Læknablaðið - 15.10.1995, Side 58
748
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Fólinsýra minnkar líkur
á hryggrauf og heilaleysu
Rannóknir síðustu 12 ára hafa
leitt í ljós að góð næring kvenna
á barneignaraldri, og þá sér-
staklega rífleg neysla á fólin-
sýru, getur minnkað líkur á
hryggrauf eða heilaleysu. Nú er
svo komið að niðurstöðurnar
virðast ótvíræðar: Konur sem
taka fólinsýrutöflur eða borða
fólinsýruríkt fæði fyrir og um
meðgöngu fæða síður börn með
þessi einkenni.
Á árunum 1988-1989 birtust
niðurstöður þriggja samanburð-
arrannsókna sem bentu ein-
dregið til þess að neysla fólin-
sýru skipti sköpum um tíðni
hryggraufar og hryggleysu
(1-3). Þar á meðal var viðamikil
rannsókn Mulinsky og félaga
þar sem 22.776 þungaðar konur
voru spurðar á 15. og 20. viku
meðgöngu um vítamínneyslu í
byrjun meðgöngu. Niðurstöð-
urnar voru á þann veg að tíðni
hryggraufar var marktækt
minni meðal kvenna sem höfðu
tekið fólinsýru sem fæðubót,
100-1000 míkrógrömm á dag.
Fjórar íhlutandi rannsóknir,
sú fyrsta frá árinu 1983, (4-7)
renna mun styrkari stoðum
undir umrætt samband fólin-
sýru og hryggraufar. Allar rann-
sóknirnar sýna að með því að
auka neyslu fólinsýru fyrir og
urn meðgöngu má minnka líkur
á þessum fæðingargöllum, bæði
Frá samstarfshópi á vegum Land-
læknisembættisins:
Laufey Steingrímsdóttir, Atli Dag-
bjartsson, Hilmar Hauksson og Sig-
mundur Magnússon.
meðal kvenna sem áður hafa
fætt börn með hryggrauf eða
hryggleysu og eins meðal
kvenna sem ekki hafa fætt slík
börn. Niðurstöður fjölþjóðlegr-
ar rannsóknar á vegum MCR
Vitamin Study Research Group
eru sérstaklega sannfærandi.
Þar var 1.195 konum sem taldar
voru í sérstökum áhættuhópi
skipt í fjóra hópa sem hvor um
sig fékk annað hvort 4 mg af
fólinsýru á dag, fjölvítamín án
fólinsýru, fjölvítamín með fól-
insýru eða lyfleysu. Fjöldi
hryggraufa varð rúmlega þrefalt
fleiri í hópnum sem ekki fékk
fólinsýru. Fjölvítamín á fólin-
sýru veittu hins vegar ekki
marktæka vörn.
Samkvæmt könnunum
Manneldisráðs fá íslenskar kon-
ur á aldrinum 20—49 ára að með-
altali 233 míkrógrömm af fóla-
síni á dag úr fæðu (8). Þá er ekki
talið með fólasín úr fjölvítamín-
um eða öðrum fæðubótarblönd-
um. Fjórðungur neyslunnar
kemur úr brauði og öðrum
kornvörum, 19% kemur úr
grænmeti, 15% úr ávöxtum og
9% úr kjöti, lifur og slátri.
Neysla íslenskra kvenna virð-
ist mjög áþekk því sem gerist og
gengur á hinum Norðurlöndun-
um, 200 míkrógrömm á dag
fyrir fullorðna en 400 míkró-
grömm á meðgöngutíma.
Flestar íslenskar konur þurfa
greinilega að breyta mataræði
sínu töluvert eigi þær að ná 400
míkrógrömmum af fólasíni úr
fæðunni. Einfaldasta leiðin að
þessu marki er að auka neyslu
grænmetis, ávaxta og kornmat-
ar, ekki síst vítamínbættra
kornblanda. Slík breyting á
mataræði er í fullu samræmi við
almenn manneldismarkmið og
engin þekkt áhætta er samfara
neyslu grænmetis og ávaxta.
Ráðleggingar og aðgerðir
1. Konur á barneignaraldri
sem ekki teljast til sérstaks
áhættuhóps:
Veita ber fræðslu um hollt
mataræði, ekki aðeins á með-
göngutíma heldur einnig fyrir
meðgöngu. Leggja ber áherslu á
aukna neyslu grænmetis og
ávaxta á kostnað sykurs og fitu.
Kál af ýmsu tagi, blómkál, hvít-
kál, spergilkál og kínakál inni-
halda sérstaklega mikið af fól-
ansíni, einnig paprikur, tómat-
ar, salat, baunir, appelsínur og
bananar. Heil og vítamínbætt
korn og brauð, lifrarkæfa og
lifrarpylsa eru einnig góðir fól-
insýrugjafar.
2. Konur í áhættuhópi:
Ráðlagt er að gefa stærri
skammta af fólinsýru en hægt er
að fá úr fæðunni eða 4 mg af
fólinsýru á dag frá síðustu blæð-
ingu fyrir fyrirhugaða þungun
og til 12. viku meðgöngu. Þar
sem svo stórir skammtar af fól-
insýru geta hulið einkenni stór-
kornótts blóðleysis vegna B 12-
vítamínskorts er rétt að vera á
varðbergi gagnvart því.
Heimildir
1. Mulinare J, Cordero JF, Erickson JD,
Berry RJ. Periconceptional use of multi-
vitamins and the occurrence of neural tu-
be defects. JAMA 1988; 260: 3141-5.