Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1995, Page 24

Læknablaðið - 15.10.1995, Page 24
718 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 það sem máli skipti sé ekki aðeins að bæta árum við líf heldur einnig lífi við ár. Við þurf- um þannig að fella harmkvœla- eða lífsgœða- stuðul inn í reikninginn. Hugsum okkur að við gefum fullkominni heilbrigði gildið 1 og dauða gildið 0. Biðjum síðan fólk að segja okkur hvað það myndi skipta á mörgum árum án meins M fyrir ár með meini M. Niðurstaðan gæti til dæmis orðið sú að fimm ár í fullu fjöri væru lögð að jöfnu við 10 ár í hjólastól; slíkt ástand hefði þá lífsgæðastuðulinn 0,5 (43). Lokajafn- an sem gæðaárasinnar, meðal annars í Oregon, styðjast við lítur því þannig út: kostnaður við meðferð — kostnaður við að sleppa meðferð (lífsgæði með meðferð — lífsgæði án meðferðar) x varanleiki í árum (44) Þess ber að geta að gæðaárakvarðinn, sem Oregon-búar ákváðu að taka upp árið 1989, gildir ekki fyrir samfélagið í heild heldur ein- ungis þá sem ótryggðir eru og reiknast undir fátækramörkum alríkisstjórnarinnar. Aðeins hluti þeirra hafði átt rétt á Medicaid (sjá kafl- ann Makró- og míkróákvarðanir) í Oregon; en með hinni nýju heilbrigðisáætlun var markmið- ið að fjölga þeim sem njóta opinberrar sjúkra- tryggingar úr rúmlega 200 þúsund manns í um 325 þúsund. Ekkert mælir þó að sjálfsögðu á móti því að gæðaárakvarða sé beitt á heilt sam- félag, í löndum þar sem heilbrigðiskerfið allt er ríkisrekið. Aðferðin sem beitt var í Oregon til að reikna út lífsgæðastuðlana er býsna merkileg. Haldnir voru nær 60 borgarafundir, auk símakannana, og síðan reynt að afmarka takmarkaðan fjölda svokallaðra sjúkdóma-meðferðarpara (það er samstæður sjúkdóms eða meins annars vegar, meðferðar hins vegar). Þau reyndust að lokum vera 709. Fyrsta forgangsröðunin, sem ein- göngu var byggð á mati almennings, þótti nokkuð óraunhæf á köflum, til að mynda fengu tannviðgerðir hærri lífsgæðastuðul en botna- langaskurður, en sérfræðinganefnd svarf slíka agnúa af og gekk frá endanlegum forgangs- lista. Þar er efst á blaði ýmiss konar bráðameð- ferð (við slysum, botnalangabólgu og svo fram- vegis), síðan mæðravernd og margs kyns lækn- ishjálp sem nýburar þurfa á að halda; neðst á listanum eru hins vegar dýrar aðgerðir sem gagnast tiltölulega fáum, læknismeðferð við smávægilegum kvillum og aðgerðir sem aðeins lengja lítillega kvalafullt líf (45). Árið 1991 hafði ríkisstjórn Oregon fjárhagslegt bolmagn til að greiða fyrir fyrstu 587 sjúkdóma-með- ferðarpörin og stefnir að því að lengja þann lista eftir því sem meiri reynsla kemst á kvarð- ann. Gagnrýni: 1) Hvernig á að reikna út lífs- gæðastuðla; veit nokkur nema sá sem reynt hefur hvaða harmkvæli fylgja tilteknum sjúk- dómum? Listinn sem almenningur í Oregon útbjó reyndist ónothæfur, en er ástæða til að ætla að betrumbætur sérfræðinganna hafi gert hann skotheldan? Rannsóknir sýna að mat lækna á harmkvælastigi sjúkdóma ræðst oft af sérfræði þeirra sjálfra; hverjum þykir sinn fugl fegurstur — eða í þessu tilfelli sársaukafyllstur (46). 2) Gæðaárakvarðinn horfir öldungis framhjá verðskuldun, tilfinningaböndum og umhyggju og hlýtur, eins og öll önnur hag- fræðileg kostnaðar- og nytjagreining (cost- benefit analysis), að leiða til dólganytjastefnu, þar sem einungis hið auðmælanlega er tekið með í reikninginn en hinu sleppt. Aldraðir eiga til dæmis nánast enga möguleika á alvöru með- ferð vegna þess hve ein breytan í formúlu þeirra verður lág. 3) Svo undarlegt sem það kann að virðast við fyrstu sýn hafa aðrir bent á að gæðaárakvarðinn feli í sér mismunun gagn- vart ungu fólki! Meinið er, segja þeir, að lífs- gæðastuðullinn er fasti, hinn sami á hvaða aldri sem viðkomandi sjúklingur er. Það er hins veg- ar miklu alvarlegri áþján fyrir mann að vera bundinn við hjólastól þrítugur en sjötugur, svo að dæmi sé tekið, og því verði tímabreytan að koma inn í reikninginn tvisvar: Ekki er nóg að varanleiki meðferðar í árum sé reiknaður út heldur þarf líka að ljá lífsgæðastuðlinum meira vægi hjá ungum en öldnum; því að oft getur hinum síðarnefndu þótt það sætt sem hinum fyrrnefndu þykir (með réttu) óætt (47). g) Svokallaður lífskostakvarði hefur átt mjög upp á pallborðið meðal frjálslyndissinna á síð- ustu árum, ekki síst þeirra sem mest hafa mænt til réttlætiskenningar John Rawls. Samkvæmt kvarða þessum skal forgangsröð í heilbrigðis- þjónustu miðuð við að vernda eðlilegt lífs- skeið, eða þá lífskostasvið einstaklinga á hverju aldursskeiði. Hætta ber að líta á alla sjúkdóma og hrörnun sem óvini er berjast skuli gegn fram í rauðan dauðann. Það hamlar til að mynda réttum skilningi á manneðlinu að líkja náttúrulegri öldrun við myrka vætt er leggi sjúklingana (það er hina öldruðu) að velli ef

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.