Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1995, Side 66

Læknablaðið - 15.10.1995, Side 66
754 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Borgarspítalinn — Landakot (Sjúkrahús Reykjavíkur) Deildarlæknir Við svæfinga- og gjörgæsludeild spítalans er laus ársstaða deildarlæknis frá 1. janúar 1996. Störfin á deildinni eru fjölbreytt: Svæfingar og deyfingar, störf á gjörgæsludeild og móttaka og meðferð bráð- veikra og slasaðra. Vikulegir fræðslufundir eru á deildinni og sérstök fræðsla er að auki fyrir deildarlækna. Vaktir eru bundnar, fimmskiptar að jafnaði. Tækifæri gefst til að sinna rannsóknarverkefni. Þessi staða hentar þeim sem áhuga hafa á sérfræðinámi í svæfingalækningum eða þeim sem þurfa að starfa á svæfinga- og gjörgæsludeildum vegna annars sérnáms. Umsóknir sendist til Ólafs Þ. Jónssonar yfirlæknis sem veitir nánari upplýsingar ásamt Gunnari Mýrdal deildarlækni í síma 569 6600. Bréfsími 569 6581. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Laus er til umsóknar 80% staða sérfræðings í svæfingalæknisfræði við svæf- inga- og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Umsóknarfrestur er til 31. október 1995. Nánari upplýsingar veitir Girish Hirlekar yfirlæknir í síma 463 0100. Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.