Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1995, Side 46

Læknablaðið - 15.10.1995, Side 46
736 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 2. Sjónskerðing og andleg líðan Jón Sigurður Karlsson Frá Sjónstöð íslands Hér verða teknir til umfjöllunar valdir kaflar úr könnun á ytri og innri högum sjónskertra og blindra sem höfundur stóð að ásamt dr. Sigrúnu Júlíusdótt- ur dósenti við félagsvísindadeild H.í. Markhópurinn var allir skráðir blindir og sjónskertir á íslandi. Eins og í öðrum skyldum könnunum fundust ekki nein sérstök persónuleikaeinkenni sem fylgja blindu og sjónskerðingu. Þeir sem missa sjónina missa ekki fyrri skapgerð. Fram kom marktækur munur milli lögblindra og sjónskertra á því hvort menn teldu sjónskerðingu draga úr lífshamingju. Fleiri virðast ganga í gegnum erfitt tímabil í kjölfar sjónskerðingar eftir því sem sjónskerðingin er meiri. Tilgáta um því meiri sjónskerðingu þvf tíðari þunglyndiseinkenni stenst ekki tölfræðilega prófun. Hins vegar sjást tölfræðilega marktækar vísbend- ingar um tengsl slíkra einkenna við vanheilsu og einkum þegar menn telja orsakatengsl milli sjón- skerðingar og vanheilsu. Að minnsta kosti 6-7% svarenda virðist þjást af svo alvarlegri andlegri van- líðan (einkum þunglyndis- og kvíðaeinkennum) að þeir þarfnist meðferðar. Niðurstöður benda til meiri meðferðarþarfar meðal yngri hópsins og því meiri sem sjónskerðingin er því brýnni verði þörfin að öðru jöfnu. Greining á vísbendingum um vanlíðan eftir sjúk- dómsgreiningu leiðir ekki í ljós tölfræðilega mark- tækan mun milli sjúkdóma. Fram kemur án þess að það sé marktækt að vanlíðan sé heldur tíðari meðal RP sjúklinga en annarra. Atvinnuþátttaka blindra og sjónskertra er miklu minni en hjá öðrum íslendingum. Sérstaklega er ástæða til að líta á það hvort sjónskertir ættu að eiga kost á örorkubótum þar sem könnunin gefur vís- bendingar um að þeir standi höllum fæti á vinnu- markaði sérstaklega eftir 55 ára aldur. 3. Trabeculectomíur í hýðis- og simplexglákum Margrét Loftsdóttir, Þórður Sverrisson Frá augndeild Landakotsspítala Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hvernig augum vegnar eftir trabeculectomíur og þá sérstaklega að bera saman hýðis- og simplexgláku. Einnig var athuguð kynjaskipting og aldur sjúklinga með tilliti til tegundar gláku. Afturvirk athugun var gerð á sjúklingum, sem fóru í trabeculectomíu á átta ára tímabili, 1986-1993, á Landakotsspítala. Var þetta allt fyrsta aðgerð á auganu. Fylgitími var að minnsta kosti eitt ár. Sjúklingum var skipt í tvo hópa eftir tegundum gláku, það er hýðis- eða simplexgláka. „Líftími“ aðgerðar var talinn vera tíminn eftir aðgerð þar til bætt var við annarri glákumeðferð á sama auga, ef það var þá gert. Var þá talið að trabeculectomían hefði misheppnast. Einnig var athuguð ástæða þess að augu þurftu frekari glákumeðferð eftir aðgerð. Var ástæðum skipt í tvo hópa, það er vegna hækkaðs augnþrýstings annars vegar eða vaxandi sjóntaugar- rýrnunar hins vegar. Um var að ræða 88 sjúklinga með gláku í 112 augum. Þrjátíu og þrír (37,5%) sjúklingar voru með simplexgláku, en 55 (62,5%) með hýðisgláku. Var fylgitíminn frá 12 til 104 mánuðir. Ekki fannst mark- tækur munur á aldri sjúklinga við aðgerð með tilliti til tegundar gláku. Ekki fannst heldur munur á aldri sjúklinga við aðgerð með tilliti til kyns. Ekki fékkst marktækur munur milli glákutegunda ef litið var til fjölda misheppnaðra aðgerða og líftíma þeirra. Ekki heldur munur milli glákutegunda ef litið var á ástæ- ðu fyrir frekari glákumeðferð eftir aðgerð. Hins ve- gar var marktækur munur milli glákuhópa ef athug- uð var sú glákumeðferð sem beitt var eftir aðgerð. Misheppnuð aðgerð var skilgreind aftur, þannig að þeir sem einungis voru á einu glákulyfi eftir aðgerð töldust ekki með í þeim hópi. Af 42 augum með simplexgláku töldust 22 aðgerðir misheppnaðar eða 52,4%. Af 70 augum með hýðisgláku voru hinsvegar einungis 12 aðgerðir misheppnaðar eða 17,1%. Er þetta mjög marktækur munur, p<0,001. Niðurstaðan er sú að augu með hýðisgláku svara trabeculectomíu betur en augu með simplexgláku ef litið er til magns meðferðar sem þörf er á eftir að- gerð. Ræddar voru hugsanlegar ástæður þessa, svo sem að hugsanleg lífeðlisfræðileg mismunun hjá þessum glákutegundum. 4. Háþrýstisúrefnismeðferð og sykursýkiskemmdir í sjónhimnu Sjúkratilfelli Margrét Loftsdóttir, Friðbert Jónasson Frá augndeild Landakotsspítala Sjúklingur var 48 ára með 11 ára sögu um sykur- sýki. Sjúklingur hafði verið á insúlínmeðferð í fimm ár. Einnig var saga um háþrýsting. Við skoðum þann 6. september 1994 var hægra augað stabílt eftir leysimeðferð (panphotocoagula- tion). Vinstra augað hafði vægar preprólíferatífar sykursýkiskemmdir, einungis hópblæðingar (cluster heams). Einnig var gott ástand eftir leysimeðferð vegna macular bjúgs. Áætlað eftirlit næst var í byrj- un janúar eða að fjórum mánuðum liðnum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.