjálslyndissinna en sumir, þar á meðal Paul Ramsey, hafa þó haldið honum fram sem fangaráði þar eð aðra betri skorti (41). Gagnrýni: 1) Hér er ekki í raun um nýjan kvarða að ræða heldur höfnun þess að nokkur réttlátur kvarði sé til. í stað þess að reyna að höndla þann skásta af mörgum illum er hönd- um fórnað og treyst á guð og lukkuna, sem ekki er annað en rökleg uppgjöf. 2) Þessi að- ferð skapaði hættulegt fordæmi — hvað kæmi næst? Myndu bankastjórar hætta að veita lán eftir aðstæðum umsækjenda og greiðslugetu, sem oft er erfitt að meta, og stofna í staðinn til lottóleiks um lánsfé? (— eða félagsmálastofn- anir um fjárhagsaðstoð?) e) Kosningakvarði. Frjálslyndissinnar eru einatt hughyggjumenn um gæði, það er telja einstaklinginn bera innra með sér hinn endan- lega mælikvarða á gildi hlutanna. Þeir hafa einnig tröllatrú á kosningum til að tryggja að vilji sem flestra einstaklinga fái að njóta sín. Ein leiðin til að skera úr um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu gæti því virst sú að kosið sé um það í almennum kosningum hvaða reglur skuli gilda um slíka röðun á hverjum tíma/í hverju samfélagi. Gagnrýni: 1) Fordæmisgildið skiptir hér aft- ur máli. Ef stjórnvöld humma fram af sér að taka ákvarðanir um öll viðkvæm mál og vísa þeim aftur til umbjóðenda sinna, kjósenda, gæti orðið erfitt að lifa í samfélaginu. Tafsemi og ábyrgðarleysi stjórnenda er almennt hemill á skilvirkni. 2) Forsenda kosningakvarðans er að réttlát forgangsröð sé sú ein sem kjósendur velja. Hér er því um nokkurs konar verknaðar- skilgreiningu (operational definition) að ræða, álíka og þá að greind sé það sem greindarpróf mæla. Kjósendur eiga að velja um réttláta for- gangsröð en þeir vita raunverulega ekki hvað þeir eiga að kjósa, það er hvaða röð er réttlát, fyrr en niðurstaðan liggur fyrir. Kvarðinn leiðir okkur því í vítahring. f) Gœðaárakvarði. Nú erum við komin að þeim kvarða sem ásamt hinum næsta (g)) hefur borið hæst í umræðu síðustu missera. Hann er djúptækastrar þýðingar af þeim sem enn hafa verið nefndir til sögu, bæði vegna fjölda fylgis- manna og þess að hafa þegar gengist undir eldskírn reynslunnar, í Oregon-ríki í Banda- ríkjunum. Þá hefur komið til tals í Bretlandi að taka upp svipaðan QALY-kvarða (Quality Adjusted Life Years) þar einnig (42). Sam- kvæmt kvarða þessum skal forgangsröðin mið- ast við að sem flest gæðaár fáist fyrir pening- ana. Hugmyndin sem að baki býr er í raun sáraeinföld og veltur á því að það sem máli skipti við mat á meðferð sé virkni hennar og varanleiki. Hugsum okkur að annars vegar séu 90% líkur á því að bjarga megi bárni frá dauða með meðferð, þannig að það eigi 70 ár í vænd- um, og hins vegar að 50% líkur séu á að lappa megi upp á fjóra fullorðna einstaklinga þannig að þeir lifi þrjá áratugi til viðbótar. Samkvæmt einfaldri reikningsformúlu gæfi meðferðin á barninu okkur 63 lífár (70 x 0,9) en hinum fullorðnu samtals 60 (4 x 30 x 0,5) og því ætti barnið að njóta forgangs. Formúlan að baki gæðaárakvarðans er þó ekki alveg svona óbrot- in því að talsmenn hans myndu óðar benda á að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.