Læknablaðið - 15.10.1995, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
729
í 59% tilvika. Þrjátíu og einn stofn var sendur
til Streptococcal Reference Laboratory, Cent-
ral Public Health Laboratory í Lundúnum, til
greiningar á M-prótínum. Allir stofnar sem
sendir voru til Bretlands til ákvörðunar á M-
prótínum, höfðu hliðstæð T-prótín (Mx=Tx;
My=Ty og svo framvegis) nema einn. Breyt-
ingar á fjölda ræktana milli ára, virðast tengjast
sveiflum á algengi einstakra stofngerða.
Inngangur
Þegar í frumbernsku bakteríufræðinnar, í
lok síðustu aldar, varð ljóst að keðjukokkar
(Streptococcus sp.) væru meðal algengustu og
alvarlegustu orsaka bakteríusýkinga, einkum
tegundin Streptococcus pyogenes (Lancefield
group A). Aukin þekking á bakteríu- og far-
aldsfræði hennar hafði fljótt umtalsverð áhrif á
lækningar, ekki síst skurðlækningar og fæðing-
arfræði. Sýkingar af hennar völdum voru þó
áfram mikið vandamál, meðal annars vegna
bólfestu á sjúkrastofnunum. Með tilkomu
súlfalyfja um 1935 og penisillíns í lok síðari
heimsstyrjaldarinnar varð þó bylting þar á.
Fram yfir miðjan níunda áratuginn fór sýking-
um af völdum S. pyogenes fækkandi á Vestur-
löndum, dánartíðni lækkaði og alvarlegum
fylgikvillum svo sem gigtsótt (febris rheuma-
tica) og gauklabólgu (glomerulonephritis)
fækkaði einnig. S. pyogenes var þó áfram ein
algengasta og útbreiddasta meinvaldandi
bakterían í mönnum (1). Um og eftir 1987 varð
meira vart við alvarlegar sýkingar af völdum S.
pyogenes bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og
tíðni síðbúinna fylgikvilla jókst einnig (2). Ym-
islegt, svo sem fjölgun jákvæðra ræktana á
sýklafræðideild Landspítalans, bendir til þess
að tíðni slíkra sýkinga hafi einnig aukist á Is-
landi (3).
Vitað er um tengsl ýmissa efna á yfirborði
bakteríunnar við meinvirkni hennar og varnir
líkamans gegn henni (2,4). Svokölluð M-pró-
tín leika þar stórt hlutverk og þekktar eru fleiri
en 80 gerðir (serotypes) þeirra. Greining M-
prótína er tæknilega erfið og flókin og tekst
ekki alltaf, vegna þess að stofnarnir hafa engin
eða óþekkt M-prótín. Ýmsa þá stofna sem ekki
er unnt að greina í M-prótín gerðir er hægt að
flokka með mótefnum gegn yfirborðsprótín-
um, svo sem R- og T-prótínum. Ekki er vitað
um bein tengsl T-prótína við meinvirkni.
Greining í T-prótíngerðir er tiltölulega einföld
og góð fylgni er milli einstakra M- og T- pró-
tíngerða (5) og því hefur aðferðin verið mikið
notuð við athuganir á faraldsfræði S. pyogenes.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna fjölda
S. pyogenes greininga árin 1986-1993, greina
stofna sem ræktuðust á afmörkuðum tímabil-
um í T-prótíngerðir auk þess að kanna sam-
svörun milli T- og M-prótíngerða. Rannsóknin
var að nokkru unnin sem hluti af fjórða árs
verkefni við læknadeild Háskóla íslands (6,7).
Efniviður og aðferðir
Fjöldi sýna sem S. pyogenes ræktaðist úr var
kannaður með því að telja greiningar í rann-
sóknarbókum sýklafræðideildar Landspítal-
ans, sem framkvæmdar voru frá 1. janúar 1986
til 31. desember 1993. Kannað var hversu oft
þessi baktería ræktaðist úr hverri sýnistegund,
öðrum en liðvökva-, mænuvökva-, saur- og
þvagsýnum, þar sem S. pyogenes ræktast sjald-
an úr slíkum sýnum. Greiningar voru fram-
kvæmdar með sama hætti allt tímabilið. At-
hugað var hvort stofnar, sem ollu 6-blóðkorn-
arofi (6-hemolysis) á hestablóðsagar væru næmir
fyrir bacitracini og var Streptex-próf (Wellcome)
notað til staðfestingar. Flestir S. pyogenes stofn-
ar sem greindust á sýklafræðideild Landspítalans
frá og með 1989 voru frystir í broði (með 20%
glyceroli) og geymdir við -20°C.
Eftirfarandi stofnar voru stofngreindir með
T-mótefnum: Hluti stofna (valdir af handa-
hófi) sem ræktuðust úr hálsstrokum frá 19. des-
ember 1988 til 11. apríl 1989, alls 212, en einnig
voru greindir í T-prótínflokka 165 stofnar frá
árinu 1991,99 stofnar frá 1992 og 120 stofnar frá
1993. Nálægt helmingur stofna sem greindust í
febrúar og allir S. pyogenes sem ræktuðust í
ágúst þessi ár voru stofngreindir. Þessir mán-
uðir voru valdir með tilliti til þess að tíðni
jákvæðra ræktana var hæst í febrúar en lægst í
ágúst. Auk þess voru allir stofnar sem til voru
og ræktuðust úr blóði á árunum 1989-1993,
stofngreindir. Stofnunum var sáð í Todd-
Hewitt broð með 0,6% trypsíni og þeir hafðir í
hitaskáp við 33°C í 16-24 klukkustundir. Með
því að rækta S. pyogenes í trypsíni má breyta
yfirborði bakteríanna þannig að mótefnin
komist betur að T-prótínunum. Kekkjunar-
próf voru gerð eftir forskrift Efstratious (8).
Notuð voru T-prótínmótefni frá Institute of
Sera and Vaccines, Chemapol í Prag. Við
kekkjunarprófin var notuð 21 gerð mótefna.
Valin voru mótefni gegn þeim T-prótíngerðum
sem algengust voru í nágrannalöndunum. Mót-