Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1995, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.10.1995, Qupperneq 56
746 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Frá Lífeyrissjóði lækna Samningur TR og LR frá 15. ágúst 1995 Stjórn Lífeyrissjóðs lækna hefir gert athugasemd við við- semjendur um þá grein samn- ingsins sem fjallar um lífeyris- sjóðinn. I grein 3.3 segir: „Ein- stökum lœknum er þó heimilt að greiða í aðra lífeyrissjóði með skriflegri beiðni.“ Petta telur sjóðstjórnin að brjóti í bága við landslög. í lögum sem sett voru 1980 (nr. 55/1980) eru nokkuð skýr ákvæði um skylduaðild að lífeyrissjóðum, hvort heldur menn eru verktakar eða laun- þegar. 2. gr. laganna hljóðar svo: „Öllum launamönnum og þeim, sem stunda atvinnurekst- ur eða sjálfstæða starfsemi, er rétt og skylt að eiga aðild að lff- eyrissjóði viðkomandi starfs- stéttar eða starfshóps, enda starfi lífeyrissjóðurinn skv. sér- stökum lögum eða reglugerð, sem staðfest hefur verið af fjár- málaráðuneytinu“. I ljósi ofan- greinds ákvæðis hefir stjórn sjóðsins sent athugasemdir til TR og stjórnar LR. Á árunum 1965-1970 sömdu aðilar vinnumarkaðarins um stofnun lífeyrissjóða. Ástæðan var að verulegu leyti sú að elli- lífeyrir var gjörsamlega ófull- nægjandi til að sjá mönnum far- borða að lokinni starfsævi. Með samningum sem gerðir voru á vinnumarkaði 1969 voru samn- ingsaðilar að byggja við al- mannatryggingakerfið. Líf- eyrissjóðirnir urðu þannig hluti af því velferðarkerfi sem byggt hefir verið upp hérlendis. Sett voru lög um starfskjör launþega og fleira, nr. 9/1974, sem skyld- uðu menn að vera í lífeyrissjóði, og nýrri lög frá 1980, sem vitnað er til að framan. Samband almennra lífeyris- sjóða fór þess á leit við Laga- stofnun Háskóla íslands að hún léti uppi álit á því, hvort fyrir- mæli laga um starfskjör launa- fólks og skyldutryggingu líf- eyrisréttinda, nr. 55/1980, sem skylda menn til aðildar að líf- eyrissjóði, geti talist brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar, eða Evrópusamnings um vernd- un mannréttinda og mannfrels- is. Lagastofnun skilaði áliti 5. janúar 1993. Þar segir í niður- stöðu: „Ef dregnar eru saman í stuttu máli niðurstöður okkar samkvœmt framansögðu, er það álit okkar, að ákvœði laga nr. 55/1980, sem skyida menn til að- ildar að tilteknum lífeyrissjóð- um, stangist hvorki á við grund- vallarreglur íslensks réttar um félagafrelsi né friðhelgi eignar- réttarins. Breytir engu í þeim efnum að okkar mati, þótt þœr reglur séu skýrðar afsérstöku til- liti til ákvœða Evrópusamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis og viðauka við þann samning, enda er það skoðun okkar, að íslensk lög virði að þessu leyti þau réttindi, sem rík- ið hefur skuldbundið sig til að tryggja þegnum sínum með að- ild að samningnum". Undir þetta álit skrifuðu prófessorarn- ir Markús Sigurbjörnsson og Þorgeir Örlygsson. Það virðist því nokkuð ótvírætt að þessi lög standist. í fyrstu voru sjóðirnir smáir og um tíma fór verðbólgan illa með sparifé manna. Með aukn- um stöðugleika efnahagskerfis- ins og betri ávöxtun sjóðanna hefur vegur þeirra vaxið mikið, og flestir sjóðanna standa nú undir þeim skuldbindingum sem lofað var. Það er mikið fé sem fer um hendur þeirra sem stjórna lífeyrissjóðum, og ekki að undra þótt ýmis fjármálafyr- irtæki líti öfundaraugum til sjóðanna nú, þótt áhuginn hafi verið lítill hér áður fyrr. Menn verða að hafa það í huga, að ef lögum um skylduað- ild að lífeyrissjóðum verði breytt, þá má gera ráð fyrir mik- illi röskun á stöðu sumra sjóð- anna, jafnvel svo, að meðlimir þeirra tapi miklu af sínum áunnu réttindum. Það verður því að ígrunda allar kerfisbreyt- ingar vel. Hvaða skoðun sem menn hafa á því hvort rétt sé að skylda menn til aðildar að einum líf- eyrissjóði frekar en öðrum, þá gilda núna ákveðin landslög um þessi efni, og geta LR og TR á engan hátt samið sig undan ákvæðum íslenskra laga. Slíkur gjörningur skaðar stöðu lífeyris- sjóðsins, og þar með alla skjól- stæðinga hans. 11. september 1995 Niels Chr. Nielsen formaður Lífeyrissjóðs lækna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.